Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 3
þeím hollast að fara að gefa húsgögn unum gætur. Verktermítar og hertermítar eru vængjalausir, blindir og ófrjóir. Hlutverk verktermítanna er að hyggja og halda við hvítmauraþúf- unni, gæta eggjanna og fæða og þvo með kraftbyggð höfuð, sumir með sterklega kjálka til að bíta fjend- urna, aðrir með slímkyrtla, til að binda þá fasta. FÆST DÝR geta melt tréni, en hvít- maurar gera það með hjálp einfrum- unga, sem lifa í meltingarfærum þeírra og framleiða meltingarvökva, sem vinnur á tréninu. Sumir termít- ar gera mataræðið fjölbreyttara með þvi að kreista vökva úr bjöllum, sem þeir ala eins og mjólkurkýr. Samfélag hvítmauranna byggist á samvinnu allra einstaklinga, og er sú samvinna þeim eðlisávísun. Hún styrkist með vökva, sem síast út um svitaholur hvítmauranna. Hvítmaur- unum virðist þykja þessi vökvi góm- sætur, því að þeir gera talsvert af því að sleikja og sjúga hverir aðra. Það heldur þeim ekki aðeins ánægð- um og starfsglöðum, heldur telja fræðimenn, að í þessum vökva sé eins konar „samfélagshormóni", efni, sem ákvarði hve margír hvítmaurar kom- ist upp í hverri stétt fyrir sig. HVÍTMAURAR hafa ekki aðeins haft áhrif á Afríkubúa. Þeir hafa átt sinn þátt í að móta landslagið. Bæði frumskógarnir og gresjurnar hafa að einhverju leití fengið ásýnd sína mót aða af termítum. Þeir eta t.d. upp allan fallinn gróður um leið og hann fellur, og þannig verður næringar- efnunum skilað fyrr til jarðarinnar aftur en ella. Víðast hvar á jörðunni eru það jarðfræðilegar orsakir, sem hafa mót- að landslagið — eldgos og veðrun vatns og vinda. En sums staðar í Afríku geta fundizt hæðir og dalir, sem hvítmaurar hafa skapað. Á gresj um Njassalands og Norður-Ródesíu tekur sums staðar við alda af öldu, sem allar hafa verið geraðr af hvít- maurum. Þær eru allt að því 10 metra breiðar. Annars staðar í álf- unni hlaða maurarnir upp turna, sem geta verið þrjár til fjórar mann- hæðir. JARðVEGUR ei yfirleitt annar í hvítmaurahæðunum en í landinu um- umhverfis þær. Tré vaxa þar gjarna, og dýr gresjunnar leita þangað upp, bæði til að njóta skuggans af trján- um og sjá víðar yfir. Þessar dýra- komur auka áburðinn á hvítmaura- hæðunum og um leið vaxtarmagn þeirra. Oft verða hvítmaurahæðirnar því eíns og skógareyjar í grashafinu. Hvítmaurarnir lifa á tréni og breyta því í eggjahvítuefni. Þeir eru því eftirsótt fæða þeim dýrum, sem geta grafið þá upp. Og til eru þær dýrategundir, sem lifa á hvítmaurum. Meðal þeirra eru sumar undarleg- ustu skepnur Afríku, eins og það dýr, sem nefnist á afríkönsku aard- vark eða jarðsvín, en á þó ekkert skylt við svín. Mynd af þessari skepnu fylgir með greininni. HVÍTMAURARNIR hafa ekki verið Afríkubúum eingöngu til ógagns. Margir þjóðflokkar leggja þá sér til Framhaid á 1053. síðu. T I M 1 N N — SUNNUDAflco' AÐ 103f

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.