Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 20
ekki. Útskotin, sem hann hafði lýst tveimur árum áöur, voru horfin, þeg- ar hann fór að athuga Satúrnus aft- ur þetta ár. Satúrnus leit þá út eins og venjuleg kringla, en þannig mun hann virðast árið 1966, þegar jörðin kemur næst í beina stefnu á hring- ina. En Galileo hafði ekki verið ljóst, hvað hann hafði séð, og þvi segir hann í bréfi: „Skyldi Satúrnus hafa étið börnin sín? Eða voru athugan- irnar (árið 1610) blekkingar eða svik?“ HOLLENZKI stjörnufræðingurinn Kristján Huygens útskýrði fyrstur, hvernig stóð á þessu breytilega útliti Satúrnnsar Haun birti kenningu sína árið 1656 og orðaði hana á þessa leið: Htati um hann (þ.e. Satúrnus) liggui hringur, þunnur og sléttur og hvergi fastur við og nokkuð spor- öskjulagaður." Þremur árum síðar reit hann bókina Systema Saturnium, en þar gerir hann nánari grein fyrir tilgátu sinni. Huyí|ens taldi, að umhverfis -Sat- úrnus við miðbaug hans lægi breíð, en þurin gjörð, sem væri sjáanleg vegna endurvarps sólarljóssins, þegar hún hallaðist miðað við jörð. Þessi gjörð væri nokkuð sporöskjulöguð. vegna lögunar Satúrnusar við mið- baug. Oftast væri iörðin stödd ann- að hvort ofan eða neðan 'við þessa gjörð, og því væri hún sjáanleg öðru hvoru megin frá. En tvisvar sinnum á snúningsferli Satúrnusar um sólu (þ.e tvisvar á 29% ári) væii jörðin í sömu línu og hringurinn og þá væri hann okkur ósýnilegur. Þessi skýr- ing Huygens skýrði, hvers vegna lýs- ingu stjarnfræðinga, bæði Galileos og annarra, bar svo mikið á millí. Svo vildi til, að Galileo uppgötvaði furður Satúrnusar. þegar halli gjarð- arinnar var lítill." Hefðu athuganir hans farið fram á öðrum tíma, er ekki ótrúlegt, að hann hefði sjálfur getað komið með réttu lausnína. Huygens og samtímamenn hans töluðu um einn hring, því að fyrir 1675 datt engum í hug, að þeir kynnu að vera fleiri. En það ár tilkynnti Giovanni Cassini, ítalskur stjarnfræð- ingur, sem veitti forstöðu stjörnuat- hugunarstöð Parísarborgar, að hann hefði séð dökkan hring í gjörðinni. Hann sagði, að „gjörðinni væri skipt í tvo jafnbreiða hluta með dökkri línu, og innri hlutinn, sá sem nær væri hnettinum, væri mjög skær, en sá ytri og fjarlægari væri fremur daufur.“ Bandaríski stjarnfræðingur- inn, G.P. Bond við Harvardháskóla, fann svo þriðja hringinn árið 1850. Hann tók, eftir daufri ljósrák innan við skærari hringinn, og varpaði þessi rák greinilegum skugga á Satúrnus sjálfan. Þessi nýi hringur greindist frá þeim ytri með greinilegri, svartri rönd, og það kom í ljós, að innri rönd hans var nálæg yfirborði plán- etunnar. Þessi innsti hringur var hálf gagnsær eins og blæja, og það olli því, að hann var skírður slæðuhring- urinn. HRINGIR Satúrnusar eru sem sagt þrír: A, yzti hringurinn, B, miðhring- urinn, sem er þeirra allra skærast- ur, og C, slæðuhringurínn, sem er daufastur þeirra þriggja. Yzti hring- urinn, A, er á breidd nálægt 16.000 km. Bilið milli hans og næsta hrings er um 27.000 km. og miðhringurinn er um 25.000 km. á breidd. Slæðu- hringurinn, C, er um 15.000 km. á breidd, en innri 'brún hans er í um það bil 9.000 km fjarlægð frá yfirborði Satúrnusar. Allt er hringa- kerfið um 255.000 km. í þvermál. UM ÞYKKT hringanna er allt óljós- ara. Elztu athuganir sýndu, að hring- irnir voru ósýnilegir aðeins mjög skamman tíma, en það benti til þess, að hringirnir væru mjög þunnir. Og síðan hafa vísindamenn stöðugt ver- ið að draga úr þykkt þeirra. 1879 hélt enskur stjörnufræðingur því fram, að þeir væru innan við 280 enskar mílur á þykkt, en 1919 voru stjarnfræðingar komnir á þá skoðun, að þykktin værí innan við 10 mílur. Fyrst héldu menn, að þarna væri um raunverulegan hring að ræða. Þó stakk Cassini strax árið 1705 upp á því, að hringirnir væru gerðir úr óteljandi smáögnum, sem snerust um hverfis plánetuna. Franskui stærð- fræðingur, Laplace að nafni, sannaði. líka árið 1785, að samfelldur hringur myndi brotna vegna aðdráttarafls Satúrnusar, nema hann snerist í sífellu. Hann taldi, að um væri að ræða fjölmarga afarþunna hringi, sem allir snerust með mismunandi hraða eftir fjarlægð þeirra frá Sat- úrnusi. En yfirleítt var það hald manna fram á miðja 19. öld, að hring ir Satúrnusar væru fastir og hreyf- ingarlausir. Þeii’ri kenningu var þó að fullu hrundið árið 1859, en þá birti enskur vísindamaður, James Clark Maxvell, rit um hringa Satúrn- usar. Maxvell sýndi fram á, að eng- inn heill hringur eða hringakerfi gæti staðizt lengi, heldur hlyti að leysast upp, og skipti þar engu, hvernig massa hringanna væri skipt niður. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að einu hringarnir, sem fengju staðizt, væru settir saman úr óendanlegum fjölda ótengdra agna, sem allar sner- ust umhverfis plánetuna með mis- munandí hraða í hlutfalli við fjar- lægðir þeirra frá plánetunni. Ilann 1052 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.