Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 19
Baugar Satúmusar eitt af fyrðuverkym aigelmsiiis ins væri talsvert ábótavant, götusal- ar þyrptust utan um okkur með lit- myndir og uppdrætti, aðrir vildu selja okkur ilskó, sem fara vel með fæturna á sólheitum strætum, sumir veifuðu framan í okkur kíppum af úlföldum, vitringum og madonnum, telgdum í olíuvið. Hvert sem litið var, voru opnar búðir, því að verzl- unarmannafélagið í Jerúsalem, ef það er þá til, amast ekki við kvöldverzl- un. Klæðskerar vildu óðfúsir taka af mönnum mál og huðust til þess að afhenda fötin fullgerð næsta kvöld, víxlarar sóttu fast að kaupa mörk, sterlíngspund eða dali og greiða slíka peninga langt yfir lögskráð gengi með verðrýrri mynt nágrannaland- anna. Sumar búðirnar voru fullar af dýrum vefnaði — hálfsilki, alsilki og rósasilki, aðrar af hvers konar skart- gripum úr guili og silfrí og blend- ingsmálmi, kössum, stofuborðum og taflborðum úr mislitum viði, þar sem hver smáflísin var felld viö aðra eft- ir kúnstarinnar reglum, eirkönnum og kötlum, sem í voru brenndir lít- ir til skrauts, leðurvarningi af ýmsu tagi og mörgu öðru. Hið fallegasta handbragð var á mörgu af þessu, og allur varningurinn miðaður við það að ganga í augun á ferðamönnum. Bæði úti og inni voru menn með langar vatnspípur, er tíl leigu voru hverjum þeim, er reykja vildi. Sum- ir létu til leiðast að reyna. Ásta Jóns- dóttir úr Hafnarfirði fékk hrós hjá einum pípueigandanum fyrir kunn- áttusamlega meðhöndlun gripsins. En frammistaða mín var tíl skammar. Okkur var tekið tveim höndum í búðunum. Sölumenn, sem vissulega ætluðu ekki að láta bráðina sleppa, heilsuðu með handabandi með mikl- um vinalátum og luktu hönd gests- ins í lófum sér með því að leggja vinstri höndina yfir handarbakíð. Síðan var komumönnum klappað á axlirnar með ljúfu brosi og tekið að bera þeim gersemarnar. Áður en varði var búið að hengja gullstjörn- ur um hálsinn á kvenfólkinu og smeygja á það armböndum, alsettum jaðísteinum — mikið, ef var ekki byrjað að festa á það eyrnalokka. Þessu fylgdi auðvitað löng þula um ágæti vamingsins. Verðið var ekki hátt, miðað við það, sem við eigum að venjast og því fylgdi sú staðhæfing sölumanns- ins, að þetta væri sérstakt verð, sem sá einn ætti kost á, er hann hafði tekið upp á sína arma þá stundina. Það mátti líka til sanns vegar færa, að þetta væri sérstakt verð, því að það var tvöfalt eða jaínvel þrefalt hærra en vera bar. Þetta renndi flesta grun í, því að söluhættir Araba eru alkunnir, og nú hófst þref um verðið, ef menn höfðu hug á að FURðUVERK HEIMSINS voru talin sjö að fornu, segja grískar heimild- ir. Og þeirri sömu tölu héldu banda- rískir stjörnufræðingar, sem komu saman til ráðstefnu á síðastliðnu sumri og kjöru þar meðal annars sjö furðuverk algeimsins. Reglurnar, sem valið var eftir, voru þær, að furðuverkið yrði að vera raunveru- legt og sjáanlegt, en ekki hugtak eða náttúrulögmál, eins og t.d. útvíkkun alheimsins. Þá skyldi einskorða sig við það, sem sést frá jörðu, og auk þess skyldi hvert furðuverk fyrir sig vera einstætt, annað hvort hið eina sinnar tegundar eða áhrifamesta dæmi svipaðra fyrirbrigða. Yfirborð mánans var úrskurðað fyrsta furðuverkið. Hann er einstæð- ur að því leyti, að hann er eini hnött- urinn, sem við getum greínilega séð yfirborðið á. Yfirborð annars hnatt- ar, Marz, er aðeins hægt að greina líka, en þó mjög óijóst. Tunglið er í sjálfu sér ekki þýðingarmikill hnött- ur, það er einungis lítill fylgihnött- ur plánetu, en yfirborð þess eða and- lit er einstætt á himninum, eins og hann kemur jarðarbúum fyrir sjónir. En greinarkorni þessu er ekki ætl- að að fjalla um mánann, heldur verð- ur hér sagt örlítið frá næsta furðu- verki, hringum Satúrnusar,- Hnöttur innan i hring er nokkuð algengt stjarnfræðitákn nú á tímum. Það mættí því ætla, að þetta væri nokkuð venjulegt fyrirbrigði, en svo kaupa eítthvað. Gat þá á ýmsu oltið, og var ekki fátítt, að sölumaðurinn byðist jafnvel til þess ;.ð gefa við- skiptamanninum tripinn, sem um var þráttað, svo sem til þess að færa honum heim sanninn um það, hve fráieitt það verð væri, er hann vildi borga. Brátt var boðið upp á svala- drykk eða tyrkneskt kaffi, svo að komumenn færu ekki brott, áður en viðskipti tækjust, og síðan hertur róðurinn við söluna sem mest mátti verða. Við rákumst mörg þetta fyrsta kvöld inn í búð ina á Al-Zahra, kennda við heilagan Kristófer, og hittum þar fyrir tvo pilta, Wiald Bett ar og Walid Bitar, í senn aðgangs- harða og lagna sölumenn, er við sáum síðan daglega og komumst sum hver í nokkurn kunningsskap við að lok- um. Ég verð að segja, að Wiald var nálega ómótstæðilegur í innilegri ástúð sinní og taumlausri ágengni. Eigi einhver ykkar, er lesa þessi orð, eftir að fara ti! Jerúsalem og hitta er reyndar ekki. Ekki er vitað um annan hnött en Satúrnus, sem hef- ur þess konar gjörð um sig miðjan. Hringir Satúrnusar eru einstæðir og K fallegír, bæði séðir í kíki og á mynd, og þeír hafa einatt haft t’jörgaiidi áhrif á ímyndunarafi mar-na. Það mun að líkindum valda þvi. hve virjsælt gjarðarhnattatáknið er, og það er líka meðal þeirra ástæðna, sem komu stjarnfræðingunum banda- rísku til að veija hringa Satúrnusar meðal furðuverkanna sjö. Satúrnus og hringir nans sjást mjög misvel frá jörðu. Um þessar mundir hallast hringirnir um tíu gráður frá sjónarlínu frá jörðu. Það er of lítill halli til að hægt sé að greina hringina vel, nema með góð- um sjóntækjum, en í sæmilegum og stöðugum kíki á þó að vera hægt að sjá, að eitthavð er undarlegt við Satúrnus. Hann er ekki venjuleg, hringlaga stjarna til að sjá, heldur er hann með einhvers konar útskot til beggja hliða. Og þannig sá ííalski stjörnumeístarinn og eðlisfræðingur inn Galileo hann líka árið 1610, en það ár var Satúrnus t sömu afstöðu tii jarðar og hann er á þessu ári. „Ég hef séð, að Satúrnus er þre- faldur . . .“ ritaði Gelileo, er hann var að reyna að skýra þetta furðu- lega útlit plánetunnar. En auglit hennar átti eftir að verða enn furðu- legra í kíki Galileos. Árið 1612 horfði Galíleo þvert á hringina og sá þá þá Bitar og Bettar á Al-Zahra. þá berið þeim kveðju mína. Ég hygg, að svo hafi farið fyrir allmörgum íslendinganna, sem lítt voru vanír sölumennsku Araba, að þeir hafi látið til leiðast að kaupa eitt og annað þetta fyrsta kvöld á helzt til ríflegu verði, og sú mun oftar hafa orðið raunin á, þó að fólk vend- ist smám saman á að gæta sín. Seinna reyndi ég, að þeir Bitar og Bettar voru ekkí einungis harð- skeyttir sölumenn, sem létu sér ekki úr greipum ganga neitt tækifæri til þess að hlunnfara viðskiptavinina í búðinni á Al-Zahra: Þegar kynni höfðu tekizt, reyndust þeír einnig tillitssamir, veitulir og elskuleg- ir gestgjafar. Þetta er líka ef til vill spegilmynd af Jórdananum: Annars vegar þrotlaust og skefjalaust kapp- hlaup við að afla fjár — hins vegar hjartanleg gestrisni, runnin í merg og blóð hjá forfeðrunum úti í eyði- mörkinni — höfðingslund, sem ekki má falla á neinn skuggi. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ UI51

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.