Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 7
bundnum mjólkurflutningum, til Siglufjarðar frá Akureyri og Sauðár króki. Miklir annmarkar voru samt á, að það gæti tekizt. Póstbátsferð ir voru að vísu að komast á um þess ar mundir milli Akureyrar og Siglu fjarðar, svo að mögulegt var að senda mjólk með sama báti. Hitt var örðugra, að flytja mjólk frá Sauðár króki, enda er það verri og hættu legri sjóleíð. Var það þó báðum, Skag firðingum og Siglfirðingum, hið mesta nauðsynjamál, eftir að mjólk ursamlagið var stofnað á Sauðár króki, að sala gæti hafizt til Siglu- fjarðar á mjólk og mjólkurafurðum. Ræddu aðilar þetta fram og aftur og leituðu úrræða, en fundu engin til- tækileg, önnur en þau að reyna að fá Skafta Stefánsson til þess að taka að sér flutningana. Honum treystu menn öðrum fremur, enda var hann allra manna kunnugastur á þessum slóðum og hafði oft áður flutt vörur og fólk milli Skagafjarðarhafnar og Siglufjarðar. Og eftir að hann eign aðist vélbátinn Úlf, sem var 10 lest ir, hafði hann líka tekið að sér flutn ínga til Eyjafjarðarhafna og jafnvel til Ilúsavíkur og Grímseyjar og sótt kol austur í Tjörnesnámu. Það varð nú úr, að hann tók að sér þessa mjólkurflutninga, og hafði þá á hendí á annan áratug. Nokkurn styrk mun hann hafa fengið til ferð anna frá ríkinu vegna póstflutninga. sem hann tók að sér um leið. Bátarnir, sem Skafti notaði til þess ara ferða, voru vélbátar, sem ekki voru til farþegaflutninga ætlaðir né til þess útbúnir. Samt varð það svo, vegna samgönguvandræðanna, að fólk sóttí fast á að fá far með þeim, og horfði stundum tií vandræða. Þegar gott var veður og einsýnt út lit, neyddist Skafti oft til þess að láta undan ákafri ásókn ferðafólks ins, og tók þá stundum „fleiri far- þegar en í rauninni var afsakanlegt,“ segir hann sjálfur. Og enn í dag finnst honum hann kenna uggs, þeg- ar hann hugsar til þess, er hann eitt sinn um hvítasunnuna var að heita mátti neyddur til að taka milli 40— 50 manns frá Hofsósi til Siglufjarð ar. Flest voru það karlmenn á bezta aldri, fyrirvinnur margra heimila í Hofshreppi. Veður var að vísu gott, en alltaf getur eitthvað borið út af og áhættan því ægileg. í ískyggi legu útliti var Skafti ætíð harður i horn að taka og þverneitaði um far, hversu fast sem að honum var lagt, og líkaði þá sumum stórilla. Var nú komið heldur annað hljóð i strokk- inn en áður fyrr, þegar honum var mest láð ofdirfskan. Nú virtust flest- ir trúa því statt og stöðugt, að hjá Skafta yrðu aldrei nein alvarleg slys. Bátarnir, sem hann notaði til flutn- inganna — Stathavet, Þormóður rammi, Mjölnir — voru eiginlega aldrei nefndir með nöfnum. Alltaf Helga Jónsdóttjr og Skafti Stefánsson. var talað um að „fara með Skafta'. eða „koma með Skafta“. Allt væri það í lagi. Þrengslin voru að vísu ekki góð. Veltingurinn mikill og sjó- veikin afleit, en öruggur væri maður. á hverju sem gengi, þar sem Skafti stæði við stýrið, og því var það, er hann kom heim úr einni svaðilför- inni, að kunningi hans kastaði fram þessari vísu: Sankti Pétur. sagt er frá, svörum þannig flíki: Skafta liggur ekkert á inn í himnaríki. Kemur þarna fram á gamansaman hátt, það sem almennt var álitið, að slysin og hætturnar vikju úr vegi íyrir Skafta. Og óneitanlega virðist það hafa haft við rök að styðjast, því að aldrei hefur hann siglt báti í strand, aldrei misst mann og ekki einu sinni orðið nein alvarleg meiðsli, þar sem hann hefur verið við stjórn, hvorki á sjó né landi. Sjálfur telur Skafti, að orðrómurinn um sig hafi löngum verið nokkuð öfgafullur. „Ég hef aldrei verið óvarkár né sérstaklega djarfur," segir hann. „Að minnsta kosti ekki síðan ég kon>;t til fullorðinsára. Ég er þvert á móti einn hinn deigasti, þegar ég er á skipi með fleiri vönum formönnum. Hef oft fremur latt en hvatt og verið sá, sem flestar varúðarráðstafanir hef viljað gera og oft virðast hafa bjarg- að frá tjóni. Er bað ekki sjálfum li «1 I N N - SLiNMll»AUvSBI.At> 1039

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.