Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Page 14
fljótlcga í lið með Bandamönnum. Var stofnuð hersveit Araba, sem all- fræg varð og lét meðal annars að sér kveða í írak og Sýrlandi. Þarf ekki mikil kynni af fólki í Jórdaníu til þess að rekast á menn, sem börðust þar eystra við hlið Breta á ýmsum stöð- um. Til dæmis hitti ég sjálfur rosk- inn manti i Betlehem, sem tók þátt i orrustunum við el-Alamein og bar sýnileg merki þess, að hann hafði komizt í krappan dans. Eftir heimsstyrjöldina varð Trans- jórdanía konungsríki. Emírinn var krýndur konungur veldis Hashemíta. Eftir sem áður var hann þó mjög háður Bretum og hallur undir þá. Löngu áður en hér var komið sögu, hqfðu mikil tíðindi gerzt í Palestínu. f lok heimsstyrialdarinnar fyrri höfðu búið þar um fimmtíu þúsund manns af Júðakyni, og á næstu árum magnaðist mjög sú hugmynd meðal Gyðinga að leggja landið undir sig — endúrheimta ísrael. Tóku Gyðing ar að flytjast þangað frá ýmsum lönd um, styrktir af auðugum þjóðbræðr- um sínum. Þessi hreyfing færðist í aukana, þegar Hitler náði völdum í Þýzkalandi og Gyðingaofsóknir naz- ista komust í algleyming, studd vax- andi samúð margra með þessum langhrjáða, föðurlandslausa þjóð- flokki. Meðal Araba var þessi hreyfing ekki þokkasæl, enda hlutu Gyðingar að svipta þá þeim löndum, er þeir lögðu undir sig þar eystra. Sem von- legt var fannst þeim réttur Gyðinga til búsetu og forræðis í Palestínu næsta lítill, enda þótt þar hefði ver ið heimkynni forfeðra þeirra fyrir tvö þúsund árum. Við íslendingar myndum tæplega þoka orðalaust, ef írar gerðu kröfu til íslands á þeirri forsendu, að hér hefðu Papar verið fyrir daga norrænna manna. Þetta dæmi er þó ef til vill ekki alveg hliðstætt, þar eð^ írar eiga þó land og vist Papa á íslandi verður ekki sannanlega til búsetu talin. En við- horf Araba til landakröfu Gyðinga er að engu frábrugðið því, er hér myndi upp á teningnum, ef reka ætti okkur burt af hólmanum okkar eða stórum hluta hans. Árið 1936 stóð Aröbum orðið svo mikil ógn af innflutningi Gyðinga til Palestínu, að þeir freistuðu þess að gera allsherjarverkfall. En þeir voru fátækir og lítt þjálfaðir í slíkum til- tektum, og verkfall þeirra bar ekki árangur. Næsta ár reyndu Englend- ingar að miðla málum með þeirri uppástungu, að Gyðingar fengju Galileu og sléttlendið meðfram ströndinni til frambúðar, sjálfir ætl- uðu þeir að halda Jerúsalem og Betlehem og landinu þar í kring, ásamt spildu allt til sjávar, en aðrir landshlutar skyldu sameinast Trans- jórdaníu. Arabar risu öndverðir gegn þessari lausn, sem að öllu ieyti var á þeirra kostnað, og árið 1938 kom fyrst til vopnaviðskipta milli þeirra og Gyðinga. Þá tóku Englend- ingar að hamla gegn innflutn- ingi Gyðinga og landakaupum, en reyndist það örðugt. Nú hófst heimsstyrjöldin, og Pale- stínumálin voru lögð á hilluna um sinn. En þau voru ekki úr sögunni. Árið 1946 samþykkti þing sameinuðu þjóðanna, að landinu skyldi skipt milli Gyðinga og Araba. Aröbum fannst á sér níðst. Bæði höfðu Eng lendingar heitið þeim frelsi og for- ræði landa sinna í fyllingu tímans í heimsstyrjöldinni fyrri og siðar lýst yfir því, að þjóðarheimili Gyð- inga í Palestínu skyldi ekki stofn- að nema samkomulag tækist. En nú fluttu Englendingar hersveitir sín ar brott frá Palestínu, þreyttir og leiðir á þjarkinu og Gyðingar lýstu yfir stofnun Ísraelsríkis 15. maí 1948. Jafnskjótt og þetta gerðist hófust bar dagar milli Gyðínga og hersveita frá Arabaríkjunum, og þótt vopnahló væri gert fáar vikur, varð engum sættum á komið. Svíinn Folke Bernadotte, sem send ur var á vettvang til þess að miðla málum, féll í Jerúsalem fyrir hendi launmorðingja úr ofstækisfullum Gyðingasamtökum, og bardagar blossuðu upp á ný. Gyðingum barst gnægð fjár og vopna frá Bandaríkj- um, og Arabar fengu ekki rönd við reist. Og nú flúði nálega allt fólk af arabisku kyni undan Gyðingum ausb- ur á bóginn. Loks var gert vopna- hlé árið 1949, og héldu þá Gyð- ingar mun stærra landsvæði en þeim hafði verið ákvarðað. Stórmúftinn í Jerúsalem, Haj Am- ín el-Hússini, hafði haft þá fyrirætl- un á prjónunum að mynda nýtt ríki Araba | Palestínu. En nú kom á daginn, að Abdúllah Transjórdaníu- konungs var slyngur í hinu pólitíska tafli. Hann sá sér leik á borði að sameina þann hluta Pálestínu, sem var á valdi Araba, eyðimerkurríki sínu, og þó að leiðtogar annarra Arabalanda litu slíka sameiningu óhýru auga, varð hann stórmúftan- um drýgri. Sameiningin náði fram að ganga. Þannig varð Jórdanía til. En Jórdanir fengu ekki aðeins landauka. Þeir fengu líka mörg hundruð þúsund slyppra flóttamanna, sem hvergi áttu sér vísan næturstað og ekkert höfðu til að lifa við -— rótslitið fólk, biturt og von- svikið. í höfuðborginni einni fjölg- aði um hundrað þúsund manns þessi misseri og viðlíka mikið í Jerikó. Umhverfis borgir landsins og þorp úði hvarvetna og grúði af svöngu, sjúku og raunamæddu flóttafólki, sem bjóst um í grjótbyrgjum og göml um rústum og beið þess, sem verða vildi. Þar á ofan voru borgir og byggðir næst landamærunum skadd- aðsr eftir bardagana og samgöngur Þannig skín sói i Heiði alla daga í Jórdaníu — marga mánuði samfleytt. Grjót- tegundlr eru víðast Ijósleitar, og birtan er mjög sterk. Hér eru nokkrir ís- fendinganna að spóka sig í þessari björtu veröld: Gísli vélstjóri úr Eyjum er yzt til vinstri og snýr baki að Ijósmyndaranum, Haraidur frá ísafirði styður höndum á mjaðmir, og á miðrl myndinni eru Guðmundur í Víðl og Ólafia. kona hans, Ragnhildur Sigfúsdóttir og Ásta Jónsdóttir úr Hafnarflrði. Til hægri er leiðsögumaðurinn Múhammeð, með Ijósan hatt, á tali við Adólf Karlsson og Guðna Þórðarson, en Hulda Sveinsson, Guðmundur Guðjónsson og Tryggvi Ás- mundsson, yztur til hægri, horfa á. Ljósmynd: Svelnn J. Sveinsson. 1046 T í IVS I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.