Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 6
fjarðar og Skagafjarðarhafna á litl um og lélegum bátum býsna örðug- ar og hættulegar. En um aðra far- kosti var lengi vel ekki að ræða, og akvegur yfir Siglufjarðarskarð kom ekki fyrr en 1946. Eitt sumarið — líklega 1921 — var Nafarfjölskyldan ekki búín til heim ferðar frá Siglufirði fyrr en nokkuð seint. Þau lögðu af rtað eitthvað um níuleytið um morguninn. Mæðgurn ar höfðu haft í mörgu að snúast áð ur og gengu því til hvíldar niðri í hásetaklefa um leið og haldið var af stað. Veður var sæmilega gott um morguninn en strax þegar komið var út úr fjarðarmynnínu, fór talsvert að hvessa, og vestur undir Haganesvík, mátti heita, að kominn væri stormur. Leizt Skafta þá svo illa á veðrið, að hann taldi þann kostinn vænstan að snúa aftur til Siglufjarðar. En það skipti engum togum, að móðir hans er kominn upp á þllfar til hans og spyr dálítið hvatskeytlega, hvers vegna sé snúið við. Hann segir sem var, að sér finnist varla gerlegt að halda áfram vegna stormsins. „Neyðarúrræði lízt mér það vera“, segir hún. „Það er komið undir göng ur. Við eigum allan svörðinn okkar úti, og svo þarf að sinna kindunum, slátra og útbúa haustmat, en óvíst að betur gefi í bráð. Ég eggja þig J)ó ekki á að halda áfram, ef þú ótt ast, að um lífshættu sé að ræða“.- „Ekki er ég nú beinlínis hræddur um það," segir Skafti. „En eins og áttin er nú og stormurinn, tel ég ólendandi í Hofsósi, hvað þá heldur, ef meira hvessti. Og þó sennílega væri unnt að lenda í Naustavíkinni, (hún er skammt fyrir utan Hofsós) höfum við varla mannafla til þess að bera rúmið — það er svo þungt." „Allt læt ég það nú vera,“ segir Dýrleif. „Við Guðveig getum hæg lega hjálpað til við burðinn, og dugi það ekki, ætti að vera hægt að ná í hjálp frá Hofsósi. En svo sýnist mér nú sem veðrið muni heldur ’ægja aftur fram yfir hádegið, hvað em svo verður. Eg mundi því ráð- eggja, að ferðinni vrði haldið áfram heimleiðis." Meira var ekki um þetta rætt, en bátnum snúið við að nýju. Og allt fór eins og Dýrleif sagði. Dálítið dró úr hvassviðrinu. Lendingin í Nausta víkinni gekk að óskum, og hjálpar laust komust þau heilu og höldnu' heim með sjúklinginn. En um kvöld ið stórversnaði veðrið og hélzt rosa- veður næstu daga, svo að heppin þóttust þau að hafa sloppið heim í íðustu forvöð. — Þessa sögu sagði kafti mér sjálfur, en mér fannst g þekkja þau mæðginin betur á eft r. Þótt allt blessaðist vel i þetta sinn, fylgdu flutningunum fram og til baka haust og vor svo margvísleg óþæg indi, að afráðið var um veturínn að flytjast alfarið til Siglufjarðar næsta vor. V. Sumarið 1919 hóf Skafti síldar söltun, enda var hann þá búinn að kaupa hluta af hinní svo kölluðu Roaldsstöð, er nefnd var eftir Sever in Roald, einum þeirra Norðmanna, sem um árabil höfðu bækistöð í Siglufirði, byggðu sér þar söltunar- stöð og söltuðu síld, en komu fæstir aftur, eftir að styrjöMinni lauk. Þetta sumar, 191& fefur oft ver- ið kallað „hrunsumaarið mikla.“ Eft- ir styrjöldina var víða matarskortur í heiminum og eftirspurn á matar markaðinum mikil. Síldarverðið hækkaði jafnt og þétt. Samtök voru þá engin um síldarsölu, en hver ein staklingur annaðist sölu á síld sínni sjálfur. Margir treystu áframhald andi verðhækkun og vildu því Iengi vel ekki selja. Kaupendur buðu 80 og allt upp í 90 aura fyrir kílóið, sem var óheyrt verð áður, en þá kröfðust seljendur þess að fá eina krónu. Fastlega vonuðu þeir, að gengið yrði að því, en svo fór ekki. Samningaumleitanir stöðvuðust um hríð, en blaðinu síðan alveg snúið við. Seljendur fóru að leita á, en kaupendur hörfuðu til baka. Síldar verðið hraðféll, og síldin mátti að síðustu teljast óseljanleg. Síldín hafði þetta sumar haldið sig mikið á vesturmíðunum og talsvert verið saltað á ísafirði. Þetta varð því alvarlegt áfall fyrir bæði bæjar félögin, Siglufjörð og ísafjörð, og flesta síldarsaltendur. Fáeinir höfðu þó gripið tækifærið, þegar kauptil- boðín voru hagstæðust, og selt síld sína. Skafti var einn þeirra, og hagn aður hans var svo mikill, að það varð honum hinn bezti stuðningur, bæði til greiðslu á söltunarstöðinni og endurbóta á henni. Stöð sína nefndi Skafti Nöf. Þar hefur hann nú saltað síld í 45 sumur. Fyrstu árin var stöð hans lítil og ekki saltað þar mikið meira en það, sem þeir bræður öfluðu sjálfir á bát um sínum. Útgerðina ráku þeir í félagi til ársins 1925, en skildu þá, og var Skafti að mestu einn um útgerð sína úr því, en hefur þó stundum átt hlut í bát með öðrum. Nú er Nöf ein af stærstu söltunar stöðum í Siglufírði og mörg síðari árin sú söltunarhæsta, enda hefur Skafti síðan 1950 haft söltunarfélag með Einari Guðfinnssyni, útgerðar manni í Bolungarvík. Hefur sam vinna þeirra jafnan verið hin ágæt asta og þeir „sérstaklega heppnir með viðskiptamenn og starfsfólk", segir Skafti. Á Nöf hafa oft unnið um 100 manns. Persónulega þekki ég vel ýmsa þá, sem unnið hafa í ára tugi „hjá Skafta" og varla gætu til þess hugsað að skipta um húsbónda né vinnustað. Þótt síldarsöltun Skafta ykist með árunum, hélt hann áfram að vera formaður á bátum og hætti reyndar ekki alveg sjómennsku, fyrr en hann var kominn um sextugt. Síðasta ára- tuginn hafa störfin í landi verið svo umfangsmikil, að hann hefur að mestu hætt bátaútgerð, enda ekki ósennilegt, að eitthvað sé farið að draga úr vinnuþreki hans. Áður en Skafti Stefánsson flutti til Siglufjarðar var bátaútvegur þar af litlu kappi stundaður og með býsna gamaldags sniði. Engu tali þótti þá taka, að róið væri til fiskjar að vetrinum. Frá októberbyrjun og fram að vorvertíð var aldrei unnt að fá nýjan fisk í soðið, nema ef til vill ufsa, sem stundum kom í torf um inn af bryggjunum — og svo rauðmaga og kola, þegar þeir fóru að veiðast í net undir vorið. Skafti skeytti engu gömlum venjum og reri jafnt vetur sem sumar, þegar veður leyfði. Þetta vaktí í fyrstu tals verða hneykslun hjá mörgum. Þeir rifjuðu upp gamlar sögur, sem þeir höfðu heyrt af fífldirfsku hans og sögðu, að þarna sæist bezt, hvort of sögum hefði verið af honum sagt. Merkilegt mætti heita, ef hann dræpi ekki bæði sjálfan sig og háseta sína áður en langt um liði. En þó fóru ýmsir fljótlega að feta í fótspor hans, og nýr fiskur að vetrarlagi var ekki lengur sjaldséð vara. Vinnubrögð breyttust líka og urðu hagkvæmari. Umhirða og nýting veiðarfæra batn aði, og aukinn vinnuhraði varð bein línis umtalsefni í bænum. VI. Mjólkurleysið var eitt af mestu vandamálum Siglfirðinga á þeim ár um, þegar fólksfjölgunin var örust. Bændabýlin í firðum voru fá og smá, en nú fóru sum í eyði, og búskapur dróst saman á öðrum, því að betur þótti borga sig að stunda síldar vinnu en búskap. Og fyrir kaupstað- arbúa sjálfa varð æ óþægilegra að hafa kýr, eftir því sem húsum fjölg > aði og umferð jókst. Snemma á þriðja áratugi aldar- innar settist ungur læknir frá Akur- eyri að í Siglufirði. Honum leizt heilsufari ungbarna í bænum ábóta- vant og taldi mjólkurleysið vera eina aðalorsökina. Með miklu harðfylgi og dugnaði beitti hann sér fyrir því, að bærinn keypti tvær stærstu jarð irnar frammi í firðinum — Hól og Saurbæ — sameinaði þær og kæmi þar upp kúabúi. Var þar með bætt úr allra brýnustu nauðsyninni og það tryggt, að ungbörn og sjúklingar gætu fengið mjólk að staðaldri. En mikið vantaði þó á, að mjólkurþörf •inni væri fullnægt og auðsætt, að það yrði ekki gert öðruvisi en með reglu 1038 I M I N M — SIINMJDAGSIU.AÍ)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.