Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 11
í Skagafirði, síra Árni Sigurðsson, nú á Norðfirði. Síra Arnór Árnason lézt 1938, hafði þá dvalizt á Fossi á Skaga I þrjú ár, en vorið 1935 hvarf hann úr embætti liðlega 75 ára. Hafði þá verið prestur í alls 45 ár, setið bak við Stólinn í 28 ár. Nú brá svo við, að enginn prestur fékkst í Hvammsprestakall í Laxár- dal. Síra Helgi Koráðsson á Sauð- árkróki þjónaði brauðinu í aukaþjón ustu næstu 9 árin. Að sönnu var síra Jens Benediktssyni blaðamanni veitt kallið árið 1942, en hann settist þar aldrei að og var leystur frá embætt- inu eftir rúma tvo mánuði.----- Vorið 194'5 var sóknarpresturinn á Stað f Aðalvík að verða einn eftir þar vestra, byggð nær eydd að fólkí, en þeim fáu, sem eftir tórðu tryggð þjónusta klerkkappans á Stað í Grunnavík, síra Jónmundar Hall- dórssonar. Hjá honum var og farið að fækka. í júní 1946 fékk svo sein- asti Aðalvíkurpresturinn veitingu fyrir Hvammi í Laxárdal. Þar er hann enn og unir hag sínum vel. Þetta er síra Finnbogi Kristjánsson, fæddur 10. júlí 1908, ættaður af Landi. Og nú þegar við höfum rlfjað upp nokkra drætti úr sögu Hvamms og umhverfis, skulum við ganga tíl stofu. Þar á prestsetrinu bak við Stólinn er nóg húsrými, síra Finnbogi er ein setumaður. En honum veitir ekki af veggplássínu. Hann á þau ókjör af bókum í þremur stofum eru miklir bókaskápar, og í vesturherberginu hefur hann nú komið fyrir stórum skáp og fyllt af bókum. Síra Finn- bogi helgar líf sitt þessum bókum. Hann þekkir þær og skilur, hvort sem það eru hin aðskiljan- legu vísindarit, skáldverk eða ferða- lýsingar og hvort sem það eru ís- lenzkar bækur, enskar, þýzkar. Hann hefur ekkert bú á jörðinni og ekkert fólk. Tíminn er því drjúgur til lestrar. En af því að hann er oddviti sveitarfélagsins, heyjar hann alltaf nokkuð til að eiga og miðla, ef harðnaði í ári. Það þarf ekki langa dvöl á hinu afskekkta prestsetri bak við Stólinn til að skilja, að þar situr einhver fjölmenntaðasti og víðfróð- asti prestur á landinu. Hann hefur ekki lagt guðfræðina á hilluna að há- skólanámi loknu. Hann þarf ekki að spyrja, hvaða bækur séu nú notað- ar í guðfræðideildinni. Hann á þess- ar bækur flestar og hefur lesið, veg- ið og metið, þótt 28 ár séu liðin frá því hann tók kandidatspróf. Og lest- urinn einn nægir ekki í Hvamrni. Hugsunin heldur áfram um allar þess ar lærðu lendur og færir þær út, finnur nýja ræktunarmöguleika. Þannig hefur sú niðurstaða fengizt bak við Tindastól —út fyrir ísraels- sögu Brights ameríska —, að glæsí- legar gáfur Davíðs konungs séu því mest að þakka, að móðir hans hafi verið Edómíti. Síra Finnboga þykir ekki mikið til um siðfræði Danans Söes, og hann rís upp í vandlæti gegn ýmsum skoðunum Barrets á vitnisburði Jóhannesar. Og þegar minnzt hefur verið á Pál, kemur ein- hver glampi í augun og presturinn segir: „Tilveruna greinum vér eigi aðeins í brotum s'kynheims vors, held- ur og að meira eða minna leyti í heild í rökvísri hugsun vorri, tilfinn ingum, trúarlífi og siðgæðislífi. Guð er einstaklingurinn æðsti og mesti og stórveldið æðsta og mesta, sem inni Framhald á 1053. siðu. Prestsetrlð í Hvamml er illa búlð útihúsum, enda er þar ertginn peningur. íbúð- arhúsið var byggt snemma á þessari öld — stórt, járnklaett timburhús. Hér stendur prestur á hlaðinu, ásamt gestum sínum, séra Sigurði Stefánssyni vígslu- biskupi og prestsfjölskyldunni á Sauðárkróki. Kirkjan i Hvammi er nokkru of- ar og norðar en bæjarhúsin. — Ljósmynd: Ágúst Sigurðsson. T ! M I N N — SUNNUDAGSBLA* 1043

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.