Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 16
Fornfálegar byggingar, sem staSið hafa af sér margar aldir. Svartkiædd hús- móðir stendur aS háifu bak við hurS og horfir á gestina. L|ósm.: GuSni Þórðars. og borið lof á hugrekki hans, sem til dæmis kom fram, er hann var hætt- ast staddur árið 1957. En tæpast mun landsmönnum geðfellt, að hann lét arabíska prinsessu fara frá sér og gekk að eiga enska stúlku, er nú kallast Muna el-Hússein. Eigi að síður beitti hann sér um skeið allfast gegn ítökum Englendinga í Jórdaníu, þó að síðar hneigðist hann é ný á sveif með þeim. Hússein konungur á áreiðanlega skæðan keppinaut um hylli manna, þar sem er Nasser Egyptalandsfor- seti. Djarfmannlegar athafnir hans hafa vakið aðdáun í Arabalöndunum, og draumur sá að reisa nýtt þjóð- félag á rústum liðins tíma á mikinn hljómgrunn. Mér virðist hver einasti Arabi, sem á annað borð vék að þessum málum, renna vonarauga til hans. Þess er bersýnilega vænzt af honum, að hann hefji hinn arabíska kynstaf til vegs, virðingar og far- sældar. Oftar en einu sinni heyrði ég sagt eitthvað á þessa leið: VerkamaSur í byggingarvinnu stySur við steina, sem á aS hefja upp í sæti sitt f veggnum. Laun hans fyrir injög langan vinnudag eru svipuð og hér er borg- að fyrir elna klukkustund. Ljósmynd: Guðni Þórðarson. Við Arabar erum fúsir til fylgdar Við spámenn. Spámenn Múhammeðs- trúarmanna eru tuttugu og fimm — Nasser hinn tuttugasti og sjötti. Hinar síðustu vikur hefur Hússeín tekið að vingast heldur við Nasser, og er það vafalaust hyggilega gert. Vestur-Evrópuþjóðir virðast ekki njóta mikils trausts meðal almenn- ings þarna austur frá, og munu Frakkar og Englendingar þurfa all- mikils við til þess að bæta fyrir þau mannorðsspell, er þeir bökuðu sér með árásinni á Egyptaland — ofan á sitthvað, sem á undan var gengið. Kennedy nýtur aftur á móti góðs eftirmælis, en Johnson er meira grun aður um græsku. Krúseff margheyrði ég þakkað fullum fetum, að Englend- ingar og Frakkar heyktust á Súez- stríðinu, og held ég efalaust, að hann hafi átt mestum vinsældum að fagna, næst Nasser, af stjórnmálamönnum heimsins. VII. Nú kann margur að ætla, að Jórd- anía sé kyrrstöðuland, stjómað í dróma gamalla hugmynda. Því fer fjarri. Þar býr þjóð, sem er að vakna, og hún hefur þegar unnið þrekvirki, mitt í fátækt sinni, nálega með tvær hendur tómar. Það vekur undir eins athygli gests- ins á leiðinni frá flugvellinum við Jerúnalem inn í borgina, hve gífur- lega mikið þar er af nýjum húsum. Heil hverfi eru í smíðum, bæði utan við borgina og inni í henni. Öll voru þessi hús, sém mörg eru mjög fal- leg að ytri gerð, byggð á sama hátt: Hlaðin úr Ijósgulum, handhbggnum steini. Ekki er fyrr ljóst af degi en menn eru komnir til starfa við stein- höggið. Þeir sitja í röðum með mjóa meitla sína og hamra, og högg ríður af höggi, unz steininnn hefur fengið rétta lögun. Þannig sitja þúsundir manna daglangt með hönd á hamri og meitli. Við norður hér kunnum að hugsa okkur Araba heldur værukæra og verkasmáa. Þetta er rétt aö því leyti, að tækni er á lágu stigi meðal þeirra, verkfærin léleg og vinnubrögðin kannski fálmkennd stundum, svo að afköst verða ekki mikil. En iðjusemi fólksins í Jórdaníu er mikil og vinnu dagurinn mjög langur. Það er unnið linnulaust nálega alla daga ársins, hvíldardagar og leyfi óþekkt fyrír- brigði. Og daglegur vinnutími þorra fólks er sextán eða jafnvel seytján klukkustundir. En það, sem fólk ber úr býtum, er í litlu samræmi við hið mikla erfiði og langa ’finnudag. Daglaun verkamanna, bílstjóra og annarra, sem ekki geta sérlærðir kall- azt, jafngildir í kringum fimmtíu eða í hæsta lagi sextíu krónum ís- lenzkum. Þetta nægir til þess, að fólk gétur framfleytt sér, því að verð- t 1048 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ %

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.