Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 17
VIS borgarmúrana í Jerúsalem, sem eru frá 16. öld, þegar Tyrkir réðu borg- inni. ÞaS er íslenzkt fólk og franskt, sem stendur uppi á múrnum. Maðurinn i hvítu skyrtunni er sjúkrasamiagsgjaldkerinn á ísafirði, Haraldur Jónasson Yzt til vinstri er Gísli skipstjóri úr Vestmannaeyjum og naestar honum María Guð- mundsdóttir og Þóra Ásmundsdóttir. Ljósmynd: Sveinn J. Sveinsson. lag er vitaíkuld lágt. En hinar miklu byggingarframkvæmdir valda því, að hörgull er á smiðum. Þeir eru því miklu kauphærri en aðrir erfiðis- menn: Mér skildist, að þeir ynnu með einhverjum hætti ákvæðisvinnu og bæru úr býtum allt að tvö hundr- uð og fjörutíu krónur á dag. Þeir eru með öðrum orðum hátekjumenn Þó að hinar miklu byggingarfram- kvæmdir, sem einkenná borgir lands ins að minnsta kostí, krefjist mikils vinnuafls, er margt fólk aflögu. Og það er fólkið, sem skilar Jórdaníu mestum tekjum og gerir kleift að byggja ÖIl þessi nýju hús. Jórdaníu menn komast svo að orði sjálfir, að þær tekjulindir þjóðarinnar, sem langmestu máli skipti, séu tvær Annað er fjárafli ungra manna, er fara úr landi og vinna erlendis um langan tíma eða skamman fyrir miklu hærra kaup en þeir eiga að venjast heima — hinn er gróðinn af ferðamönnunum, sem flykkjast til landsins. Hans nýtur enginn staður til jafns við Jerúsalem. Þar eru gistihús mörg, ferðamannaverzlanir á hverju strái, og fjöldi manna vinnur árlangt við að smíða ýmis konar gripi, er oft mega til listiðnaðar telj- ast og fe-'amenn fíkjast eftir. En slíkt er ( i einungis selt í búðum. Hvarvetna þar, sem ferðafólks er von, eru varningsmenn með marghátt aða muni á götum úti, svo að varla verður fótmál stigið, án þess að þeir leiti eftir viðskiptum. Yfirleitt gegn- ir furðu, hvílikur aragrúi fólks fæst við kaupskap í einhverri mynd. Þeir, sem mikið hafa umleikis, bera án efa mikið úr býtum á jórdanskan mælikvarða, en hinir eru líka vafa- laust margir, er verða að láta sér nægja lítið, líkt og verkamennirnir. Svo er að minnsta kosti áreiðanlega um þá, er standa á strætunum með ýmis konar hégóma. Þeir, sem úr landi fara i vinnu leit, eru aðallega ungir menn. Þeir streyma í stórhópum tíl Kúwait, Brazilíu, Þýzkalands og margra ann arra landa. Ég talaði meira að segja við menn, sem höfðu verið í Dan mörku og Noregi. Vafalaust verða þeir að sætta sig við þá vinnu í þessum löndum, er lakast er borg- uð og heimamenn vilja sízt sinna. en eigi að síður er þelm nýlunda, hversu mikla fjármuni þeir hreppa. Sjálfsagt fer eitthvað af þessu í súginn eins og gengur, en þó minna en ætla mætti. Það stafar af því, að dyggur Múhammeðstrúarmaður neyt ir ekki áfengis, að minnsta kosti ekki nema mjög í hófi. Drukkinn Arabi er sjaldséður. Peninga þá, sem af lögu verða, senda þessir menn ým- ist heim til ættingja sinna eða snúa sjálfir heim að nokkrum tíma liðn um með talsvert fé. Það kemur sér vel, því að fjársöfnun er forsenda þess, að þeir geti hreppt sæmilegi kvonfang. En þessir menn, sem fara til ann arra landa til þess að afla sér fjár, koma með fleira heim en peninga. Þeir koma líka með nýjar hugmynd- ir og nýjan hugsunarhátt. Þeir kynn ast háþróuðum þjóðfélögum með blómlegt atvinnulíf, vestrænum hug- myndum um mannréttindi og mann- helgi, alþýðumenntun og samtökum verkamanna og vinnustétta og síð- ast en ekki sízt frjálsu samlífi karla og kvenna. Og þess gætir, að þeir fyllast óþoli og jafnvel beiskju, er þeir setjast á ný um kyrrt í heima- iandinu. Þeir taka að una illa ýms- um gömlum venjum, sem þeir höfðu áður sætt sig við. Þess varð greíni- lega vart, að þessum ungu mönnum gramdist til dæmis mjög, hvernig eldra fólkið drottnaði að arabískri venju yfir börnum sínum og yngri skyldmennum. En sárast sveið-þeim kannski, hvaða hindranir voru í vegi, ef þeir vildu, leita kynna við stúlk- ur á sínum aldri. I Jórdaníu eru fáir sKemmtistaðir. Venjuleg stúlka lætur sér þó ekki til hugar koma að fara ein eða í fylgd með öðrum konum á þessa staði. Það eru því karlmenn einir, Þorp í hlíð'um Olíufjallsins, rétt utan við austurmúra Jórsalaborgar. LangP húsanna eru nýleg. Ljósmynd: Sveinn J. Sve:- T 1 M I N N — SUNNUDAUSBLAt) 1049

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.