Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 5
í Málmey á Skagafirði. Hvorki áttu guli né gersemar, aðeins eina : og nokkrar ær. En Stefán var hinn mesti sjógarpur og konan vinnu VÍkingur. Búskapur þeirra blómgað- ist ágætlega, og á þriðja búskapar- árinu voru kindumar orðnar 140. En þá barst bráðapestin út í Málmey, og á skömmum tíma féll fjárstofn þeirra svo, að eftir voru aðeins 45 ldndur. Hugðu þau þá á ráðabreytni og fluttust að Litlubrekku á Höfða- strönd með son sinn, Skafta, á þriðja 6ri. Fyrsta árið gekk allt vel, en eftir það kom hvert áfallið öðru þyngra. Annað árið í Litlubrekku lá húsbóndinn allt sumarið í taugaveiki. Þriðja sumarið fékk hann hálsmein svo illkynjað, að honum var lengi ekki hugað líf. Má nærri geta, hvílíkt feiknaerfiði hefur þá hvílt á ungu konunni, sem bæði varð að vinna úti og inni og hafði oft lítinn svefn, þar sem hún hafði bæði sjúkling og ungbarn að annast, því að þá var fætt annað bam þeirra hjóna, Pétur. En nú leið aðeins skammur tími þangað til þyngsta áfallið kom. — Þau hjónin voru að búa sig af stað til jarðarfarar. Stefán hafði ætlað eitthvað út á undan, en þegar Dýr- leif kom niður baðstofustigann rétt á eftir, sá hún hann liggja endilang- an í göngunum. Fyrst datt henni ekki annað í hug en að hann væri dáinn, en eftir nokkra stund sá hún þó lífsmark með honum. Með ein- hverjum óskiljanlegum hætti fengu þær Dýrleif og vinnukona hennar bisað honum upp í baðstofuna og í rúmið. Með aðstoð frá næsta bæ var læknir sóttur til Hofsóss. Hann kvað Stefán hafa fengíð slag, en ekki gat hann vakið hann. Lá hann lengi með- vitundarlaus, en raknaði þó við um síðir. Þrótturinn kom smám saman aftur, en þó aldrei að fullu. Ekki hlífði Stefán' sér samt við vinnu, eft- ir að hann fór að geta nokkuð. Alls voru þau hjónin 5 ár í Litlu- brekku. Það hafði veríð þrotlítil bar- átta við veikindi og heilsu Stefáns nú svo komið að hann taldi sig frem- ur geta sinnt sjónum en búskap, enda var bústofninn orðinn lítill. Tóku þau því það ráð að flytjast aftur út í Málmey. í Málmey bjó þá Friðrik Stefánsson alþingismaður, en þau Dýrleif og Stefán fengu þar lít- inn bæ til íbúðar. Hófst Dýrleif þeg- ar í stað handa um túnrækt, en Stefán varð formaður á sexæringi, sem Friðrik átti. Gat hann haft stjórn og róið, en óhægt átti hann með afi skera beitu. Varð Skafti að vera honum að nokkru leyti hægri hönd. Má því segja, að hann hafi byrjað sjómannsferil sinn átta ára gamall og tók þó mikið út af sjó- veiki, svo árum skipti. í Málmey dvaldist fjölskyldan að þessu sinni í 5 ár. Þar bættust tvö börn í hópinn: Indriði og Guðveig. Um svipað leyti og Guðveig fæddist fékk faðir hennar slag að nýju og varð ekki vinnufær eftir það, þótt hann um hríð hefði nokkra fóta- vist með stuðningi og hjálp og lifði enn í 46 ár, en mikinn meirihluta þess tíma gersamlega ósjálfbjarga. Nú var svo komið fyrir fjölskyld- unní, að ekkert virtist framundan annað en sveitin. Og sulturinn var tekinn að sverfa allfast að. Skammt frá Hofsósi var lítið hreysi, sem kall- að er Nöf. Þar hafði verið búið og gerður dálítill túnkragi í kring, en var nú í mestu niðursíðslu og órækt. Þangað varð að ráði, að Dýrleif flytt- ist með börn sín og hinn sjúka mann sinn. Mikið orð hafði verið gert á dugnaði Dýrleifar að þessu, en nú kom hún þó öllum á óvart. Það var sem orka hennar margfaldaðist. Með sjálfri sér mun hún hafa strengt þess heit að berjast fyrir lífi sínu og fjöl- skyldu sinnar, ein og óstudd af öll- um vandalausum. Bróðir hennar hafði boðizt til þess að taka Skafta til fósturs. Það kom auðvitað ekki til mála. Hann varð að standa við hlið móður sinnar og hjálpa henni. Hann var elztur og stoð hennar og styrkur. Fráleitt hafa mörg orð far- ið á milli þeirra mæðginanna, en með gagnkvæmum rkilningi og ótak- mörkuðu trausti hefur bandalag þeirra verið innsiglað í þögninni. Og nú hófst samtaka, hvíldarlaust erfiði. Fyrst var að reyna að koma túninu í rækt, svo að unnt væri að fóðra kú. Þrír hestar voru fengnir að láni til þess að flytja áburð frá Hofsósi. Hratt var faríð, margir voru hest- burðimir daginn þann og fegnir urðu drengirnir hvíldinni um kvöldið. Hestlánin greiddi húsfreyjan aftur með vinnu sinní. Prammi var einnig fenginn að láni gegn hlut. Á houm hóf Skafti formennsku sína 13 ára gamall með Pétur, bróður sinn, 9 ára gamlan, sem háseta. Farkostur- inn var ekki góður, en aflinn von- um framar. Fljótlega tókst Dýrleifu að festa kaup á litlum, þægilegum báti. Fékk hún hann fyrir eítt ærverð eða 13 krónur. Á þessum litla báti var sjór- inn sóttur af kappi. Faðirinn gaf unga formanninum mörg góð ráð viðvíkjandi sjómennskunni, en móð- irin gáði til veðurs og ákvað að mestu, hvenær róið skyldi. Fyrir kom, að hún reri sjálf með sonum sínum. „Veðurspár hennar brugðust aldrei“, segir Skafti, „og yfirhöfuð var það svo, að það var eins og hún fyndi á sér, hvað verða vildi“. Þótt bátur væri fenginn, voru veið- arfæri af skornum skammti og klæðn aði drengjanna ábótavant. Þeír höfðu hvorki sjóstígvél né skinnsokka og engar hlífðarsvuntur, svo að jafnan voru þeir rennblautir, hvað lítið sem á bátinn gaf. Orð fór uú að ganga af aflasæld Skafta og þó einkum af fífldirfsku hans við sjósóknina. Hlaut hann stundum þungar átölur nágranna sinna fyrir það, hve glannalega hann færi og móðir hans enn þyng a ámæli vegna þess, hve fast hún eggj- aði drengi sína og stefndi þeim með því í beina hættu. Olli þetta nokkr- um sárindum og beiskju. ,.En allt kom það af því, að fólkið skildi ekki móður mína,“ sagði Skafti, ,,og sízt af öllu gat það skilið bað, sem við fund um svo greinilega, að yfir okkur var vakað. Hurð skall að vísu stundum nærri hælum, en alltaf urðum við samt á undan hættunni." Ekki var ósleitiiegar gengið að vinnunni í landi. Skepnuinar þurfti að hirða — því að oftast hefði fjöl- skyldan eina kú og nokkrar kindur — unnið var í fatnað, staoið í fisk- þvotti -sólarhringinn út, þegar færi gafst. Tvö börn bættust enn í hóp inn, eftir að fjölskyldan kom að Nöf, annað andvana fætt. Kunnugur mað- ur lét svo ummælt við mig, að varla væri gerandi að segja nútímafólki frá afkastagetu Nafarhúsfreyjunnar og eldri barna hennar, ’iörku beirra og þoli, því að enginn myndi öðru trúa en það væru skröksögur einar Öll urðu börnin samt mannvænleg, þrátt fyrir næsta aum húsakynni, fábreytni í fæðu og stundum skoit, vosbúð og venjulega gengdarlit’a vinnu. Talið um glannaskap Skafía og óforsjálni móður hans smáhjað'i- aði og aflasæld hans varð öðrum góð hvatning og hollt fordæmi. IV. Er fram liðu stundir, batnaði hag- urinn, og seinni árin á Nöf var fjár- hagsafkoman orðin góð. Eldri bræð urnir, Skafti og Pétur, fengu sér sinn bátinn hvor og voru báðir for menn. 1918 keyptu þeir sér allstóran og góðan vélbát, eftír því sem þá gerðist, Úlf, og höfðu stundum ann an á leigu. Skafti var oftast formað ur á Úlfi. Útgerð sína höfðu þeir í Siglufirði á vorin og sumrin. 12 ára gömul fór Guðveig, systir þeirra, með þeim til þess að vera ráðskona við bátinn og þótti vel far ast. Síðan fylgdist öll fjölskyldan að til Siglufjarðar á. sumrin. Stefán hafði þá ekki lengur neina fótavist og var jafnan fluttur á milli í rúmi, sem sérstaklega var til þess gert. Það var á fótum, svo að sjór gæti runnið undir það, ef skvettist á þil farið, og bríkur nokkuð háar, svo að auðvelt væri að leggja segldúk yfir til hlífðar. Náttúrlega var rúmið ætíð bundið og skorðað vandlega en ógerlegt var að fara með sjúklinginn niður þrönga og örmjóa stiga, sern lágu til hásetaklefa. Veitti sannarlega ekki af allri varúð og fyrirhyggju, því að oft voru þessar ferðir milli Siglu- TtlUINN - SUNNUDAGSBLAB / 1037

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.