Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 15
 ÁningarstaSur í eyðimörkinni — um þúsundir ára hafa þeir, sem átt hafa lelð mllii Jeríkó og Jerúsalem, hvílzt á þessum stað. Ljósm: Sveinn J. Sveinss. torveldaðsr sökum þess, að mikilvæg ir vegir lokuðust. Alls eru nú í Jórdaníu um hálf jnilljón flóttamanna frá Palestínu, og livergi annars staðar í heiminum er það land, að þar sé hátt í þriðjungur íbúanna flóttafólk, sem hrúgazt hef- ur þangað gersnautt á fáum misser- um. Auðugri þjóð og tækniþróaðri hefði áreiðanlega þótt sér vandi að höndum færður, og má kraftaverk kallast, hvernig séð hefur verið fyrir þessu fólki með alls ónógri aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum, er þó skáru endanlega úr skiptingu Palestínu. Þungbærast og hættulegast er þó vanmáttugt hatrið, sem sprottið er af þessum atburðum. Það logar í hvers manns huga, og þó að still- ingar sé gætt á yfirborðinu, þá er eldurinn þeim mun heitari undir niðri. Á engum mæðir nábýlið við ísrael jafnmikið og á Jórdaníumönn- um. Landamæri eru sameiginleg alla leið frá Jarmúk í norðri og vestur til Karmelfjalls og þaðan suöur að Al abaflóa. Þessi landamæri eru víða hin óe.ðlilegustu, öll í hlykkjum og bugðum og liggja sums staðar þvert í gegnum borgir og byggðir, enda til orðin á þann hátt, að hvor aðili hélt því, sem hann hafði á valdi sínu, er vopnahlé komst á. Þau liggja til dæmis þvert í gegnum Jerúsalem- borg, og er gamla borgin og austasti hluti nýju hverfanna j Jórdaníu, en vesturborgin í ísrae). Var grip- ið til þess ráðs, er Sameinuðu þjóð- irnar sendu herlið til bessara landa til friðargæzlu, að flytja allt fólk af nokkurri spildu á sjálfu.m landsmær- unum, og skilur því mannlaus mön öll lönd Araba og Gyðinga. SSík mön skerst líka í gegnum Jerúsalem. Hús- in á henni standa mann’aus, við haDa er öllum götum lokað á báða bóga, og enginn má fara inn á hana. Það er aðeins einn staður I borginni, þar sem opinnar leiðar er stranglega gætt, en í gegnum þetta hlið geta menn einungis farið á annan bóg- inn. Þeir, sem þar fara í gegn, eiga ekki afturkvæmt, nema þá eftir mikl- um krókaleiðum um önnur lönd. Þrátt fyrir mikla varúð og stranga gæzlu getur hæglega soðið upp úr, og fólkið við landamærin veit ósköp vel, að þá og þegar kunna geigvæn- legir atburðir að gerast. Það býr á barmi gígs, þar sem eldur byltist undir. Þess vegna er óttinn í tví- býli við hatrið í huga þess, þótt leit- azt sé við að leyna því. f rauninni var íbúum landsins vestan Jórdanar ekki að öllu leyti Ijúft að sameinast ríki konungsins í Amman. Það gerði meiri kröfur til frjálsræðis og framfara en vænta mátti, að Arabakonungi í gömlum stíl þættu viðurkvæmilegar, og þar að auki gætti þess nokkuð, að Ab- dúllah þætti styðjast ískyggilega mik- ið við Englendinga, er almenningur taldi hafa brugðizt málstað Araba. Til stórtíðinda dró þó ekki fyrr en í júlímánuði 1951. Þá var Abdúllah konungur ráðinn af dögum í einni mosku Múhammeðstrúarmanna í Jerúsalem. Verkið vann fylgismaður stórmúftans. að hann var geðsjúkur, og var Húss- ein, bróðir hans, krýndur í hans stað. Mjög nærri lá þó, að honum væri steypt af stóli árið 1957, er áhrifa Nassers tók að gæta, en sheik- ar Bedúína í austurhluta landsins komu til liðs við hann á síðustu stundu, svo að honum tókst að halda völdurn. Nú eru myndir af Sonur Abdúllah, Talal, tók við kon þessum konungi allvíða í Jerúsalem, ungdómi. en ríkti skamma hríð, því og það er talað um hann af virðingu Svipmynd af götulífinu i Jerúsalem. Fremst til vinstri sést Einar vélstjóri úr Eyjum og ýmsir íslendingar bak við hann, en Guðmundur í Víði og kona hans á miðri götunni. Ljósmynd: Guðnl Þórðarson. "'V Jt 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBL&Ð 1047

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.