Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 8
mér 4.3 þakka, heldur hinni guðlegu vernd, er ég jafnan hef notið, og viðvörunum, sem ég á einhvern óskiljanlegan hátt hef fengið. Á æskuárum mínum má heldur segja, að oft verið teflt á tæpasta vað. og reyndar var ég þá aldrei hrædd- ur. En bæði kom það af öruggu trausti mínu á veðurskynjan og for- sjá móður minnar, sem mér finnst aldrei hafa brugðizt — nema þegar henni þóttu kemlurnar mínar hnökr- óttar og hún spáði mér ófríðri konu“ — skýtur Skafti brosandi inn í — „og svo hinni óbifanlegu tilfinningu minni fyrír, að yfir mér væri vakað og að mér væri ætlað að ná fullorð insaldri og leysa af hendi ákveðið hlutverk." VII. Kona Skafta er Helga Jónsdóttir frá Akureyri, systir Gunnlaugs Tryggva, sem lengi var ritstjóri ís- lendings, bóksali og bókamaður. Helga er góð kona og greínd, bók- elsk og sönghneigð. Börn eíga þau fjögur, sem upp hafa komizt. Öll hafa þau tekið stúdentspróf í menntaskól- anum á Akureyri. Elzti sonurinn, Jón, þingmaður í Reykjáneskjördæmi, er lögfræðingur að mennt, Stefán, sjúkrahúslæknir í Kalmar í Svíþjóð, Gunnlaugur Tryggvi vinnur méð föður sínum, Jóhanna húsfreyja í Reykjavík. Úppeldi og æska þeirra systkina hefur verið harla ólík æskuárum föð- ur þeirra, en snemma munu þau þó hafa vanizt vinnu og þeim tiltölulega ungum valin nokkur ábyrgðarstörf, sem stranglega var krafizt, að þau gættu vel. Vinnugleði og starfsáhugi hefur verið þeim í blóð borínn, og frá því fyrsta kynntust þau náið öll um störfum föður síns og voru þátt- takendur í erfiði og áhyggjum for- eldranna, gleði þeirra og sorgum, því að aldrei getur allt leikið í lyndi á erilsamri ævi, og vafalaust hefur oft hurð skollið nærrí hælum, þó að óvenjuvel rættist úr. Hefur Jón Skaftason sagt mér frá einum slík- um atburði, sém honum er jafnan ógleymanlegur, en hann mun þá varla hafa verið eldri en sjö eða átta ára. Sjóveður var gott. Árla morguns lögðu allir . bátar í Siglufirði, sem tiltækir voru, út í fiskiróður. Þeir komu aftur að állðnum degi eins og U1 stóð — allir nema Þormóður rammi, bátur Skafta. Þegar það þótti dragast óeðililega lengi, að hann kæmi, tóku bátaformennirnir sig saman um að fara út aftur til þess að leita hans, því að sýnilega hafði eitthvað óvænt komið fyrir. Fjöl- skyldunni var órótt, og þó ekki svo mjög, fyrr en bátarnir fóru að týn- ast Þm aftur og Pétur, bróðir Skafta, sem var elnn leitarmannanna, kom heim til þeirra, dapur í bragði, til þess að segja þeim, að leitin hefðí orðið árangurslaus. Auðfundið var, að hann var von- lítill um, að Skafti og bátur hans væru ofan sjávar. Reynt mundi þó að hefja leit að nýju næsta morgun með birtu. Angist konunnar og eldri drengj- anna, sem skildu, hvað í húfi var, verður ekki með orðum lýst. Pétur sat hjá þeim og dreymdi að hug- hreysta þau, en var sjálfur svo von- lítill og hnugginn, að hann gat fá huggunarorð sagt. En allt í einu barst dauft vélarhljóð að eyrum. Drengirnir lögðu við hlustirnar. Hljóðið færðist nær og varð skýrara, og hráðum var ekki neinn vafi leng- ur, ,vo góðkunnugt var það. Dreng- irnir spruttu á fætur og hrópuðu fagnandi um leíð og þeir þeyttust út úr dyrum: „Pabbi er að koma, pabbi er að koma.“ Rétt reyndist þetta. Að lítilli stundu liðinni, lagði Skafti að bryggj unni. Gleðinni, sem nú ríkti á heimilinu, verður nærri því enn síður með orð um lýst en sorginni áður. En nú varð Skafti að segja, hvað við hafði borið. Þeir höfðu íagt á miðin, alllangt austur af Siglufirðí, á aðrar slóðir en hinir bátarnir. Fiskigengd var þar mikil. Þegar þeir höfðu dregið sem óðast um hríð, kom það óvænta óhapp fyrir, að stýrið losnaði frá bátnum, og var hann þó nýkominn úr víðgerð og eftirliti. Austangola 'var, svo að nokkurn veginn gekk lengi vel að stýra með aftursegli og fokku, komust þeir þannig ínn und- an Siglufjarðarmynni. En þar var logn, svo að ekki var lengur unnt að stýra með seglum. Var það þá fangaráð Skafta að „stýra með stömp um.“ Var nokkuð seinlegt að kom- ast þannig fyrir Siglunestána og inn fjörðinn, en tókst þó vel. — Ég hafði aldrei fyrr heyrt þess get ið, að báti væri stýrt með stömpum, og þótti mér fýsilegt að heyra, hvern ig það væri gert. Jóni var það sjálf um ekki fyllilega ljóst, og fundum okkur Skafta bar ekki saman um þær mundir. Ég spurði marga, sem ég hitti, bæði sjómenn og bókamenn, en enginn kannaðist neitt við þetta, fyrr en ég af tilviljun hitti sjómann af Snæfellsnesi. Hann sagði, að einu sinni hefði verið gripið til þessa ráðs á báti, þar sem hann var, og lýsti því svo, að bundið hefði verið sterk- um kaðli í nokkra stampa og þeir látnir útbyrðis. Báturinn dró þá, og bandið í þeim var fært frá stjórn- borði til bakborðs og frá bakborði til stjórnborðs, eftir því hvernig bát- urinn snerist, og þannig var hann sveigður eftir vild. Skafti hefur nú staðfest, að þessi lýsing á að stýra með stömpum sé rétt. Skipstjóra hitti ég, sem sagði mér, að sér væri kunn ugt, þó ekki hefði hann sjálfur gert það né séð, að gripið væri til þess í neyð að stýra með hlerum, og mundi það vera sama aðferðin. VIII. Það var venja Skafta á löngum siglingaleiðum, þegar hann stóð víð stýrið, hvort heldur var í fiskiróðri eða flutningum, að syngja við raust. Sennilega hefur hann fyrst og fremst gert það til þess að halda sér vak- andi, því að oft lagði hann á sig óhemjumiklar vökur framan af ár- um. En sönghneigð er líka rík í ætt hans, en hann er eínn af afkomend- um Einars Þórólfssonar í Kalmans tungu (1765—1843), er á sinni tíð var talinn mestur raddmaður á fs- landi. Hefur söngnæmi og raddstyrk- ur víða komið fram í ætt hans. Eru þar kunnastir séra Bjarni Þorsteins- son tónskáld og þeir bræður, Sig valdi Kaldalóns og Eggert Stefáns- son söngvari. Börn Skafta eru líka öll söngvin, og þótti Stefán þó bera þar af. Tók hann mikinn þátt í karlakórasöng á námsárum sínum, bæði í Siglufirði og á Akureyri, og fór stundum með einsöngshlutverk. Farþegar Skafta tóku oft lagið með honum. Varð tíðum oft af því góð skemmtun og ágæt vörn gegn sjóveiki, svo að þrátt fyrir allt, léleg- an farkost og nokkra tvísýnu, þóttu mörgum ferðirnar með Skafta skemmtilegar og fyrír margra hluta sakir hinar fróðlegustu. Gott sýnis- horn af þeim er saga, sem frú Krist- ine, kona Ólafs Þorsteinssonar, sjúkrahúslæknis í Siglufirði, sagði mér, en Kristine er norsk að ætt og uppruna. Voríð 1947 komu systir hennar og mágur, dr. Ebbing, héraðslæknir í Voss i Noregi, til Siglufjarðar í stutta heimsókn. Þau ætluðu land- leiðina til Reykjavíkur, en Skarðið var ófært, svo að ekki var um annað að gera en að „fara með Skafta" til Sauðárkróks. Veður var bjart, en stinningskaldi. Þau Kristine og norski læknirinn voru sjóveik, svo að þau fóru niður í hásetaklefa og lögðu sig þar. En frú Ebbing og systir Ólafs læknjg, sem líka var með í förinni, kusu heldur að vera í stýrishúsinu hjá Skafta. Og þar leidd- ist þeim nú ekki aldeilis. Skafti fræddi þær um allt, sem fyrir augun bar: Sögustaði, örnefni og sagnir, sem þeim fylgdu, en þess á milli söng hann sálma og þjóðlög, þuldi fyrir þær kafla úr Grettisljóðum og að síðustu kvæði Davíðs um Helgu jarlsdóttur. Kunni hann öll þessi ljóð utanbókar og skeikaðl hvergi. Þegar gleðskapurinn stóð sem hæst hjá þeim í stýrishúsinu greip þau skyndi- 'Framhald á 1054. síðu. 1040 1 1 M I N N — SUNNUUAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.