Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 13
arhafsstEandarinnar. Á slíkum blóma skeiðum voru gerðar miklai áveitur, þar sem því varð við komið, og rækt- unarmenning dafnaði í skjóli auð- ugra borga. En á næstu grösum voru oft drottnunargjarnir- og herskáír konungar og herhlaup tíð, og um skeið ollu krossfarar af Vesturlönd- um miklum usla. í slíkum megin- átökum urðu iandsmenn fyrir þung um búsifjum: Búfénaði var rænt, mannvirkjum spillt, borgir brotnar og fólkið þræikað eða drepið. Þegar þyngstu ófriðaröldurnar riðu yfir landíð. hélt við auðn, og þeir, sem eftir hjörðu, höfðu misst tökin á umhverfi sínu. Akrar og aldingarð- ar féllu í örtröð, er áveitukerfið brást, og borgir og borp fóru í eyði. Það landsvæði, sem nú kallast Jór- danía, er byggt allsundurleitu fólki. Eystri hluti landsins nefndist um skeið Transjórdanía, og þar eru byggðir Bedúína, sem enn nalda tryggð við sheika sína og hið gamla ættarskipulag. Landið vestan Jórdan ar var aftur á móti til skamms tíma hluti af Palestínu, og þar er rækt- unarmenning meíri og handiðnir á hærra stigi. Þar ægir og mjög sam- an Múhammeðstrú og margs konar afbrigðum kristinnar trúar, og undir niðri byltast þungir straumar nýrra hugmynda, sem ekki hafa enn náð að flæða yfir hina sandroknu veröld Bedúínans. Þetta fólk telur sig standa hírðingjunum i austurhluta landsins mun framar, og andsfæðurn- ar aukast, eftir því sem nýi tímínn nær fastari tökum á unga fólkinu í borgunum. Öll þessi iönd lutu l'yrkjum um langt skeið, en voru mjög vanrækt af soldáninum í Miklagarði og emb- ættismönnum hans. í heimsstyrjöld- inni íyrri gerðu Arabar uppreisn gegn Tyrkjum, er þá fylgdu miðveld- unum svonefndu að málum, og hirð- ingjar frá Transjórdaníu komu mjög við sögu í eyðimerkurhernaðinum þar eystra í fylgd með hinum nafn- kunna Arabíu-Lórens. Ekki uppskáru þó Arabarnir eins og þeir höfðu sáð, þvi að Bretar komu svo ár sinni fyr- 5r borð, að þeir hrepptu Transjór- daníu og Palestínu að styrjöldinni lokinni, en Frakkar hremmdu aftur á móti Sýrland og hröktu banda- mann sinn frá ófriðarárunum, Feisal I, son Husseins konungs í Hedjaz, brott þaðan með vopnavaldi sumarið 1920. Þetta olli að sjálfsögðu ókyrrð, því að Arabar þóttust illa leiknir, og má beinlínis rekja tilveru Jórdaníu- ríkis til þessa atburða. Bróðir Feis- als, Abdúllah emír, tók að safna um sig liði, og innan skamms hélt hann vestur á bóginn með her manns. Það var djarfur leikur, sem hann lék: Hann hernam Transjórdaníu og hugðist brjótast þaðan inn í Sýrland og hefna ófara bróður síns á Frökk- um. Nokkru felmtri virðist hafa sleg ið á Breta við þessar tiltektir, enda stóð þeim stuggur af því, ef til lang vinnrar styrjaldar kæmi í eyðimörk- inni. Við búið var, að hún breiddist út, en dýrmæt olíulönd skammt und- an. Þeir tóku það ráð að sigla milli skers og báru og reyna að lægja öld- urnar. Og vorið eftir tókst þeim að kaupa Abdúllah til þess að hætta við Sýrlandsleiðangurinn gegn fyrirheiti um þjóðhöfðingjatign á hinu brezka yfirráðasvæði austan Jórdanar. Þann- ig komst Transjórdanía í tölu þjóð- landa Lengi vel voru þó völd emírsins lít- ið annað en nafnið tómt, því að Bretar höfðu eftir sem áður tögl og hagldir um allt það, er þeim þótti mestu varða. Þeir höfðu her í land- inu undir því yfirskini, að þeir væru að firra það árásum og leiða Abdúllah til fullra valda, og enskir menn, sem kölluðust ráðgjafar og tilsjónarmenn, voru með fingur á hverjum hnappi. Þegar heimsstyrjöldin seinni skall á, gengu Transjórdaniumenn 1 I II I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1045

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.