Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 12
Það er fátækt land, sem*’við stig- um fæti á, þegar við iomum út úr flugvélínni á flugvellinum við Jerú- saiem. í Jórdaníu eru engin náttúru- auðæfi, sem veita skjótfenginn gröða. Það fólk, sem þar lifir, verður að vinna hörðum höndum iangan vinnu dag til þess að sjá sér farborða, og þó eru lífskröfur þess ekki miklar í samanburði við það, sem við eigum að venjast á VesturVindum. Þcrri Jórdaníumanna setzt enn flöt- um beinum á gólf þröngra og nak- inna híbýla að loknum starfsdegi, eða jafnvei jörðina í tjaldi sínu, því að stóll er ekki til né rekkja, og mörg er sú húsmóðir, sem þykist hafa himin höndum tekið að eiga lítinn prímus til þess að ekla á matinn. Búslóð margra er með öðrum orðum viðlíka mikil og þurfa þótti í við- legutjaldi á íslandi á meðan heyjað var á útengjum. Svipað er að segja um fatnaðinn. Mikill fjöldi manna ef í síðum lér- eftskyrtlum, oft langröndóttum eins og náttföt væru, eða kuflum af ýms- um gerðum, og það hygg ég, að vart . væri unnt að fara um götur í Araba- löndunum i svo fáránlegum búningi, , að nokkur maður nennti að líta um öxl. En hungur virðist fólk ekki búa við — að minnsta kosti ekki í Jerú- salem. Það hefur nægjanlega saðn- ingu. Ég hef áður lýst nokkuð því landi, er víð flugum yfir frá Kaíró til Jerúsalem. Og slíkur er heildarsvip- ur Jórdaníu. Meginhluti hennar er auðn og berangur, sem engar nytjar fást af. Jarðvegur er nær hvarvetna mjög grunnur, líkt og á Grænlandi til dæmis, og langvíðast er hann alls enginn. Mest er gróðurlendið í hin- um miklu dölum norðan og sunnan Dauðahafsins. En sunnan Dauðahafsins er dalur- inn klofinn landamærum að endilöngu. Þar mætast ísrael og Jórdanía, og er einungis eystri hlut- inn í Jórdaníu. Erjósamir dalir eru einnig norðarlega í Jórdaníu, vestan el-Ghór, Jórdanardalsins, og frítt land má kalla á köflum sunnan við Jerúsalem. í góðum vaxtarárum er landið sjálfu sér nægt um korn- meti, og í Jórdanardalnum er mjög ræktað grænmeti og hvers konar ávextir, sem fluttir eru tíl margra landa. Austan Jórdanardals og Dauða hafs er aftur á móti nálega sam- felld eyðimörk með litlum gróður- vinjum. Þar reika Bedúínar fram og aftur með geitur sínar, sauðfénað og úlfalda, en eiga þó nú orðið að jafn aði ræktaðar reinar, er þeir vitja til sáningar og uppskeru. Á þessu svæði er höfuðborgin, Amman, er á þrjátíu árum hefur vaxið úr leirkofa þorpi með tuttugu og fimm þúsund íbúa í borg með tífalda íbúatölu eða jafnvel öllu meira. Það er vatnsskorturinn, sem er böl þessa lands. Mikinn hluta árs skín sól í heiði frá morgni til kvölds, og mánuð eftír mánuð kemur ekki dropi úr lofti. Það er einungis vetur og vor, þegar vestanvindar ná að blása inn yfir landið frá Miðjarðar- hafðinu, að regn fellur. Úrkoman er samt nokkuð misjöfn og stundum ofsaleg, en hitt getur líka gerzt, að hún bregðist að meira eða minna leytí. Þá er vá fyrir í Jórdaníu, enda þótt nú sé vatni þar dælt langar leið- ir, jafnvel tugi kílómetra, frá upp- sprettulindum. Þannig er til dæmis aflað vatns til aldinræktar sums stað ar í el-Ghór, og nokkuð af neyzlu- vatninu í Jerúsalem kemur frá Betle- hem. Víðast hvar í landinu er ársúr- koman sex til átta hundruð milli- metrar, en í dölunum við Dauðahafið er hún þó ekki nema um. tvö hundruð millimetrar. Til samanburðar má hafa, að í Reykjavík er hún um 860 millimetrar. Þessi úrkoma er ónóg Sunnu-dagar í Austurlöndum II í svo heitu landi sem Jórdanía er, en nægir þó til þess, að uppsprettur treinast sumarlangt hér og þar. Heitustu stundir sumardaga getur hitinn í Jeríkó komizt upp í fimmtíu stig í skugganum, en fer sjaldan yf- ir 32 stig í Jerúsalem og Amman, er standa báðar hátt. Á vetrum er að jafnaði fjögurra til tíu stiga hiti í þeim hlutum landsins, er hærra ber, og getur þá fryst við og við á há- sléttunum. Alvanalegt er, að snjói í háfjöll í febrúarmánuði, og tvö ár af hverjum þremur fellur snjór í Jerúsalem einhvern tíma vetrar. Mætti segja mér, að þá væri hroll- kalt innan nakinna steinveggja hinna gömlu húsa. Um það leyti, sem við vorum þarna eystra, var að vísu allheitt um miðjan daginn, en kvöldin yndislega notaleg. En svo skrælnuð var jörðin eftir fimm eða sex mánaða þurrk að hvert strá var visíð, og hvergi sást nokkur fugl. Skordýr virtust einnig liggja mjög í dái, nema helzt fáeinar bjöllutegundir og stórar, fingurlangar lauf-engisprettur, sem hófu á hverjum kvöldi strengleika mikla í trjánum, þegar dimma tók. í sama mund flykktíst kattaskari míkill, sem legið hafði í skúmaskot- um að deginum, út á göturnar til þess að veiða sér til matar engisprett ur, er svifið höfðu til jarðar. Hvar sem farið var að kvöldlagi, voru kett ir á snöpum, og eínu sinni taldi ég þrjá ketti, sem ekið hafði verið yfir á stuttum vegarkafla á leiðinni frá Jerúsalem til Ramallah — bæjar litlu norðar, þar sem efnafólk hyll- ist til að búa. VI. Jórdanía er ríki, sem orðið er til með tilviljanakenndum hætti, og margt er það og misjafnt, sem yfir þetta land hefur gengið. Þau tíma- bil hafa komið, að blómlegt þjóðlíf hefur dafnað á þessum slóðum. Hef- ur þess þá einkum notið við, að um landið lágu verzlunarleiðir hinna fornu kaupmanna, er fóru með lestir sínar milli Mesópótaniu og Miðjarð- 1044 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.