Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 10
ipmwwwwM I Ketukirkja. Ljósmynd: Ágúst SigurSsson. heim að kirkjustað, þótt ýmiss bænda . • býli njóti ein sór slíkra hlunninda. ' Presturinn í Hvammi lét byggja 1 göngubrú á ána fyrir nokkrum ár- ' um. Kemur hún að miklum notum, 1 en djúpt vað er á ánni. Á heimleið- inni skulum við minnast lítil- lega sögu og umhverfis. Hér varð snemma staður og kirkj 1 an helguð Ólafi konungi. Útkirkja ' er í Ketu á Skaga, en kirkja þar er ' sett miklu síðar og ekki vitað til, að prestur væri nokkurn tíma settur þar • út frá. Og í útsókninni hafa ekki ver 1 ið önnur guðshús. Grafreitur er nú í Víkum, vestasta bæ í prestakallinu, en sá bær, ásamt eyðibýlínu Mána- 1 vík og Ásbúðum, er í Austur-Húna- 1 vatnssýslu. Skagafjarðarprófasts- dæmi er stærra en Skagafjarðarsýsla. Keta er á sóknarenda, innsti bær, 1 af 9 í sókninni, og stendur norðan hinna sérkennilegu Ketubjarga. , Hraun á Skaga, sem allir kannast við , vegna veðurathugana, er nyrzti bær 1 í sýslunni (að vestan, Hraun í Fljót- j um að austan). Ásbúðir eru norðar i á Skaganum. Innan við Hraun er , Þangskáli, fæðíngarstaður síra Jóns • Skagan æviskrárritara. Næsti bær , er Kelduvík, þá Efra- og Neðranes, < en Malland allnokkru innar og lígg- ( ur samtýnis Ketu. Þessi sókn er ekki < stór, en helzt betur byggð en innri < hluti Skaga og Laxárdalur. Reki og L ‘, veiðigaen hafa alltaf þótt mikUw blunnindi á Skaga og mest utanverð ' ast. í fasteignamatsbók 1932 eru tal- < in silungsveiði- og rekahlunnindi á < öllum bæjum í Ketusókn og auk < þess dúntekja á Hraunum og Vík- < J 1042 um. Flest hlunnindi eru þó talin í Ásbúðum: dúnn, eggjataka, hrogn- kelsaveiðí, útræði, silungsveiði og reki. í Mánavík var hins vegar sel- veiði. — Innan við Ketubjörg eru Kleif, Bergskáli, Lágimúli og Hvalnes. Þar var bænahús forðum, enda löng kirkjugatan inn að Hvammi. Skammt innan við Hvalnes voru býlín Öldubakki og Brókarlæk- ur (Borgarlækur), Selnes og Grund. Líklegt er, að þessir bæir hafi átt tíðasókn að Hvalnesi. Annað bænhús var á Fossi. Selá, Hóll og Akur eru þar utan við, en Hvammkot fyrir neðan garð og sunnar Gauksstaðir. Syðsti bær á Skaga er Skefilsstað- ir, jörð Skefils landnámsmanns, föð- ur Arnórs á Gönguskarði. Nú eru Skefilsstaðir míðstöð sveitarinnar, samkomustaður og símstöð. Milli Skefilsstaða og Laxárvíkur er eyði- býjið Bakkakot. " * Er hugurinn hefur hvarflað að bæj unum í Hvamms- og Ketusóknum er Ijóst orðið, að þetta prestakall, sem nú er eitt hið fámennasta í landinu (84 íbúar) hefur fyrr meir verið mikið. Ekki sízt þegar haft er í huga, að fæstir prestar þjónuðu meir en einni sókn. Þá voru Jíka fjölmenn brauð lítt eftirsótt. Og varla hafa verið miklu fleiri en 84 sálir í því eftirsótta Hítardalskalli í Hraun- hreppi. Þar var mestur slagurinn í jarðagózi kirkjunnar. Meiri tekjur voru af 19 jörðum, en mörgum sókn- arbörnum, að ekki sé talað um það ómak að þurfa að syngja messur á annexíu. Prestatalið í Hvammí er næsta slitr ótt í fornum sið, en frá um 1600 er það samfelldara, og ekki hefur verið hér prestlaust lengi í senn nema tvö ár eftir að síra Magnús Jósefsson hvarf héðan til Vesturheims 1887, og aftur um níu ár, sem enn getur. Síra Magnús gegndi preststörfum vestra meðal íslendinga lengi vel, en nefnd- ist þar M.J. Skaftason. Sigfús Jóns- son frá Víðimýri á Langholti vígðist að Hvammi 1889. Hann sat í brauð- inu til aldamóta, er hann fékk Mæli- fell, sem hann þjónaði í 19 ár. Þá varð hann kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki. Hann varð alþingismaður 1934, en lézt 1937 og tók þá Pálmi rektor við þingsæti hans. Dótturson síra Sig fúsar og nafni, Sigfús Jón Árnason, er nú að Ijúka námi í Prestaskól- anum. Síra Björn Blöndal á Hofi á Skaga strönd fékk Hvamm, er síra Sigfús fór þaðan aldamótaárið. Hann var sonur Lárusar Blöndals sýslumanns á Kornsá og bróðir frú Sigríðar, konu síra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds á Siglufirði. Voru þeir sýslumanns- synir, Björn og Ágúst á Kornsá, skóla bræður og vildarvinir síra Friðriks Friðrikssonar sem sjá má af minn- ingum hans. Ágúst varð sýsluskrifari á Seyðisfirði, d. 1940, en síra Björn lifði aðeins, sex ár í Hvammí. Hann lézt í Víkum á Skaga 27. des. 1906. Á næsta vori var bóndanum að Ballará á Skarðsströnd veittur Hvammur. Var það síra Arnór Árna- son frá Höfnum á Skagaströnd, Hann var því gamalkunnur þessum slóðum og ekki ókunnur prestskap, þótt þá væri bóndi um þrjú ár, því að hann hafði þjónað Tröllatungu- prestakalli 1886—1904. Sat hann að Felli í Kollafirði, en skömmu eftir að hann hvarf úr brauðinu, voru báð- ar kirkjurnar, í Tröllatungu og Fellí, lagðar niður, en ný reist í þeirra stað í Kollafjarðarnesi. Síra Arnór sat Hvamminn lengi og varð nafn staðarins mjög bundið honum og hans nafnfrægð, enda bjó hann vel og var kennimaður góður, svipmikill og sérkennilegur. Dótturson hans, síra Gunnar Gíslason alþingismaður í Glaumbæ, ólst upp með honum í Hyammi. Eitt sinn, er rædd var á fundi í stúdentafélagi afstaða presta til stjómmála, lýsti síra Gunnar því, hversu þau mál fóru hjá afa hans í Hvammi. Sjálfur var síra Amór sann færður íhaldsmaður og lét sér mjög annt um skoðun sína. Forsöngvarinn í Hvammskirkju var jafnákveðinn framsóknarmaður. Messugerðin fór fram í bróðerni. En á eftir — þegar setzt var að messukaffínu, var tek- ið til að ræða málin og deila af kappi. En það var kvaðzt í friði á messudögum í Hvammi. Annar dóttur- son si~a Arnórs var einnig prestur T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.