Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 22
sumt á mannleg þjóðfélög. Þar er þó á sá raginmunur, að samfélag hvít- mauranna byggjast á eðlisávísun, sem er meðfædd, en þjóðfélög manna eru menningarfyrirbrigði, að vísu lífs- nauðsynleg, en gefa þó meira svig- rúm til fjölbreytni en skordýrasam- félögin, þar sem alit gengur eftir föstum fyrlrfram ákveðnum reglum, sem ekki verður breytt, nema með breytingum á genum tegundarinnar. Samfélagsform manna eru þeim hins vegar ekki meðfædd, þótt segja megi, að þörfin á einhverju samfélagsformi sé mönnum eðlislæg. Aldursmunur á hvítmaurum og mönnum sem tegundum er mikill Skordýrasamfélögin hafa staðið óbreytt i 50 milljónir ára. en ekki mun vera nema um 1 milljón ára (sumir segja reyndar hátt í 2 millj ónir) síðan fyrstu mennirnir komu fram á sjónarsviðið. Þróunin hefur þannig haft miklu lengri tíma til að móta samfélög skordýranna en þjóðfélög manna, og það er ólíklegt, að mannlegt samfélag eigi nokkurn tíma eftir að taka á sig ósveigjan- leik hvítmaura samfélagsins. En ýms- ir eru þó á því máli, að slíkt kunni að verða nauðsynlegt, og þeir eru til, sem vilja gera mannlegt líf að einni allsherjar hvítmauraþúfu. Það verður hver að gera upp við sjálfan sig, hvort hann telur slíkt æskilegt eða ekki. Brautryíjandi — Framhald af 1040. síSu. lega meðaumkun með sjóveikísjúkl- ingunum í hásetaklefanum, og skrapp Skafti því niður og sótti Kristine. Hún ætlaði varla að treysta sér, en hann fullvissaði hana um, að þó þröngt væri í stýrishús- inu og litið um sæti, væri miklu betra þar að vera en niðri í loftleys inu. Hún dreif sig því upp, tók iagið með, „og viti menn,“ segir hún, „sjóveikin batnaðí, og ég skemmti mér konunglega eins og þæi hinar.“ Eftir heimkomuna til Noregs skrifaði frú Ebbing systur sinni og bað hana um Helgukvæðið. Skafti og ferðalagið með honum virtist vera henni eftirminnilegra en flest annað úr íslandsferðinni. Þessar norsku systur eru dætur frú Mörthu tílatved-Praih, sem mörgum íslendingum er að góðu kupn. Hún hefui oft komið til íslands og ferðast hér mikið. Fyrst og tremst hefur hún verið að heimsækja ættingja sína, en hún hefur líka verið hér fulltrúi félagasamtaka og komið fram vi» hátíðleg tækifæri i nafni norsku þjóðarinnar, til dæmis á Snorrahátíðinni. Flutti hún oar frumnrt kvæði. Er það i bók Jónas- ar Jónassonar um Snorrahátíð ina en hefur því miður ekki verið þýtt á íslenzku. Um skeið átti frú Glatved-Pralh sæti í Stór- þinginu norska. Hún hefui unnið mjög mikið að félagsmálum og er vel þekktur og eftirsóttur fyrirlesari. Víða hefur hún flutt erindi um ís- land. Báðar skilja þær mæðgur ís- lenzku sæmilega. Frú Ebbing er líka mikill íslandsvinur og hefur skrifað margar greinar í norsk blöð um ís- land og íslenzk málefni. Mun kynn ingin við Skatfa og ferðalagið með honum hafa átt eigi alllítinn þátt í að vekja áhuga hennar á íslenzkri menningu. IX. Ég held, að ég hafi engan mann þekkt jafnöruggan í trú sinni á guð- lega vernd sem Skafta, enda virðist reynsla hans í þeim efnum óviðjafn- anleg. Fjölmargar leiðbeiningar og viðvaranir hefur hann fengið um dag ana með einhverjum dulrænum hætti, sem hann skýrir hiklaust þann ig, að „yfir sér sé vakað.“ Frá einum slíkum atburði ætla ég að segja hér, og hefur Skafti sagt mér þetta sjálfur. Én ég hef líka fengið frásöguna staðfesta í ýmsum atriðum hjá öðrum. Vel hann úr, af því hann er tengdur sérstak- lega minnísstæðum atvikum ,en ekki af því, að hann sé í rauninni merki legri en ýmsir aðrir. Skafti og Pétur, bróðir hans, komu til Siglufjarðar frá Akureyri á Úlfi þrem nóttum fyrír snjóflóðið mikla 12 apríl 1919, sem sópaði burtu stórri síldarverksmiðju við austanverðan Siglufjörð, húsum og fleiri mannvirkjum og tók 18 manns- líf. Mikil fannkoma var, en ekki hvasst. Skafti renndi upp að Gránu- bryggju, sem var innst á eyrinni aust anverðri, og ætlaði sér að leggja bátn um þar. En um leið finnst honum hvíslað að sér: Ekki þarna. Þetta var svo ákveðin fyrirskipun, að hann hlýddi óðar og hélt inn að bryggju víð sunnanverða eyriiia, sem lengi var nefnd Friðleifsbryggja, og lagð- ist við hana vestanverða. Þar bundu þeir bátinn sem bezt þeir gátu með sterkum taugum, því að hríðin hélzt. Farm höfðu þeir talsverðan, þar á meðal olíuföt á þilfari. Þeir bræður sváfu um borð á nóttunni. Nóttina áður en snjóflóðíð féll, ir iwi ......................... Lausn 40. krossgátu hafði Skafti órólega drauma, og morguninn eftir var hann sannfærð- ur um, að einhver hætta væri a§ steðjandi. Hann lét því verða sitt fyrsta verk að kasta akkerisfestinni yfir bryggjuna og binda hana vand- lega við stólpana. Snjóflóð datt honum ekki í hug, að gæti grandað þeim þarna. En nóttina eftir féll snjóskriðan, og flóðaldan lyfti bátnum alveg upp yfir bryggjuna, svo að öll böndin slitnuðu, nema akkerisfestin. Hún hélt, en annars hefði báturinn sjálfsagt farízt. Tals- vert tók framan af næstu bryggju vestan við og braut um leið af stýri bátsins. Svo glöggt stóð þetta, að ef slaknað hefði á festinni svo sem 1—2 fetum meira, myndi byrðingur- inn hafa brotnað og báturinn sokkíð. Margir bátar, sem lágu við bryggj urnar, sukku, en ekki voru menn í þeim. Gráriubryggja fór alveg og all- ar aðrar bryggjur á austanverðri eyr inni út að Baldri. Er ekki að efa, að þessi einkennilega viðvörun bjarg- aði lífi þeirra bræðra. Skafti er nú kominn yfir sjötugt. Ég hef spurt hann, hvort hann hafi enn sömu tilfinningu og fyrrum, að yfir honum sé vakað. „Ekki fyllilega," segir hann. „Að- staðan er önnur síðan ég hætti sjó- mennsku, og svo er gamla hugboðið um, að ég eigi hlutverki ólokið, horf- ið. En traust mitt og trú á góðum guði er óbreytt." Lánið — eða heppnin — virðast enn fylgja Skafta. Aldrei hefur síld- in brugðizt Siglfirðingum jafnherfi- lega og í sumar. í Siglufirði er 21 söbunarstöð. Flestar eða allar höfðu þæi margt fastráðið fólk og marg- víslegan tilkostnað, en alls voru þar aðeins saltaðar 12.634 tunnur. Marg- ar stöðvanna fengu ekki eina bröndu, aðrar fáein hundruð tunnur, en á Nöf var söltuð 3.621 tunna. Mér er sagt, að það muni hafa verið eina stöðin, sem bar sig nokkurn veginn. W' NO ♦ SJ r fí s \ 6 \ / \ > N s s 1 \ P> t_ J \ H * V 1 s \ fí N • K 6 \ T D L T fí \ fl F \ K fí P L fí R \ G \ 1? tl L fí P \ P P A s R fí 1 N N i K fl b fí F L i P n H N fí i N fí F N s i N \ N í P fí s N n s \ T U s * u fí O fí S fi F fí s •c 0 \ K fí P s K fí V L K O 0 \ a P n \ N ri > * ri \ V L \ s T * K R /í p u u \ ri \ r L A V 1 U s 1 p R o K tc fí V n \ í u N \ N L * n N G o V o R P u R \ \ fl i> J L s fí N N \ K u s ó P fi \ L \ fí p fí K \ M \ s * o L a \ o T u L R ó \ i fí' K 0 5 fí R \ R s Á L 1 H á 1 S M fí t> u X 1054 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.