Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 4
I. Fyrir rúmum 20 árurn skrifaði ég grein í Einherja — blað í Siglu- firði — með þessari fyrirsögn. Ein- herji kom ekki reglulega út og mun á þeim tíma varla hafa haft nokk- urn kaupanda utan Siglufjarðar, svo að lesendur hans voru nauðafáir. Ekki datt mér annað i hug en að þessi greín væri löngu gleymd — ég var meira að segja búin að gleyma henni sjálf. Ekki reyndist það þó svo með öllu. Fáeinir gamlir kunn- ingjar höfðu grafið hana upp úr gleymskunnar djúpi og hvöttu mig eindregið tii þess að birta hana að nýju, þar sem lesendur væru fleiri. Því kemur hún hér í Sunnudagsblaði Tímans, reyndar með örlitlum úr- fellingum, sums slaðar talsvert auk- in og færð í það horf, að hún sé skrifuð nú, en ekki fyrir 20 árum. Þess vil ég líka geta, að um móður brautryðjandans, sem ég nefni svo, Dýrleifu Einarsdóttur, hef ég skrífað þátt í „íslenzkar ’'venhetjur,“ en svo var ævi þeirra mæðgina og lífs Hofsós úr lofti. barátta um langt skeið samtvinnuð, að ekki verður saga annars þeirra sögð svo, að hins sé ekki getið um leið. Það má heita sama sagan um alllangt árabil. II. Á styrjaldarárunum 1914-1918 lærðu íslendingar að bjargast nokkuð sjálfír í ýmsu því, er þeir höfðu áður að mestu látið útlendinga um. Síld- veiðar og síldarsöltun innlendra manna jókst nú að miklum mun, og næstu árin eftir styrjaldarlok kom nokkur innflytjendastraumur til Siglufjarðar, sem var þá aðalsíldveiði stöðin. Alltaf sáum við, sem fyrir vorum, ókunn andlit. Ég er ómann- glögg að eðlísfari, og nú hafði ég látið af skólastjórn og hætt kennslu að mestu, svo að það var engii sér- stök hvöt fyrir mig að kynnast að- komufólkinu. Ég veitti því þess vegna ósköp litla eftirtekt. Þar fór þó svo, að einn maður, sem ég sá nú oftar og oftar bregða fyrir, vakti athygli mína öðrum fremur. Þrek- Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. legur var hann og hafði ætíð hraðan á, stórskorinn nokkuð í andliti og veðurbitinn, en ætíð glaðlegur á svip, bar höfuðið hátt og var svo djarfmannlegur og oruggur í fasi, að ósjálfrátt vakti traust. Ég hefði eitt sinn orð á því við mannijn minn, að ég væri öðru hverju að mæta manni á götunni, sem mér virtist svo sérstæður persónuleiki, að mig langaði til þess að vita, hver hann væri. Lengra komst ég ekki. því að hann svaraði strax: „Það er sjálfsagt Skafti á Nöf.“ „Hvernig veiztu bað?“ sagði ég. „Ég er ekkert farin að lýsa honum fyrir þér.“ „Jú, það er alveg auðvitað,” svar- aði hann. „Skafti vekur eftirtekt, hvar sem hann fer, enda er hann talinn djarfasti sjósóknari norðan lands." Meira fræddist ég ekki um Skafta í það sinnið, en forvitni minni var engan veginn svalað. Ég hélt íyrír- spurnum áfram og fékk smám sam- an ýmsar fregnir af fjölskyldunni á Nöf, enda búsetti Skafti og skyldu- lið hans sig að fullu ’ Siglufirði litlu síðar — fyrstu árin voru þau þar aðeins á sumrin. Ég fékk tæki- færi tíl nánari kynna, bæði af fjöl- skyldunni sjálfri og líka af nokkrum nágrönnum þeirra úr Skagafirði, sem einnig fluttu til Siglufjarðar og urðu síðar góðvinir mínir, er ég reyndi að sannsögli og áreiðanleík. Ég þyk- ist þess því fullviss, að heimildir mín- ar séu ábyggilegar og saga Skafta Stefánssonar þess verð. að henni sé á loft haldið. Ekki mun ég þó gera henni nein fullnægjandi skil, enda gæti hún veríð þrem mönnum nokk- urt verkefni: Sagr.aritarinn, sem á sínum tíma skrifar sögu Siglufjarðar, hlýtur að ætla Skafta riflegt rúm í bók sinni. Fyrir álarrannsóknar- manninn mundi margvísleg dulræn reynsla Skafta vera hinn mesti feng- ur. Og fyrir listamanninn gæti ævi- ferill Skafta, og þó ef til vill fyrst og fremst æskuár hans og systkina hans, þolgæði og óbifanlegt trúar- traust föður hans og fágæt hetjubar- átta móður hans, verið hinn ákjós- anlegasti efniviður í skáldsögu. III. Nokkru fyrir aldamótin síðustu (1894) hófu ung hjón, Dýrleif Einars dóttir og Stefán Pétursson, búskap 1036 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.