Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 22.11.1964, Blaðsíða 18
'i sakja slíka staði, að undantekn- um örfáum stúlkum, sem syngja og sýna magadans eða annað því um líkt, og þar verða þeir að láta sér nægja að klappa saman lófunum og vagga sér eftir hljómfalli hinna ara- bísku laga. Ekki reika ungu stúlk- urnar heldur um göturnar, þegar rökkrið er sigið yfir, né standa á götuhornum með eggjandi blik í auga. Allt helðarlegt kvenfólk setzt um kyrrt heima, þegar vinnu lýkur, og feður eða forráðamenn sjá fyrir ráði ungu stúlknanna. Allt daður er litið ærið óhýru auga, og enginn faðir gefur dóttur sína öðrum manni en þeim, er á eignir, sem tryggja henni svipaða lífsaðstöðu og hún hef- ur alizt upp við í foreldrahúsum. Oftar en einu sinni heyrði ég sagt sem svo: Verði faðir þess var, að ég gefi dóttur hans hýrt auga, svo að ég nefni ekki, ef það kvisast, að ég hafi séð mér færi á að kyssa hana, kemur hann undir eins á vettvang: Hver ert þú, og hvað færð þú í kaup? Sé ég verkamaður eða bíistjóri, er ekki að sökum að spyrja: Mér er umsvifalaust tjáð, að ég skuli gæta mín, ef ég vilji ekki hafa verra af. Sé ég húsasmiður eða múrari eða vélvirki, má ef til vill ræða málið betur síðar, ef faðirinn hefur þá ekki fyrir löngu ætlað stúlkuna öðrum manni. En umfram allt má ég ekki leita kynna við stúlkuna á eigin spýtur fyrr en eldri kynslóðin hefur samið með sér. hvort íengdir geti tekizt. Eitthvað þessu líkt heyrði ég hvað eftir annað. Pilturinn. sem verið hafði í Esbjerg og Osló, talaði um þetta af meiri hita og ákefð en Súezárás Frakka og Englendinga og hafði þó sjálfur staðið þar andspæn- is vígvélum þeirra. Hann sat við borð á útiveitingastað í Ramallah, og undir borðinu var köttur að snapa eftir molum, líkt og víða annars staðar á arabískum veitingastöðum. Hann leit á köttinn og klykkti út með því, að óska sér fremur hlutskipti kattar en manns. Satt að segja held ég þó, að kettir í Arabalöndum séu ekki öf- undsverðir — né dýr yfirleitt. En með þessu hefur hann sjálfsagt vilj- að taka djúpt í árínni. En þrátt fyrir óþol og beiskju hinna ungu manna, er gist hafa önn- ur lönd, hafa miklar þjóðfélagsbreyt- ingar átt sér stað í Jórdaníu. Meðal þeirra nýmæla, sem Jórdanir eru hvað hreyknastir af, er skólaskylda barna. í Jerúsalem eru víða nýjar skólabyggingar, og morgun hvem, litlu eftir sólris, má sjá flokka bama á ferli með litlar skólatöskur. En það er tákn híns gamla hugsunar- háttar, að stúlkur og drengir eru ekki saman í skóla. Af svölum gisti- húsherbergis míns blasti við skóla- garður, þar sem sextán eða seytján ára gamlir menntaskólapiltar skipuðu sér í raðir á hverjum morgni og hurfu síðan hver af öðrum inn í skólahúsið. Og dálítið utar á götunni var barnaskólí, þar sem litlar telp- ur voru við nám. Þær gengu fram hjá gistihúsinu í smáhópum í skóla- búningum sínum, grænum og ljós bláum kjólum — prúðar og fallegar telpur með nýgreitt hár. Þetta er fyrsta kynslóð kvenna í þessu landi, sem lærir að lesa og skrifa og reikna, og kannski verða það líka einmitt þessar telpur, sem ryðja frjálsari lífs- háttum braut, þegar þær komast á þroskaár. Jórdanía er í deiglunní, og auðvit- að er gelgjubragur á sumu. Þrátt fyr- ir fátækt fólks er þar til dæmis ekki svo lítið af bílum. Þeir, sem einhver auraráð hafa, klífa þrítugan hamar- inn til þess að eignast bíl, og þar þarf nokkuð til, því að innflutnings- tollar eru gífurlegir og bílaverð ná- lega svipað og hér á landi. En þeir, sem eru svo hátt á strái, að þeir geti eignazt slíkt ökutæki, láta sér ekki til hugar koma að kaupa litla og sparneytna bíla. Það verða að vera stórir, amerískir bílar. Þetta er kannski broslegt stærilæti. En eitthvað hliðstætt kynnum við að koma auga á hér heima, ef við lit- um vel í kringum okkur. Hagsýni er þetta ekki. En þeir, sem lengi hafa búið við örbirgð, þarfnast upp- reisnar. Þeir verða að ná sér níðri á fátæktinni. Það er sálfræði, sem gildir jafnt í Jórdaníu sem á íslandi. VIII. Sá, sem kemur í fyrsta sinn til lands, sem er nýstárlegt í augum hans, bíður ekki boðarina að sjá og heyra sem flest. Við vorum ekki nein undantekning í því efní. Fyrstu Jórdanirnir, sem við skiptum við orð- um, voru að sjálfsögðu tollverðir og lögreglumenn á flugvellinum og skrafhreifnir bílstjórar, sem óku okk- ur þaðan. Þegar að gistihúsinu kom, spratt undir eíns upp hópur drengja, tíu eða ellefu ára, sem þrifu töskur okkar og roguðust með þær upp marga stiga í von um skildinga fyr- ir vikið. Við bjuggum í nýju gistihúsi, ör- skammt norðan við gömlu borgar- múrana. Þar áttum við prýðiiega vist í rúmgóðum herbergjum, en gát- um líka hafzt við í ágætum setustof- um, ef okkur langaði til þess að skrafa saman. Þarna var viðkunnan- legt, frjálslegt og allt að því heimil- islegt. Starfsfólkið, sem var nokkuð margt eins og títt er í Austurlönd- um, var alúðlegt á næstum sveita- mannslega vísu, hispurslaust i við- móti, fúst til samræðna og reiðubúíð til fyrirgreiðslu. Fyrir dyrum úti voru oftast menn úr ferðamannalög- reglu borgarinnar, er alls staðar hef- ur vakandi auga á því, að útlendir gestir verði ekki fyrir óþægindum. Við höfðumst ekki annað að fyrsta kvöldið en svipast um 1 grennd við gistihúsið. Á þeirri kvöldgöngu kom- umst við fyrst í kynní við sölu- mennsku Araba. Á hverju'horni voru skóburstarar, sem vöktu athygli okk ar á því, að snyrtingu skófatnaðar- í hverju skoti borgarinnar standa Arabar, og búningurinn er með ýmsu móti. Ljósmynd: Guðni Þórðarson. 1050 II M I N IV - SUNMUUAViSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.