Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
  • Qaammatit siuliiAugust 1967Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Qupperneq 4
. Lárentíusar sögu Kálfssonar Hólabiskups eftir séra Æinar Haf- liðason, prest á Breiðabólstað ' Vesturhópi, segir svo: „Jörundur biskup á Hólum setti kanúka- klaustur á Möðruvöllum i Hörgár dal.“ Og í Lögmannsannál, sem Einar reit einnig, stendur þetta: „Item Jörundur biskup setti klaust ur at Stað í Reynisnesi ok á Möðru völlum í Hörgárdal" og er ársett 1295. í konungsannál 1296 stendur eftirfarandi: „Jörundur biskup settj kanokaklaustur á Möðru- völlum í Hörgárdal, en nunnu- klaustur at Stað í Reynisnesi." Ber annálunum hér ekkj saman, en báðir teljast þeir góðar heim- íldir. Líklega fer þó Lögmanns- annáli hér með rétt mál, að stofn- ár klaustranna á Möðruvöllum og Reynistað sé 1295. Þá segir i Lárentíusar sögu: „Ári síðar (1296), skipaði Jörund- ur biskup Teit príor á Möðruvöll- um.“ Á síðari hluta 13. aldar gerði Staða-Árni Þorláksson, Skálholts- biskup 1268-98, tilkall til kirkju- staða hér, eins og flestum er kunn ugt úr sögu landsins. Urðu um staðaeignir miklar deilur og mála- stapp milli klerka og höfðingja, og valt á ýmsu i þeim málum, ein« og gleggst sést af sögu Árna biskups. Aðalandstæðingur Árna biskups í staðamálum var Hrafn Oddsson, riddari og hirðstjóri, for ustumaður leikmanna þeirra, er héldu kirkjustaði, svo sem forn lög og venjur i landinu buðu. Loka- samningur milli Árna biskups og konungs í staðamálum var gerður 1297, og er hann á þessa leið: „Að þeir staðir í Skálholtsbiskupsdæmi sem kirkjur ættu alla, skyldu vera undir forræði biskups, en hina sem leikmenn ættu hálfa heima- jörðina eða meir skyldu leikmenn halda framvegis." Var þetta varla nemá hálfur sigur fyrir biskup. í Hólabiskupsdæmi voru staða- mál ekkj rekin á svipaðan hátt og í syðra biskupsdæminu, og áttu þeir enga eða litla samstöðu bisk- uparnir, Árni i Skálholti og Jör- undur á Hólum Var ólíkt um skap KLAUSTRAÞÆTTIR IV 676 T I M * \ N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar: 29. tölublað (13.08.1967)
https://timarit.is/issue/255827

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

29. tölublað (13.08.1967)

Iliuutsit: