Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Qupperneq 4
. Lárentíusar sögu Kálfssonar Hólabiskups eftir séra Æinar Haf- liðason, prest á Breiðabólstað ' Vesturhópi, segir svo: „Jörundur biskup á Hólum setti kanúka- klaustur á Möðruvöllum i Hörgár dal.“ Og í Lögmannsannál, sem Einar reit einnig, stendur þetta: „Item Jörundur biskup setti klaust ur at Stað í Reynisnesi ok á Möðru völlum í Hörgárdal" og er ársett 1295. í konungsannál 1296 stendur eftirfarandi: „Jörundur biskup settj kanokaklaustur á Möðru- völlum í Hörgárdal, en nunnu- klaustur at Stað í Reynisnesi." Ber annálunum hér ekkj saman, en báðir teljast þeir góðar heim- íldir. Líklega fer þó Lögmanns- annáli hér með rétt mál, að stofn- ár klaustranna á Möðruvöllum og Reynistað sé 1295. Þá segir i Lárentíusar sögu: „Ári síðar (1296), skipaði Jörund- ur biskup Teit príor á Möðruvöll- um.“ Á síðari hluta 13. aldar gerði Staða-Árni Þorláksson, Skálholts- biskup 1268-98, tilkall til kirkju- staða hér, eins og flestum er kunn ugt úr sögu landsins. Urðu um staðaeignir miklar deilur og mála- stapp milli klerka og höfðingja, og valt á ýmsu i þeim málum, ein« og gleggst sést af sögu Árna biskups. Aðalandstæðingur Árna biskups í staðamálum var Hrafn Oddsson, riddari og hirðstjóri, for ustumaður leikmanna þeirra, er héldu kirkjustaði, svo sem forn lög og venjur i landinu buðu. Loka- samningur milli Árna biskups og konungs í staðamálum var gerður 1297, og er hann á þessa leið: „Að þeir staðir í Skálholtsbiskupsdæmi sem kirkjur ættu alla, skyldu vera undir forræði biskups, en hina sem leikmenn ættu hálfa heima- jörðina eða meir skyldu leikmenn halda framvegis." Var þetta varla nemá hálfur sigur fyrir biskup. í Hólabiskupsdæmi voru staða- mál ekkj rekin á svipaðan hátt og í syðra biskupsdæminu, og áttu þeir enga eða litla samstöðu bisk- uparnir, Árni i Skálholti og Jör- undur á Hólum Var ólíkt um skap KLAUSTRAÞÆTTIR IV 676 T I M * \ N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.