Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 2
Þ YTURISKJANUM Það er tæpast um aS villast: Bæði Þjóðvinafélagsalmanakinu og hannyrðadagatalinu frá Skelj- ungi ber saman um það, að nú sé komið árið 1968. Og það eru heim- ildir, sem maður vefengir ekki að raunalausu. Það eru með öðrum orðum þrjú hundruð ár síðan hún maddama Helga mín í Selárdal var hvað skelfilegast kvalin af eldormum 'þeim og djöfulsins sendiboðum, sem í þann tíð pláguðu Vestfjörðu, tvö hundruð ár síðan Gudmand- sen í Hólminum hressti upp á mat- aræðið hérna í grannsveitunum með maðkamjölinu (dýrin f þvi voru með purpurahöfuð) og fyr- irmenn á Öxarárþingi afréðu að senda stiftamtmanninum nokkrar tunnur af lambakjöti og biðja hann i staðinn að láta norður hingað hermenn til þess að vernda þing- heim fyrir séra Ólafi í Hvítadal, og hundrað ár síðan stofnaður var sparisjóður á Seyðisfirði og söng- félag í Reykjavík. En í haust var það, að hér stýfðu þeir krónuna síðast, loflegrar minningar, enda átti það við um hana, sr sums staðar er sagt í fornsögunum, að hún lá svo við höggi, að freist- andi var að láta öxina ríða á hana Peir, sem hugsa sér aB halda Sunnudags- bSaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á bví. Og velkomið sé þetta nýja ár, sem ætlar að búa með oss í 366 daga og 366 nætur. Megi oss á því farsælast bæði Steinaldarmenn irnir og Harðjaxlinn, Dýrlingur- inn innræta oss, að meira gildir en góðmennskan að gefa duglega á kjaft, og kunningsskapur takast með Jóu Jóns og leigubílstjórun- um. Og vonandi fær sjónvarpið tækifæri til þess að hafa það að smekklegum gamanmálum í næstu áramótasöngvum, hve miklu af sprengjum hafi verið varpað á Viet Nam. Á þessu herrans blessaða ári gerum við okkur staðfastar vonir um að kyndistöðvarnar í Árbæjar- hverfinu og fyrirheit hitaveitustjór ans í Reykjavík bregðist ekki frá sumarmálum til haustnátta, tuin Hallgrimskirkju á Skólavörðuholti teygi sig svo hátt upp í himin- blámann, að hann verði fólki um Mosfellssveit og Kjalarnes til veru legs augnayndis, er kemur að næstu hundadögum, að ræðis- menn okkar erlendis bregðist ekki mönnunum, sem leita til þeirra langt að reknir, og tertubotnarnir dönsku, sem Clausen miðlar okk- ur, verði ekki frá okkur teknir. í byrjun Skerplu bíður okkar enn fremur sú gleði roeð nýju tungli, að sjá ökutæki góðborgar- anna renna upp Elliðaárbrekkuna og hverfa þar inn í rykmökk Vest- urlandsvegar á hægra kanti Þar með höfum við fyrir einar sextíu milljónir orðið hluthafar í fyrir- yheiti, svipuðu því, sem eitt sinn var gefið á þakbrún mustens nokk urs austur í heimi, og steytum ekki framar fót okkar við steini. Og svo verður fyrir höndum mikil skemmtan að skjóta sundur um- ferðarmerkin á Hellisheiði, þegar þau hafa verið flutt. Með því að rojalistahreyfingunni sem upp kom á Akureyri um árið varð ekki sigurs auðið, mun það farast fyrir, að við bjóðum Kon- stantín nýtt konungdæmi í stað Griikklands, sem orðið er að grárri meri, og kemur þá til þeirra kasta að ráðstafa lyklavöldum á Bessa- stöðum á Álftanesi á heimamark- aði. En þar eð ekki hvílir á okkur sú synd, að hafa mistekizt slátr- un þjóðar, sem er máttarminni og blakkari en við, ætti það að geta gerzt harmkvælalítið. Það er baggi, sem maður nokkur frá Texas verður aftur á móti að rog- aist með. Trúlegt er, að þettá ár færi lausn og frelsi þeim hjartans vin- um saltsildar og lýsis, er lengi hafa verið hlekkjaðir á óvistlegum stað milli hárra fjalla, og hreppi þeir í stað kvalanna fyrir norðan einn sælunnar reit í sjálfri höfuð- borginni, fjarri þanglykt og slori og rosalegum sjóurum. Fer þá vonandi að stíga afurðaverðið, er síldarútvegsnefnd sleppur úr hel- greipum Siglfirðinga. Þannig bendir flest til þess, að þetta verði notalegt ár og viðfelld- ið í alla staði, sennilega gott veizlu ár og sólskinsár þeim, sem eign- azt hafa sumarbústaði í þjóðgarð- inum. Síðast en ekki sízt ætti það að verða Akureyringum merkisár. Gamalt og gott máltæki segir. að guð hjálpi þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Það er einmitt þetta, sem vonandi sannast á þeim þarna við botn Eyjafjarðar. íbúar Akureyr- ar eiga sem sé að fara yfir tíu þúsund á þessu ári (jafngott þótt haldið sé í við Kópvæinga), hafi fólk þar verið sæmilega duglegt á hinu, sem fyrir skemmstu leið í aldanna skaut. Því að enn stend- uí óhaggað, að það kemur fram í seinna verkinu, sem gert er í hinu fyrra. En Kópvæingum ósk- um við þess, að þeir hafi einhverja stund aflögu til þess að ganga frá lóðum þeirra húsa, sem komin eru á fermingaraldur. J.H. M 10 TlN i N N - áUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.