Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 10
JAKOB GUÐLAUGSSON: Ferð á Eystraf jall sumarið 1962 Frá því að ég kom hingað í Öræfin til búskapar, hef ég aldrei getað skoðað hina stórhrotnu nátt- 6rufegurð sveitarinnar eins og mig hefur langað til. Þótt ég ímali hér í Skaftafelli haust og por, finnst mér ég alltaf sjá eitt- (ívað nýtt. Það eru aldrei sömu íitir á fjöllunum og á jöklunum er Sldrei sami blærinn. Því var það, Rð ég fylltist „spenning“ þegar Oddur Jónsson á Fagurhólsmýri hringdj til min dag einn í ágúst árið 1962 og sagði, að hjá sér færu tveir Þjóðverjar, sem vildu komast landveg vestur yfir Skeið- arárjökul og á Eystrafjall, en svo heitir fjalllendið handan jökuls- tns. Vildu þeir fá fylgd þangað, en ætluðu síðan einir til Reykja- Vlíkur. Þarna væri skemmtilegt tækifæri að sjá ókunnan og sjald- farinn stað. Ég fór nú að bera þetta undir minn „betri helming“ og leizt frúnni ekki meir en svo á slíkt ferðalag, og sagði að aldrei gæfi faún samþykki sitt til þess, að ég færi þetta einn. Jón Pálsson í Svínafelli var á ferð inn að Skaftafelli um þessar jnundir, og fór ég að ræða þetta við hann. Kom okkur saman um, að það hlyti að vera skemmtilegt að fara þetta. Hann kvaðst vera til með að koma líka, og var þetta svo ákveðið okkar á milli. Þjóðverjarnir komu inn að ákaftafelli miðvikudaginn 22. ígúst. Þettá voru ungir menn og íétu Udo og Olaf. Ekki sögðust peir vera vanir miklum fjallgöng- uní. Þeir kváðust ekki vera neitt tímabundnir, og væri það ekki til baga fyrir okkur, þá hefðu þeir gaman af að dvelja í Skaftafelli svona vikutíma og fá að vinna við 'heyskap, þvl að það hefðu þeir aldrei gert. Þeir voru svo um kyrrt í rúma viku og bæði röbuðu og slógu, og fannst þeim það skemmtileg til- 18 breyting frá skrifstofustörfunum, sem þeir unnu við í Þýzkalandi. Þeir höfðu oft orð á, að það gæti ekki verið langur vegur yfir á Eystrafjall. Þetta sýndist svo stutt á kortinu, svo og að horfa þangað frá Skaftafelli. Mér fór nú að detta í hug að fara með þá upp á Jökulfell, svo að þeir fengju svolitla yfirsýn yfir leið- ina, sem í vændum var að fara. Við fórum svo inn eftir á föstu- deginum, en því miður voru veð- urguðirnir ekki hliðhollir okkur í það skipti, því að yfir skellti með þoku, þegar við komum inn á Morsáraurana, svo að lítið var hægt að sjá. En dálítið breyttist viðhorf þeirra gagnvart vega- lengdinnf eftir þessa ferð, og nú ákváðu þeir að fara inn að jökli degi áður en lagt yrði af stað í aðalferðina, og tjalda þar, því að þeir héldu, að hitt yrði nóg dag- leið fyrir þá. Ákveðið var, að leggja af stað á laugardeginum 1. september, en veðurspá var þá ekki góð, svo að okkur Jóni fannst ekki ráðlegt að leggja upp í ferð- ina þá. Á sunnudagsmorgun var tal- verður stormur og ekki útlit fyrir jöklaveður þann daginn. En Þjóð- verjarnir lögðu af stað um tíu- leytið með allan sinn farangur, sem var æði fyrirferðarmikill og þungur, vó um 60 kg, og ætluðu þeir inn að jökli og tjalda þar um nóttina. Áttum við Jón að vera komnir þangað kl. 8 næsta morgun, ef veður leyfði. Veður- spá var góð, svo að við Jón ákváð- um okkar á milli að leggja af stað frá Skaftafelli kl .6 á mánu- dagsmorgun, sem við og gerðum. Veður var bjart, og auðvitað vorum við báðir léttir í lund og heldur léttstigir fyrsta sprettinn. Þegar við komum inn á Skafta- fellsheiði, sáum við, að þokuslæð- ingur var kominn yfir Skeiðarár- "jökul, en fljótlega birti upp, og komium við inn að jökli á til- settum tíma. Svo, þegar við fórum inn með Jöfculfelli, sáum við handklæði breitt á klöpp og ör teiknuð í sandinn til merki um, hvaða leið við ættum að fara til að fínna Þjóðverjana. Var nú haldið sem leið lá vest- ur á vesturbrún Eystrafjalls og stefnan tekin á fossinn í Hvdtár- gljúfri. Þegar komið var vestur á brúnina var farið að athuga kortið og reynt að ráða af því, hvar kof- inn, sem á að vera einhvers stað- ar á þessum slóðum, væri stað- settur, og virtist sem hann ætti, að vera fyrir innan Hvítárgljúf- ur. Var því stefnan tekin í norð- ur, sem aldrei skyldi verið hafa. — Ekki vorum við búnir að ganga lengi, þegar fyrir okkur var gljúf- ur, og tókum við það ráð, að krækja upp fyrir það og héldum svo áfram norður — þetta endur- tók sig þrisvar, að við urðum að krækja svona upp fyrir gljúfrin, og svo niður eftir aftur. Þegar við héldum, að við værum komnir á móts við kofann, fórum við sem leið lá niður að Núpsánni. Við fórum að skyggnast eftir kof- anum, en komum hvergi auga á hann. Héldum við þá áfram með- fram ánni og komum þá inn á svonefnt Klif. En ekki fannst kof- lnn og hættum við því að leita. Tjölduðum við nú á Klifinu. í kjarri vaxinni laut. Ég og Þjóðverjarnir fórum að tjalda, en Jón fór og sótti vatn, því að allir voru mjög þyrstir eftir gönguna, og sagðist Jón hafa grynnt vel á læknum. Svo var tekið til við matseldina. Olaf brytjaði kjöt og hitaði í feiti og hafði hrísgrjón með, og .'ar þetta kóngafæða. Te var hitað á eftir, og var mikið drukkið af því, og héldum við, að ekki yrði næðis- söm nóttin eftir allt þambið. Nú fannst öllum bezt að fara að þegja, en tjaldið var bara ætl- að fyrir tvo. Við Jón vildum sofa úti, því að veður var gott, en það máttu Þjóðverjarnir ekki heyra, svo að við lögðumst allir þarna til hvíldar, en þröngt var hvílu- rúmið. Það hefði kannski verið notalegt, r.f veikara kynið hefði verið með i ferðinni, en í þessum félagsskap var þetta eins og í skrúfstykki. Framhald & 30. síðu. f lttlNN- SONNUDAtiSBUAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.