Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Qupperneq 8
legt, ef það er gott, og okkur finnst verk gott, ef það fær áhorf- andann til að átta sig betur á sjálf- um sér og tilveru sinni hversdags- lega. í því skyni eru öll brögð leyfileg. Menn hafa jafnvel raðað innanstokksmunum og manneskj- um (úr gipsi) upp á svið og skírt „Umhverfi“ eða þvílíktr — Er þetta_ ekki hálfgerð nið- urrifsstefna? Ég meina, þið ráð- izt á viðurkenndar fegurðarhug- myndir og hafnið eldri viðmiðun, er það ekki? — Ég treysti, að það sé þá mð- urrif í jákvæðum skilningi. Og eins og á tíma landslagsmyndar- innar er hliðstæðu að finna í bók- menntum. Skynjun Guðbergs Bergssonar rithöfundar og vinnu- brögð hans eru pop-listinni skyld. Hann ræðst á allar hefðir og flysj- ar rómantíkina utan af nútíman- um, sem stendur loks berskjald- aður frammi fyrir sannleikanum um sjálfan sig. Hérna skal ég sýna þér mynd eftir bandarískan lista- mann, „Björgunaráhöld borgarbú- ans“ (Survival Kit), þar sem hann raðar hlið við hlið nokkrum hlut- um án hverra nútímamaður stór- borg getur illa komizt af. Áhrif- in verða óhugnanleg og þó spaugi- leg. Samanburður við aðferðir Guð bergs er nærtækur. Það er eins og báðir listamenn setji sig í stell- ingar til að rannsaka innyfli sjúks líkama, plokki með töng eitt líC- færi í einu út úr búknum og raði þeim snyrtilega hlið við hlið á bakka. Þetta viðhorf listamanna er að nokkru leyti runnið frá dadaist- um í París á þriðjatug aldarinn- ar. Þeir eignuðust ekki fulltrúa á íslandi, og eru raunar fyrst núna að öðlast viðurkenningu sem mark vert skeið í listsögunni. Einn helzti foi“vígismaður þeirra, Mar- cel Duihamp, var aldrei í vand- ræðum með að gera samtíðarmenn sina hlessa. Það var víst hann, sem fann upp á því að taka fjölda- framleidda hluti, stilla þeim upp á liistsýningum og kalla sín verk. Dæmi um það var framgaffall af reiðhjóli, standandi uppi á stól- toolli. — Og hvað átti það nú að táikna? — Það var undir hugarflugi hvere álhorfanda komið. Ég hafði persónulega mjög gaman af þvi. Mér finnst það bera blæ af ft strit spunakonu, sem það minmr á. Annað skipti sýndi Duchamp hlandskál og skírði hinu fagra nafnj Fontana. Enn eitt uppátæki hans var að afhenda safni í New York evrópskt verk. Það var inn siglað Parísarloft i loftþéttu íláti. Sigurjón er nú búinn að snúa svo upp á heilann í mér, að ég er að verða eins og skáldið, sem fannst það finna til. En ég get ekki annað en skammazt mín, þeg- ar mér verður Ijóst, að tímabili abstraktmyndanna er að ljúka, áð- ur en við leikmenn höfum fylli- lega áttað okkur á þeim, og ný liststefna gengin í garð. Er það furða, þótt listamenn kvarti yfir skilningsleysi almennings? Það er sannarlega gráglettin kaldfyndni lífsins, að sú samtíðartúlkun, sem heiðarlegir listamenn eru tilbúnir að fórná^öllum heimsins gæðum til að gera 'sem sannasta, skuli aldrei ná til almennings fyrr en einni eða tveim kynslóðum síðar, þegar hún er að vissu leyti úrelt orðin með breyttum tímum. Fjárhagsástæður Sigurjóns eru í samræmi við það. fengið styrki, eins og ungir raun- vísindamenn? — Nei, framlag ríkisins til ungra listamanna er lítið sem ekk- ert. Styrkur Alþingis skiptist í allt- of marga staði til að koma að gagni, og er helzt ekki veittur mönnum, fyrr en þeir komast á fertugsaldurinn. Nú, en aldrei skal gefast upp, þótt á móíi blási. Að vori höldum við i#an og freistum gæfunnar. Sunnudagsblaðið árnar Sigur- jóni fararheilla. Það hefur verið skemmtilegt að fá tækifæri til að gægjast augnablik inn í heim pop- listarinnar, þann kapítula úr list- -þróunarsögunni, sem sækir efni- yið í manneskjunnar bjástur á því herrans ári 1967. Inga. □ — Geta ungir listamenn ekki Sigurjón Jóhannsson hefur áhuga á leikhúsi og gerSi meSal annars leiktjöld fyrir sýninguna „Jakob eða uppeldið'* eftir lonesco, sem leikflokkurinn Grfma gekkst fyrlr siðastliðið haust. Aðalpersónan, Jakob, heimtar konu með þrjú nef og fœr hana að lokum. Sigurjón útbjó litrikar grlmur, ekki aðeins á hina þrlnefjuðu brúði, heldur og á alla lelkarana, og gáfu þær sýningunni skemmtileg- an svlp. Hérna sjást vlnnutelkningar að nokkrum þeirra. og voru þessar ætlaðar á foreldra brúðhjónanna. Aðferðin er sú gamla góða, sem lýst er i föndurbókum handa ungllngum, sem sé að hnoða andlit úr leir jpg þekj^ það slðan pappirs- kveOnu vonleysi. Kaunsáté• »r það •» bmt. , • -x,;r. ' "■■■-• - -á,.->•>' - T t M l fy N - 8WNNUDAG8BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.