Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 6
r í þessari mynd Sigurjóns er margt aS sjá fyrir hvort tveggja, augasteina og heilakvarnlr. Línur og fletir myndarinnar bera vott um næmt formskyn. Milli hinna ýmsu eininga myndarinnar ríkir ákveðið jafnvægi, sem gæðir hana styrk. Myndrænt gildi þessa verks, sem er samjett af máluðum flötum og tímaritsúrklippum, magnar boðskap þess. Og hér reynir enn á ímyndunarafl áhorfandans. En þar sem stærð og pappfr Sunnudagsblaðsins munu torvelda ráðnlngu myndar. innar skal hér farið um hana nokkrum orðum. Nakin Asíustúlka (klippt úr Playboy), eyíimörk, skriðdreki með hrollvekjandi byssuhlaupi, síveltandi óminnishjól skemmtl- staðarins, forsíða þýzks tímarlts, þar sem tveggja styrjalda er mlnnzt með orðunum Nle wleder (Aldrei aftur), glottandi maður með silfurpening fyrir auga og loks gúmmihjólbarði, tákn öflugustu auðhringa helms. Friðarboðskapur, þrunginn ákveðnu vonluysi þess manns, sem vclt, að sagan endurtekur sig alltaf. Nokkuð af myndinni er málað f fánalitunum, annað er með málmáferð. Á þann hátt vill listamaðurinn vekja hugboð um það, hve þjóðerniskennd getur verið hættuleg, þegar við hana tvinnast hernaðarandi. ing. í mínum augum er það eitt verk listaverk, sem tjáir raun- sanna skynjun listamannsins á um Iiverfi sínu og samtíð. Maður, sem skapar, er að gefa af sjálfum sér, segja hug sinn um eitthvað, skálda. Öll góð list er skáldskapur. Heldur þú, að það sé list, að setjast niður fyrir framan hús eða fjall og teikna það eins nákvæm- lega og mögulegt er? Nei, það er eftirherma. Taktu svo myr.d eftir Kjarval til dæmis, og sjáðu, hvað hann bætir miklu við frá sjálfum sér. — Nú, jæja, en hvernig skynj- ið þið pop-málarar þá umhverfi ykkar? Og hver er afstaða ykk 55 til abstraktlistar? — Ég held ég verði að halda yfir þér smáfyrirlestur um list- sögu, góða mín. Hver tími kallar á nýjan tjáningarmáta, og oft er hinn nýi still í algerri mótsetn- ingu við ríkjandi stefnu næsta tímabils á undan. Landslagsmálar- arnir fóru að leysa myndir sínar upp í einingar, keilur og ferninga, samanber Cezanne og hér heima Jón Stefánsson. Smátt og smátt þokaði náttúrulikingin (Braque, Picasso) með öllu fyrir rúmmáls- fræðilegum formum. Kúbisminn var genginn í garð. Og þar á eft- ir hrein flatamálsfræði (Pietre Mondrian). Menn sökktu sér æ meira niður í samspil lita og lína, íhin ákveðnu þríhyrndu og fer- hyrndu form leystust upp í mjúk- ar linur. Abstraktexpressionismi hafði tekið við af geometrisku ab- straktsjón. Nú heyrir hún einnig, í mínum augum, fortíðinni til. Hún hefur farið gegnum öll hugsanleg stig, og átt sína ágætu menn, eins og önnur listaskeið. Pop-listin, and stæða abstraktsjónarinnar, er að ryðjast í sæti hennar. Við gerum hlé á samtalinu, með an Sigurjón sýnir mér myndir í hinum nýja stfl. Við fyrstu sýn virðast þær undarlegar. Alls kon- ar skrani raðað saman, öskuhauga- dót, manneskjur úr gipsi eða hænsnaneti, nákvæmar eftirmynd- ir af súpudósum, kókflöskum, gler Ikassi með myglaðri súrmjólk. Plastmyndir Kjartans Slettemarks. Og einn af frægustu fylgjendum stefnunnar í Bandarikjunum, Andy 14 TtfllNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.