Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 17
GRÉTA SIGFÚSDÓTTIR: m VEGAMÓT Tónarnir fylltu salinn. Þeim skiolaði í bylgjum yfir snjóhvíta borðdúkana, þeir sveimuðu milli vegglampanna sem lýstu dauft í ijósaskiptunum og stigu hringdans umhverfis súlurnar umvafðar klif- urjurtum sem deildu salnum í tvennt, unz þeir skullu á hörðum veggflötunum og hurfu gegnum þá í óskynjanlegum hraðasveifl- um. Þó barst bylgjuhvísl gegnum op- inn glugga út á götuna, þar sem prúðbúið fólk reikaði fram og aft- ur þennan sunnudagseftirmiddag, og sfumum varð litið inn um spegil gljáar rúðurnar. Aðrir stungu við fótum og hlustuðu um stund: Þú elslka átt eins lengi og þér er unnt, eins lengi og þér er unnt. Það sá á döikkan kollinn á pianó- leikaranum bak við slaghörpubákn;, -ið með stóra vasanum, fylltum hvlt um gladiólum. Þeir minntu hvir á annan — léku með sömu innlifun og ástríðu. Og ósjálfrátt hafði hún textann yfir í huga sér: Því fyrr en þig varir ævi þín er öll, og ekkert stoða angur né bitur tár, ef forgörðum líf þitt er farið. Hann leit skyndilega upp og renndi augunum yfir salinn. And- llt hans var fölt og skarpmótað. Það var enginn ytri svipur með þeim, nema dökkt hárið. Hann kinkaði koili i áttina til þeirra og leit svo strax niður í nóturnar aft- ur. Fríða hafði svarað kveðju hans. — Þekkirðu píanóleikarann? — Litils háttar. Hann hefur stundum spilað i veizlum á hótel- ínu. Friða þagnaði snögglega eins og hún liefði ætlað sér að segja .eitthvað meir, en hætt við það. Nú lék hann kadensuna — með fullkominni tækni eins og hún sjálf hafði alltaf óskað sér að geta leikið Liszt. Hún hlustaði hugfang in. Hann var enginn venjulegur kaffihúsahljómlistarmaður. í hléinu kom hann að borði þeirra.Hann fékk sér sæti án þsss að spyrja um leyfi og gaf sig á tal við Fríðu. Augu hans höfðu hvílt á andliti hennar örstutta stund, svo einkennilega fjarræn — eins og þau horfðu í gegnum hana. Hann talaði hratt og ógreini- lega. — Veiztu um nokkurn sem vill skipta á herbergi og íbúð? Ég hef nefnilega tvö herbergi og eldhús á leigu, sem ég gjarna vildi láta í skiptum fyrir eitt herbergi. Fríða hristi höfuðið. — Ég hef búið þarna síðan mamma dó, og þetta er alltof stór íbúð fyrir mig einan. Til þess að dylja áhuga sinn fyr- ir honum, fór hún að virða fyrir sér gestina við hin borðin. Salur- inn var troðfullur, og alltaf var fólk að koma í dyrnar tíl að svip- ast um eftjr auðu borði. Margt gestanna voru.konur: miðaldra og feitlagnar, ungar og grannar. En flHIN N - SliNNUDAGSftLAJb

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.