Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 16
\ V \ Norska sjómannaheimilið á Seyðlsfirði — Norsk Flskarheim. — hlýrra en á Englandi. Er ekki sól9kin núna?“ Ég flýtti mér að jánka því. „En þetta halda Englendingar samt. Það voru hér enskir her- menn á styrjaldarárunum, og hverju heldurðu, að þeir hafi tyllt á öxlina á sér?“ spurði hún reið’ lega: „Mynd af hvítabirni“ Af háttvísi minni vék ég talinu að veru hennar í enskum heima- vistarskóla og árlangri dvöl á Eng- landi. „Englendingar eru verstir", stað hæfði hún af óbifanlegri sannfær- ingu tuttugu og eins árs gamallar stúl'ku. „Skotarnir eru ágætir, ger- ólíkir Englendingum, og það eru Frakkar líka“ Ég andmælti sárgramur, en vann ekki á. Hún var í góðu starfi, og foreldr ar hennar voru ríkir, en hún hafði samt byrjað í síld, þegar hún var átta ára gömul, og gat enn brugð- ið sér í síldarpils, þegar sá gáll- inn v#r á henni. Ekki voru allar. síldarstúlkurnar fslenikar. Meðal þeirra voru tvær, sem urðu góðvinir ofckar og gáfu sér tíma til þess að ræsta bátinn og jafnvel matreiða handa okkur, þrátt fyrir daglegt erfiði sitt. Önn ur var enskur jarðfræðingur í sum arleyfi, en hin svissneskur grasa- fræðingur. ★ ' Eileen Callaghan var þaulvön fjallagöngum, og þetta var í þriðja skipti, að hún dvaldist á íslandi, sem á því happi að hrósa, að þar er nægð jarðfræðilegra rannsókn- arefna. Hún ráðgerði að fara alein á fæti suður hinar miklu hraun- auðnir miðhálendisins milli Vatna- jöfculs og Hofsjökuls — á að gizka tólf daga ferð. Lilly Luscher hafði ávallt þráð norðrið síðan hún var barn. Og þetta vor hafði hún sagt upp vinnu sinni í Svisslandi og komið til Reykjavíkur með tjald og svefn- poka, kunnáttulaus í íslenzku, dönsku og ensku, fáfróð um land- ið og með léttan sjóð. Þær kynnt- ust, hún og Eileen, á farfuglaheim ili, og svo fóru þær saman í flug- vél til Seyðisfjarðar. Þær sögðu okkur þá furðusögu að á Seyðisfirði væri sundhöll, sem bæjarfélagið ætti, búin steypíbaði og öllu, sem vera ætti, og opin langt fram á kvöld. Ég spyr sjálf- an mig, hvar á Englandi finmst bær, jafnvel tíu sinnum fjölmenn ari, er geti gortað af slíku. Þetta var annað kvöld okkar í landi, og við tókum því fegins hendi að fara f sund og bað, þó að okkur fynd- ist sem við værum dvergar meðal hinna hávöxnu og herðabreiðu fs- lendinga, sem þar voru. Fáeinir kunningjar íslenzkir fÓru með okkur út í bátinn, Rehu Moana, og hófst þar brátt gleðskap ur. Ég sagði Mac að hafa fataskipti, grípa til andagiftar sinnar. og syngja fyrir okkur japanskan hrís- grjónavínssöng — á japönsku. Ég man líka, að eitt af kraftvrð- um enskrar tungu kom okkur í dálítinn bobba. Starfsmaður í fjarskiptastöðinni á Seyðisfirði sat úti í horni og taut- aði fyrir munni sér, og það var sýnilegt, að eitthvað íþyngdi hon- um. Svo hófst hann í sæti sínu og spurði rómi, sem varð enn mjórri og skar sig meira úr öðrum rödd- um en ella vegna ákefðar hans- „ÞeUa enska orð —hvað þýðir það? Ég heyrði það æ ofan í æ í talstöðvunum á togurunum á ensku — þeir eru alltaf með það á vörunum þar. Ég tala oft vtð ensku fiskiskipin, og alltaf dynur þetta orð á mér. Ég hef gáð að því í enskri orðabók —ég keypti mér stóra orðabók — ,en ég hef ekki getað fundið það. Hvað þýð- ir þetta orð?“ Hann stóð á öndinni af æsingu og eftirvæntingu. Merton tók rögg á sig og hvísl- aði að honum leyndarmálinu og lét þá skýringu fylgja, að þetta ágæta orð væri að jafnaði lítið not- að í viðurvist kvenna. ★ Qkkur fannst dálítið, örðugt að Framhald á 30. síðu. 24 TflHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.