Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 22
Meðal græneygðra kvenna Framhald af 24. síðu. njóta hvíldar á íslandi. Við þold- um með prýði að‘ vaka fram eftir eina nótt til þess að fagna 'and- töku okkar og mýkja okkur, áður en við færum að kljást við sigiu- ti*eð. Hitt tók meira á okkuv, að landsmenn virtust alls ekki þurfa að blunda þessar björtu sumarnæt ur. Það gerðist jafnt klukkan þrjú um nætur sem um miðja daga að gestir og alis konar fróðleiksfúst fólk ryddist þungum skrefum upp á þilfarið. Alit var þetta forvitna fólk fjarskalega vingjarnlegt. en um síðir fengum við nóg af svo góðu. Við gripum til þess ’áðs að biðja Pétur Blöndal að semja á- varp, þar sem við beiddumst þeirr- ar líknar að fá að vera á iriði um svefntimann. Þetta bætti he'.dur úr skák. Nú flykktust að síldarbátar, sem biðu þess, að veiðin hæfist — að- allega íslenzkir, norskir og fær- eyskir. Samtímis hófust brennivíns bardagar miklir, sem samboðmr voru ósviknum víkingum. í Orkn- eyingasögu getur þess, að Sveinn nokkur brjóstreip bar sig upp und an því, að honum hafði ver:ð feng- ið stærra drykkjarhorn en Sveini Ásleifarsyni (því að hornið varð að tæma í hvert skipti í einum teyg, og hefði hann þess vegna orðið fyrr drukkinn) Af þessu spratt deila, og drap Sveinn Ásleii'arson nafna sinn með öxi. Þótt ekki drægi til svo mikilla tíðinda á Seyðisfirði, varð okkur Tony dálítið hverft við eitt kvöld- ið, er við komum að ungum skip- stjóra af færeyskum fiskibáti, er særzt hafði svo á hendi, að blóðið fossaði úr honum. Við héldum, að þarna hefði orðið slys, en brátt komumst við að raun um. að svo var ekki: Hann hafði bara svarizt í svona blóðugt fóstbræðralag við íslenzkan sjómann. Sjáanlega hafði þó blóðfórnin or3ið í frekasta Iagi. Rétt á eftir slágsaði sjómaður til okkar, enn drukknari en hinn fyrri. „Ha“, sagði hann, þegar hann heyrði að við vorum útlendingar „Þið talið enskuna, piltar?“ En við áttuðum okkur fljótt og létum ekki standa á svari. „Ekki, ekki“, saigði Tony. „Nei, nei“, sagði ég eins skýrt og ég gat. „Blessaður" kölluðum við svo og flýttum okkur burt. .. Einn daginn bárust þau tíðindi um bæinn, að fiskiskip hefði verið gripið í landhelgi. Þetta var lítifl og ósjálegur togari, enskur, og hét Dorade. Stór fallbyssubátur, Óð- inn, kom með hann til hafnar Honum rennt í kví á milli herskips ins og stórs, norsks togara, svo að skipstjórinn stryki ekki með hann. Dorade hafði verið að veiðum tvær sjómílur innan fiskveiðimark anna, og Pétur Blöndal brá þegar við að undirbúa vömina. Nú var Merton lögfræðingur, og þess vegna var honum boðið að vera við málsrannsóknina. En þrátt fyrir allt umstangið var skipstjóranum dæmd tvö þúsund og fimm hundr- uð sterlingspunda sekt og varð þar á ofan að kaupa út vörpuna og aflann fyrir viðlíka fjárhæð. Mál- ið dróst á langinn vegna áfrýjun- ar, og seinna varð töf á, að geng- ið væri frá tryggingum, svo að það virtist helzt um tíma sem þeir togarakarlarnir myndu vera þarna á Seyðisfirði sumarlangt. „Við setjum það ekki fyrir okk- ur, þó að sektin sé mikil“, sagði einn af skipshöfninni." Þeir eiga allt undir fiskveiðunum, og við höf um spurnir af því, að þeir sekta líka sína menn svikaiaust. En þeg- ar útlendir togarar skafa fjörurn- ar heima — hver heldurðu, að sekt in sé hjá stjórnarvöldum okkar: Skitin fimmtíu pund“. Það voru ekki margir dagar liðnir, er mennirnir á mæðuskip- inu Dorade voru orðnir góðkunn- ingjar okkar. Á Eystrafjall — Framhald af 18. si3u. En kl. 4 risu Þjóðverjarnir upp, en þeim hafði víst ekki orðið svefnsamt, og sögðust ætla út, því að þetta væri ekki hægt. Kváð- ust þeir ætla að ganga um til kl. 6, en við skyldum sofa þangað tiL Og fljótlega heyrðj ég hraustlega Lausn 48. krossgátu skorna hrúta við hliðina á mér. Um sexleytið vöknuðum við. Voru þá Þjóðverjarnir að koma. Var nú hitað te, og fengu allir sér hressingu. Fórum við Jón nú að tygja okkur til ferðar, en áður en kvatt var, kom Udo með whisky, og var skálað fyrir þessari ánægjulegu ferð. Ekki vildum við fara svo af Eystrafjalli, að við hefðum ekki fundið kofann. Við leituðum í hálf tíma og fundum kofann talsvert sunnar en sýnt var á kortinu. Þetta var lítill moldarkofi mest- allur í jörð, og urðum við að skríða gegnum dyrnar, en víði- hrísla óx út úr stafninum fyrir ofan þær. Þarna var lítill við- leguútbúnaður, en þó prímus og ketill og seinna frétti ég að þar ættu að vera bollar. Nú héldum við áfram og vor- um komnir austur í skarð klukk- an hálf tólf. Við stönzuðum nokk- uð oft, þvi að þarna voru girni- legir berjarunnar. Um tóifleytið lögðum við svo á jökulinn og tókum stefnuna á Fátækramannahól. Við fórum sunn ar nú en þegar við fórum vestur, og fannst okkur það mun betri leið. Við vorum komnir kl 3 austur í Jökulfell og héldum það- an sem leið liggur heim að Skafta- felli. □ ciigmsna ssig.smi3a: *ra0BHH.r3mS»lHfc!aL3^ ^QHíiiEiaEiísaaiiassEie isnaracsmaiiiQGiiiimíiQtó. SSBBQEEiÍSQlKmíS&mSD iSHmíasEEísiBíSíSEDiraB isQQHöiismiiiBiSGimiamEa; aaaaHQGiatscaaaisíaci: fiSHHaEiamiiSBiaaEaiaDi sstasaBiisaHSiísiamaiass EBSQQfiSmilEiQGlEfiSmQ usGiiSHissBiaEiissmtniin .icsnrdHssssHaLíifflmcimci EEHQaeBQmiíiQii&iaíi 30 - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.