Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 18
allar áttu það sameiginlegt, að vera klæddar eftir nýjustu tízku og í dýrum og vel sniðnum fötum. Þær teygðu teprulega úr litlafingrinum um leið og þær lyftn kaffibollan- um og létu augun flögra um sal- inn, þar sem snyrtilegir rosknir herrar sátu við borð, hlaðin smurðu brauði og vínföngum. — Athygli hennar beindist skyndi- lega að borði þeirra aftur. — Gætirðu ekki náð í vín- flösku á hótelinu? Eftir á getum við svo farið heim til mín og lit- ið á íbúðina. Hjarta hennar barðist ákaft með an hún beið eftir svari Fríðu, sem var snöggt og fremur kuldalegt. — Kemur ekki til mála. Ég hef engan áhuga á þessari íbúð þinni. Þú veizt að ég bý á hótelinu, þar sem ég vinn. Hún fann vonbrigðin læsast um sig, og flýtti sér að bera fram uppá stungu. — Þið getið komið heim með mér. Ég á bæði vin og það sem sterkara er heima. Það var eins og hann uppgötv- aði hana í fyrsta sinn, og hún roðn aði vegna framhleypni sinnar. Hann sendi henni þakklátt augna- ráð og spratt á fætur með endur- nýjuðum þrótti. — Það er ekki búið að kynna okkur. Við verðum þá að sjá um það sjálf. Hún vissi varla af sér meðan hann hélt um hönd hennar og end- urtók eiginnafn hennar með lágri, hljómþýðri rödd. — Auður. — Eruð þér erlend- ar? — Já. íslenzk. — Það var gaman. — Þið bíðið mín hér, þar til ég hef lokið við að spila. Hún horfði á eftir honum eins og í leiðsiu, þar sem hann otaði sér miiii borðanna, hávaxinn og grannur. Hárið var of sítt. Það lið- aðíst svo fallega í hnakkagrófinni og nam við jakkakragann. Fríða var önug. — Ég skE ekkert í þér að vera að bjóða Aage Nilsen heim. Ég, fyrir mitt Ieyti, þoli ekki karlmenn sem ganga í ópressuðum buxum og alltaf eru blankir. Ég fer ekki fet, nema ég fái einn kunningja minn til að koma líka. Hann er farandsali utan af landi og situr þama upp við súluna til vinstri. Auður leit hvorkl þangað sem Friða sagðl til né svaraði, þvi að Aage var farinn að spila aftur. . . Þau pöntuðu bíl og óku heim til hennar. Kunningi Fríðu borgaði bflinn. Auður stöðvaði bílinn spöl- korn frá húsinu, og þau gengu vegarspottann sem eftir var. Hús- ið stóð á Holmenkollen og bar hátt yfir borginá, sem lá fyrir neðan fætur þeirra eins og glitrandi ljósa breiða, en bak við dökka skógar- ásana í austri sást dularfullur bjarmi á myrkum himninum. Brjóst Auðar fylltist stolti, þeg- ar hún lauk upp útflúraðri eikar- hurðinni að fyrirmannlegu einbýi- ishúsi sínu. Þau fóru úr yfirhöfn- unum í forsalnum, og í sterkri rafmagnsbirtunni tók hún eftir, hve föt Aage voru snjáð og flibb- inn þvældur. — Hann gat ekki verið eins ungur og hún hafði hald ið í fyrstu, því að hann var far- inn að grána í vöngum. Hún opnaði dagstofudyrnar og ætlaði að kveikja ljós, en Fríða bað hann að láta það vera. Mán- inn var nú kominn upp yfir skóg- arásana og stofan var böðuð mildu ijósi, sem streymdi inn um glugg- ann og lýsti á sófann, borðið og hægindastólana fyrir framan hann, en húsgögnin fram með veggjun- um voru hulin skugga. Aage sett- íst strax við píanóið og fór að spila, meðan Auður kveikti upp í arninu mog bar fram hressingu. Vínskápurinn var hlaðinn smáum og stórum flöskum af mismunandi gerð, og margar voru sjaldgæfar og ekki að fá í ríkisútsölunni. Fríða og kunningi hennar lögðu undir sig sófann. Þau höfðu bil á milli sín fyrst í stað, en færðu sig nær hvort öðru eftir því sem þau tæmdu glösin þéttar, unz hann læddi öðrum handleggnum yfritm hana og hún hallaði höfðinu að öxl hans. — Með hvað ferðast þú? — Nylonundirföt, brjóstahald- ara og sokka. — Hvenær tekurðu upp? — Ég er búinn að því. Byrja að taka á móti viðskiptavinum I fyrramálið. — En hvað mér hefði þótt gam- an að líta á nærfötin. — Þú getur skroppið með mér upp á herbergi mitt i nótt. Auður sat í hægindastól gegnt þeim og reyndi að láta samtal þeirra trufla ekki unað þann, sem hún hafði af hljómlistinni. Aage lélk sleitulaust, kom aðeins að borð inu til að fylla glasið sitt. Henai skildist að það væru tónsmíðar frá eigin brjósti sem hann lék, og hann tjáði hug sinn allan í storm- flóði af hrynjandi og tónum. Þeir sögðu henni svo margt, — að hann væri einmana, vonsvikinn ó- lánsmaður, sem þráði skilning, innileik og blíðu. Fríða og vinur hennar voru hætt að spjalla saman, en faðmlög þeirra orðin þeim mun ákafari. Það var dimmt í stofunni, því að ský hafði dregið fyrir tungiið, og Auður horfði yfir Fríðu og farand- salann, þar sem þau sátu i þétt- um faðmlögum, út um gluggann: á skýin sem þutu um himinhvolf- ið og gvartar, kræklóttar trjágrein- arnar í garðinum. Þá var alit í einu brugðið upp ijósi. Þau tóku öll viðbragð og litu til dyranna. Fríða og vinur henn- ar hrökkluðust hvort frá öðru, og Fríða flýtti sér að lagfæra föt sín, sem komin voru í óreiðu. — Á þrepskildinum stóð Lísbet. Hún mælti ekki orð. Augu hennar voru nístandi köld. Það sem hún sá í skjallhvítri rafmagnsbirtunni virt- ist á augabragði hafa mótað skoð- un bennar á húsfreyju og gestum: Fríðu með farðann smurðan um hörkulegt andlitið, í illa að- hnepptri blússu og með pilsíð i fellingum yfir breiðum mjöðmun- um. Farandsalann með útstæð, sljó augu og nautnadrætti við slap andi munnvikin. Og Auði, móður sfna, granna og fíngerða, með eðli- legan háralit og ómálað andlit. en flóttaleg augu sem gljáðu af áfeng isvímu — Píanóleiikarann virti hún ekki viðlits. Svo bvarf hún úr gættinni og lokaði hurðinni. Þau fyrirurðu sig og störðu vandræðaleg hvert á ann að. Aage varð fyrstur til að ganga úr stofunni og ná i frakkann sinn. Farandsalinn fór í símann og hringdj á bíl. — Það varð stutt um kveðjur. Hún var oftast ein. Lísbet stund- aðj nám við menntaskóla og var sjaldan heima, og Fríða tét ekki sjá sig eftir að hún fór að vera með farandsalanum. Auði langaði til að hitta Aage og hlusta á hann spila, en þorði ekki að fars ein á veitingahúsið. Hún settist oft við píanóið og reyndi að seiða fram það sem hann hafði leikið um kvöldið, en tókst það ekki Svo reikaði hún eirðarlaus um auðar stofurnar eða fékk sér sæti í hæg- indastól og lét sig dreyma. Nútíð 26 T I M « N - SUN'VUlíAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.