Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 20
aður voru hengd til þerris yfir ryðguðum koksofni. Gólfið var ó- hreint, og yfir öllu lá þykkt lag af ryki. Á gólfinu í svefnherber?- inu, við hliðina á niðurbseldu járn- rúmi, lágu gulnuð dagblöð, vikui’it og nótur á víð og dreif. Hún hitaði kaffi handa þeim á lítilli rafsuðuplötu í eldhúsinu, sem var jafn óvistlegt og illa um gengið og hin herbergin. Nokkrir óhreinir bollar, diskar og hnifapör lágu hér og þar á eldhúsborðinu, en allír skápar voru tómir, og hvergi var neitt matarkyns að sjá. Meðan hann var veikur heim- sótti hún hann daglega og færði honum mat og ávexti, og þegar hann var orðinn frískur, var bað orðið að vana. Hún tók með sér ýmsa hluti að heiman til þess að gera íbúðina vistlegri. Saumaði nv gluggatjöld, þvoðj og gerði við föt in hans og sá um að alltaf væri nóg eldsneyti. Eitt af hennar fyrstu verkum eft ir að hann varð frískur, var að hreinsa til í blaðahrúgunni á gólf- inu, en nóturnar hreyfði hún ekk' Hann hafði látið hana fá lykil að íbúðinni, og hún notaði tækifærið eitt sinri er hann var fjarverandi til að brenna elztu blöðin í ofninum. Innan um blöðin fann hún gamla veitingahúsreikninga og útrunna lánsseðla á innan- stokksmuni og klæðnað, þar á með al á frakkann hans, sem þó var ekki genginn úr gildi. Hún stakk seðlinum ofan í töskuna sína og ákvað að leysa frakkann út. Um leið og hún var að fleygja síðasta blaðinu í ofninn, varð eitthvað hart fyrir hendi hennar. Hún fletti blaðinu sundur. Innan í því lá lá ljósmynd af ungri stúlku. Mynd- in var gulnuð eins og blaðið, en andlit stúlkunnar Ijómaði af ynd- isþokka. Hún stóð með myndina i höndunum, þegar hún heyrði hann koma, og flýtti sér að fela hana milli nótnablaðanna. Hann var í sjæmu skapi. Augu hans voru dimm og köld og ein hver framandi tortryggnissvipur á andlitinu. Hún ætlaði að legg.ia handleggina um háls honum. en hann hratt henni frá sér og bar fram spurningu sem kom henni algerlega á óvart. — Hvernig kynntist þú Fríðu? Það var eins og bláókunnugur maður stæði fyrir framan hana og hún hræddist hann. — Við hittumst á fslendiriga- móti fyrir hér um bil tveimur ár- um. Hún var gift íslendingi þá. —Og nú er hún skilin. — Ég banna þér að umgangast hana með an við erum saman. Hún hefur slæmt orð á sér. — Ég var svo einmana, Aage. — í stórborg í framandi landi Þær eru teljandi þær fáu hræður sem ég hef kynnzt síðan ég kom híngað til Oslóar. — Það gerir ekkert til þó að ég sliti kunnings- skapnum við hana núna, þar sem ég hef þig. Hann blíðkaðist ekki. Rödd hans var jafn reiðileg og fyrr. —Þú átt mann og barn. — Hvernig gaztu gifzt honum, ef þér þótti ekkert vænt um hann? Hún hugsaði sig um áður en hún svaraði, og leiddi hjá sér að geta æskuástarinnar á spilakennaran um og skemmtanalífsins, sem hún hafði þyrlazt út i eftir vonbrigðin með hann. — Við hittumst í Reykjavík á striðsárunum. Ég hafði orðið fyrir þungu áfalli við að missa föður minn og geta ekki haldið áfram tónlistarnáminu, sem var mín heit- asta ósk. Ég kveið framtiðinni, og hann virtist svo öruggur og traust- ur. —Þess vegna giftist ég hon- um og fór með honum til Noregs, þegar stríðinu lauk. Hún gekk til hans og lagði hand- leggina um háls honum, og í þetta sinn hratt hann henni ekki frá sér, en stóð hreyfingarlaus og stjarfur Hún færði sig þá feti lengra 02 byrgði andlitið við barm hans. —Það er eins og það hvarfli aldrei að mér framar, að ég sé gift. Mér þykir svo vænt um þig, Aage, að allt annað hverfur í skugga þess. Hann var hugsandi á svip um leið og hann losaði sig úr faðm- lögunum. Þau voru búin að vera saman i átta mánuði, þegar skeytið kom: KEM HEIM í SUMARLEYFINl STOPP — TEK FLUGVÉL FRÁ ROTTERDAM 1/7 STOPP — KÆRAR KVEÐJUR STOPP JAN Það var aðeins rúm vika til stefnu. — Hún hraðaði sér á fund Aage. Hann lá alklæddur ofan á rúm- inu og var að lesa dagblað. Það var þegar farin að safnast ný blaða hrúga fyrir framan rúmið hans. — Hann hélt áfram að lesa, meðan hún sagði honum fréttirnar, en leit upp úr blaðinu um leið og hún þagnaði. Málrómur hans var ákveð inn. — Þessu verður að vera lokið milli okkar, — og það strax. Auður hafði hnigið niður á eina stólinn sem til var i herberginu. — Hvernig gat hann verið svona harðbrjósta? — Ilún heyrði rödd sína eins og úr fjarska. — Það verður ef til vill bezt, — að minnsta kosti auðveldast. Hann steig fram úr rúminu og fór að ganga um gólf. — Þú sérð það sjálf, að fyrr eða síðar myndi hann komast að þessu. — Ég hef heldur ekkert upp á að bjóða. Þú myndir ekki una hag þínum hjá mér til lengd- ar. Þú ert of góðu vön. Hún litaðist um í herberginu, sem nú var hreint og viðkunnan- legt þótt innanstokksmunir væru fáir. í dagstofunni hafði hún lagt teppi á gólfið og hengt upp mynd- ir, og í eldhúsið voru komin ým- is heimilistæki, sem hún hafði ann að hvort keypt eða haft með sér að heiman. — Ég fengi að sjálfsögðu eitt- hvað úr búinu, og við gætum haft það sæmilegt hérna, — ef þú bara hættir að drekka. Hann staðnæmdist gengt henni og á andlit hans var kominn þes.si harðneskulegi svipur sem hún hræddist. --Nei, og aftur nei. 1 þessum gamla hjalli verður þú aldrei ánægð, þar sem vantar öll þægindi og hvorki er bað né vatnssalerni. Ætli það kæmi ekki svipor á frúna, þegar hún þyrfti að bregða sér niður á útisalernið í portinu í hörkufrosti, þvo sér úr þvottaskál. — Þú ert búin að vera gift í nær tuttugu ár og átt upp- komna dóttur Þú myndir alltaf verða tvískipt og bera nútíð sam- an við fortíð. — Ef ég einhvern- tíma eignast konu, þá vil ég eíga hana einn. Auður stóð á fætur — Þá ætla ég að kveðja þig Hún beið átekta eins og hún byggist við að honum snerist hug- ur. En hann var lagztur fvrir aft- ur og hafði gripið biaðið — Vertu sæl og líði béi vel. Hann leit ekki einu sinni upp, þegar hún gekk út úr herberginu. Hún fór strax að undirbúa komu manns síns: gerði húsið hreim hátt og iágt og kippti öllu i lag. sem farið hafði úr skorðum vegna 28 TlKI'MH - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.