Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 3
Nkff. Sum skordýr eru búin geigvænlegum vopnum, er fátt stenzt fyrir í veröld þeirna. Eitt þeirra er þessi Víga- Styr eyöimerkurinnar. Hann er hiö mesta rándýr, en Múhammeðstrúarmenn segja, að hann biðjist fyrir og snúi þá andliti sínu til Mekka. Piltur þessi er um margt vel úr garði gerður, líkt og fæddur tll þess að berjast og sigra. Grafkyrr bíður hann fórnar- lambanna og snýr höfðinu með hægð, svo að hann geti fylgzt með hreyflngum þeirra. Framlappirnar eru ekkert annað en hryllilegar griptengur. Hætti eitthvert kvikindl sér of nærri,, leggur kappinn til atlögu og grípur það. Síðan tensar hann sig og biður næsta fórnardýrs. Veiðin heppnast þó ekkl alltaf. En sumar tegundir eru í þokkabót likar biómi að sjá, og þær eiga flugur, sem fljúga á milli blóma, illt með að varast. Fætur þessara morðvarga eru um nauðalíkar fögrum bikarblöðum. En hér dylur fegurðin banvæn vopn, líkt og oft er flagð undir fögru skinni í mannheimum iel Itinihininiiirrturriiiíi Kvendýrin eru gráðugri, enda þarfn ast þau meiri næringar vegna þunga síns. Karldýrin sæta hörðum kostum Kerlingarnar éta þá hálfa við mök- unina. Sleppi þeir þá, éta þær þá á eftir. Eggjum sínum kemur móðirin fyrlr i hylki, sem hún býr til úr kvoðu, er hún gefur frá sér. Þó að grimm sé, bregzt ekkl umhyggja hennar fyrlr afkvæminu og viðhaldi kynstofnsins. í hverju hylki eru 100—200 egg. Hylk in eru nálega jafnstór og dýrið sjálft, og eggln geymast i þeim vetrartangt. Höfuð karldýrsins minnir á hyrnda sauðkind eða villigeit. Telbnlngar og lesmál: Charlie Bood T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 11

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.