Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Page 13
Kuggnum geflnn saltur sjór að drekka, áður en hann er settur á flot. Þetta er Suðurhafseyjasiður. eátum endurgoldið. Báðir höíðu þeir árvallt nægan tíma til þess að leyisa margvíslegan vanda okkar. Þó áttu þeir jafnan annríkt. Pétur var til dæmis að byggja síldar- verksmiðju, og fyrir utan þetta og umboðsstörfin var hann þýzkur ræðismaður, foringi slökkviliðsins og sölustjóri Skeljungs og OIíu- verzlunar íslands. Hann sagði okkur slæmar frétt- ir: Heppilegur viður í siglutré var ófáanlegur, því að tré vaxa ekki á íslandi, og stórskipasmiður var enginn á Seyðisfirði. Eigapdi drátt arbrautar, þar sem gert var við fiskibátana, var þó fús til þess að lána okkur smið, ef við gætum sjálfir útvegað okkur trjábol í sigl una. Ég fór að veita meiri athygli frá- sögninni um Hallstein í fornsögun um. Hann var víkingur, sem fór frá Suðureyjum, þar sem fleiri Ihöfðu snúizt til kristni en honum var skapfellt, og þegar til íslands kom, blótaði hann goðunum syni sínum og bað þess, að sextíu álna tré ræki að lándi. Við þurftum tíu álna tré, og við drógum í efa, að okkur myndi áskotnast það, þótt lítillátari væi’um en Hallsteinn. Nokkrip menn, flestir í samfest- ingum, komu út í bátinn til okk- ar, en enginn spurði eftir vega- bréfum okkar eða öðrum skilríki- um, og ekki var heldur farið fram á, að við greiddum hafnargjöld. Þar eð embættismenn staðarins virtust ekki ætla að skeyta um okk ur, fórum við í land og dreifðum okkur um bæinn í leit að siglu- tré. Hið skásta, sem við virtumst eiga völ á, voru grannar renglur úr finnsku lerki eða furu, er not- aðar voru til þess að varna því, að segldúkur, sem breiddur var yfir tunnuhlaða, fyki burt. Þær voru þó ekki nógu gildar, og allar voru þær of stuttar. En við gátum ekki fengið annað. . . Nú var komið miðnætti, þótt enn væri bjart sem um dag, og við vorum orðnir þreyttir. Ég gerði róðstafanir til þess að kaupa beztu rengluna morguninn eftir. ílslendingarnir virtust aftur á móti ekki þurfa að sofa, og menn héldu áfram að koma út til okkar, þar til Merton sagði í reiði sinni: „Hér fær ekki einn einasti mað- ur dropa af brennivíni. Hann fær ekkert, þe®si litli, gamli i samfest- ingnum — sá, sem situr þarna i stiganum“. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, er einn okkar hafði verið kvaddur heim til Englands, að við sáum þessa menn aftur. Þá reyndist einn þeirra vera frá út- lendingaeftirlitinu, annar frá gjald eyriseftirlitinu, og litli maðurinn gamli í samfestingnum var toll- stjórinn. ★ Nú urðum við að gera okkur grein fyrir þvi, bvernig við gátum gert bátinn sem bezt reiðfara með svo ófullnægjandi siglutré, sem við okkur tirtist standa skást til boða. . . Fydrmæli um það, sem gert skyldi í höfn, höfðum við sam ið á hafi úti og nælt upp á þil í káetunni. Það voru tuttugu og tvö atriði á skránni. . . Við höfð- um gizkað á, að við myndum geta lokið þessum störfum öllum á tveim vikum, en þá gerðum við ráð fyrir, að hentugt siglutré biði okkar á bryggju og vanur smiður væri fljótfenginn. Hvorugt reyndist rétt. Skipshöfnin byrjaði nú að hreinsa til á þilfarinu, en sjálfur fór ég á vörubifreið nýs kunningja að sœkja tréð. Mér datt í hug, þar sem við hlunkuðumst áfram eftir rykugum og sundurristum vegin- fi) FERDABÚKUM ÚTLENDINGAIV r I M I N M - SUNNUÐAGSBLAÐ 21

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.