Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 5
MAÐUR, SKOÐAÐU SJÁLFAN ÞIG RÆTT VIÐ SIGURJÓN JÓHANNSSON POP-MÁLARA Fyrir svo sem tveimur árum sýndi ungur listamaður, Kjartan Slettemark minnir mig að hann heiti, eftir sig mynd í sýningar- glugga við fjölfarna götu í Osló. Þetta var í sannleika æðisgengið listaverk. Á hvítan grunn voru voru gerðar rosalega stórar, eld- rauðar varir, sem héldu miili sín leifum af brenndri og blóðugri brúðu og dreyrugum bandarisk- um fána. ■VTvndin var að mestu unnin í plast. Með henni vildi listamaðurinn mótmæla atburðunum í Viet-Nam og vekja umræður um stefnu Bandaríkjanna í þvísa landi. Hann hafði nýlega séð ljósmynd af sviðnu, undnu líki tveggja ára b^’-ns, sem brunnið hafði til bana af völdum bandarískrar benzin- h','"Dssprengju. Skemmst er frá að segja, að verkið varð mikii hneykslunar- h"ila Oslóbúa. Einn maður réðst að því með öxi. og menningarrit- stióri Morgenbladets taldi verkið snrottið af samskonar uppreisnar- kennd ?egn þjóðfélaginu og fyrr- um hefði greitt götu Adolfs Hitl- ers að hetjuhöll Þess ber að gæta. að myndin felur i sér tvíþætta gagnrýni. í fyrsta lagi beinist sú gagnrýni að vissum tiltektum Bandaríkja- stjórnar, sem í margra augum ei ginnheilög í öðru lagi beinist gagn rýnin að viðurkenndum, hefð- bundnum listsmekk manna, þvi efnið, sem hún er gerð af, plast. hefur fram að þessu þótt of 6- merkilegt efni til listsköpunar. Samkvæmt venjubundnum fegurð arsmekk var myndin forljót, en hún var áhrifamikil, og túlkaði skynjun listamannsins á samtíma- fyrirbæri, svo ekki varð um villzt. Það gefur auga leið, að mynd sem þessi er i algerri andstöðu við mjúklltar landslagsmyndir, sem prýða margan íslenzkan dag- stofuvegg. f fljótu bragði virðist milli þeirra óbrúanlegt djúp, bæði hvað snertir pólitískt innihald og myndræna uppbyggingu. En i sam- ræðu við 28 ára gamlan málara hér í Iteykjavík, Sigurjón Jóhanns- son, kom í ljós, að hvort tveggja, landslagsmálverkið og hið þjóð- féiagslega plastverk, eru kapítui- ar úr sömu þróunarsögu. Sigurjón er hár maður og grann ur, fæddur á Siglufirði árið sem síðari heimsstyrjöld brauzt út. Hann hefur vinnustofu uppi und- ir þaki verzlunarhúss við Lauga- veginn. í öðrum enda hennar hef- ur hann afþiljað örlitla íbúð fyrir sig og konu sina unga. Þar hanga myndir eftir hann sjálfan og vini hans og eftirprentun af frægri mynd Van Goghs, sem sýnir tvo þreytta vinnuskó. Það er ómögulegt annað en finna hliðstæðu með mynd Van Goghs og verki Sigurjóns sjálfs, „Bundinn í báða skó“, sem sést hér í blaðinu. Þótt Van Gogh hafi verið impressionisti, en Sigurjón fylgi nýjustu stefnu, pop-stefnunni, þá má greina vissan skyldleika i viðhorfi þeirra til viðfangsefnis- ins. Áður en ég bið um útlistun á pop-stefnu, get ég ekki að mér gert að spyrja Sigurjón, hvers vegna hann máli ekki landslags- myndir. Þær falla almenningi vel í geð og geta gefið höfundi sin- um drjúgan skilding í aðra hönd. — Mér finnst ekki landslags- myndin þjóna tilgangi sínum leng- ur, svarar Sigurjón. — Hvaða tilgang áttu við? — Jú, hver tími krefst nýrra hluta. Landslagsmyndir Ásgríms og Kjarvals og Jóns Stefánssonar eru i nánum tengslum við þann anda, sem ríkti í íslenzkum stjórn- málum og menningu .upp úr alda- mótum. Líttu nú á, við vorum að öðlast sjálfstæði, byrja að trúa á okkur sjálf og landið okkar. Ætt- jarðarástin brýzt fram hjá iang- volaðri þjóð, skáldin yrkja «m fegurð landsins og listmálarar veita almenningi hlutdeild í skynj un sinni á henni. —Stóð landslagsmálun hér á landi i nokkru sambandi við lista- stefnur erlendis? — Vitanlega. Góð innlend ii>t er ævinlega byggð á erlendum menningaráhrifum. List þrifst aldrei í einangrun. Eins og sjá'.f- stæðishreyfing íslendinga var af sömu rót runnin og barátta þjóða um alla Evrópu við einveldi, þá byggðu íslenzkir málarar að mörgu leyti á blómaskeiðj landslagsmynda erlendis. sem þar var heldur fyrr á ferð en hér. Þeir unnu rnerkt starf, en það réttlætir ekki s‘æi ingar ungra manna á þeim. Því sönn list getur ekki verið stæl- T í M I N N - SUNNUDAGSBLAi) 13

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.