Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 15
dreginn og saltaður í tunnur til sölu í Svíþjóð, Rússlandi og Þýzka- landi, svo að þúsundum lesta nam. í þesisu eina þorpi höfðu fimm bryggjur verið búnar löngum trog um og handvögnum á bráðabirgða- brautum. Fjörutíu til fimmtíu stúlkur þurfti á hverja bryggju til þess að hreinsa og salta síld, og með þær var kömið í flugvél- um frá Reykjavík. Þær bjuggu við lítil þægindi. Dæmigerður gisti- staður síldarstúlkna var gamla apó tekið, þar sem komið hafði verið fyrir rúmstæðum og dýnum, en sjálfar komu konurnar (jöfnum iiöndum unglingstelpur og ömm- ur) með svefnpoka sína. Sumar voru jafnvel með börn sín með sér Þær mötuðust í stórum mat- sal. Maturinn var nógur, þótt fá- brotinn væri, þar á meðal oftar síld en æskilegt þótti, en að kalla gersneyddur C-fjörefni eins og all ur íslenzkur matur, því að nýtí grænmeti sést ekki. Það var glaðsinna söfnuður, þar sem síldarstúlkurnar voru og sum- ar þeirra ævintýralega fallegar — varirnar þrýstnar, augabrýnnar dökkar og augun undarlega grá- græn. Ung frænka Péturs lýsti fyrir mér skapferli og svipmóti is- SeglabúnaSur var dálítið einkennilegur. Klafinn, sem kom í stað siglutrés, brotnaði á leiðinni til íslands. lenzkra kvenna af meirí alvöru en svo, að ég leyfj mér að víkja að því með öðrum orðum en þeim sem hún notaði sjálÞ „Þessi grænu augu fengum við frá írum, sem settust að í Vest- mannaeyjum og á suðurströndinni. og ljóst hárið er komið frá forfeðr y í r &■ \ •. ' >• •• %' ' r ' ' N -. V- ' v ■ V-W .. % * um okkar, Norðmönnum. Þú munt komast að raun um, að við íslend- ingar látum aldrei uppi tilfinning- ar okkar. En okkur gremst, að þið skuluð halda, að við séum Eskimó- ar og búum í snjóhúsum eða em- hverju þvílíku“, bætti hún við með nokkurri ákefð“. Það er hlýtt hér SeyöisfjörSur á lognværum sumardegi. Á slíkum dögum gerist heitt á milli hinna háu fjalla. T' t M I N N - SLNNDDAGSBLilto 23

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.