Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1968, Blaðsíða 19
og þátíð runnu saman í eitt. I dag átti hún að fara í spilatíma. Hún hafði þaulæft sónötu eftir Mozart, en kunni svo ekki neitt þegar til kom. Það var þá sem kennarinn laut ofan að henni og kyssti hana á hálsinn. Síðan hélt hún að hann elskaði hana, þar til trúlofunar- fregnin var birt í blöðunum. — Vonbrigði æskuáranna oi’.u henni sama sviða nú og þá. Mörgu skaut upp í huga hennar á ný, sem hún hélt fyrir löngu grafið og gleymt. Fyrir rúmu ári síðan hafði hún fyrst orðið þessarar breytmgar vör — í sama mund og hun fór að umgangast Fríðu. Eða var það vegna hárnálarinnar sem hún fann undir koddanum í koju mannsins síns, þegar þau hittust í Englandi í hittiðfyrra eftir hálfs árs aðskiln- að? Sjálf notaði hún aldrei hárnál- ar. Það kom oftar og oftar i'yrir að hún seildist inn í vínskápinn. Þá var það Aage sem hana dreymdi um. Á morgnana, þegar hún vakn- aði til veruleikans, hló hún að sjálfri sér fyrir heimskupörin, full viss um að hún væri komin á erf- iðan aldur. Það stoðaði bara svo lít ið. undir eins og hún hafði lokið við heimilisstörfin og gat haldið kyrru fyrir, sóttu dagdraumarnir að henni aftur. — Skyldi hann hafa tekið eftir hringnum? í miðjum nóvember féll fyrsti snjórinn. Hún stóð í náttklæðun- um við gluggann í svefnherbergi sínu og horfði á snjóflyksurnar síga lóðrétt niður frá biksvörtum himni og setjast mjúkt á naktar trjágreinar og freðinn jarðveg. Innan skamms var umhverfið hul- ið hvítum hjúpi, sem andaði friði og þögn. Og í þögninni hringdi dyrabjallan. Hún stóð grafkyrr og lagði við hlustir. Lísbet var komin heim fyrir löngu, og háttuð. Henni gat hafa misheyrzí. Nei. Dyrabjallan hringdi aftur, lengur og ákveðnar. Hún varð taugaóstyrk og hendur hennar skulfu, þegar hún fleygði yfir sig morgunkjólnum. —Gat það verið hann? Hún skundaði niður stigann og fann á sér, að eitthvað örlaga- þrungið nálgaðist. Aage stóð á tröppunum, hvítur af snjó og yfirhafnarlaus. Hann var einn. Hún hafði ekki gefið sér tóm til að kveikja ljós, og þau stóðu um stund í myrkrinu og fundu til nálægðar hvor annars. Hann hafði drukkið. Þegar hann tók til máls, lagði áfenglsþef frá vörum hans. —Þökk fyrir síðast. — Ég hef átt frí í dag, og mig langaði svo til að hitta yður aftur. Hvað áttj hún að gera? Ávíta hann og skella á hann hurðinni? — Hún gat það ekki og hörfaði frá dyrunum, svo að hann kæmist framhjá henni og inn. Um leið og hún lokaði útihurðinni, varð þreif- andi myrkur umhverfis þau. Hún heyrði öran andardrátt hans í ná- munda við sig og greip hönd hans. Allt kom eins og af sjálfu sér. Það var eins og þau hefðu þekkzt árum saman. En undir morgun, þegar hann yfirgaf hana, voru þau aftur orð- in framandi hvort öðru. Hann hafði hraðan á til að ná fyrstu neðanjarðarlestinni. Hann kom ekki oftar. Hún beið hans með Óþreyju, sem smám sam an snerist í bitur vonbrigði. Hún varð önuglynd og sjálfri sér ónóg. Lísbet leit hana rannsóknaraugum í laumi. Þær höfðu fjarlægzt hvor aðra með árunum. Áttu ekkert sameiginlegt lengur. — Lisbet var orðin fullvaxta og fór sínar eigin leiðir. Auður hélt áfram uppteknum hætti, að reika eirðarlaus um stof- urnar eða láta sig dreyma. En nú var það endurminningin um Aage sem hafði náð undirtökunura. — Það kom fyrir að henni varð litið á ljósmynd af eiginmanni sínum, sem hékk meðal fjölskyldumynd- anna yfir arninum. Hann var í ein- kennisbúningi, strangur á svip, og hafði krosslagt handleggina — með fjórum breiðum gullsnúrum á jakkaermunum — yfir brjóstið. Það vakti undrun hennar, að hún fann ekki til samvizkubits vegna ævintýrisins með Aage. Af hverju kom hann ekki? — Hann var veik- ur. Hún vissi það með sjálfri sér löngu áður en hún frétti það. Farandsalinn var farinn úr borg inni, og Fríða kom eitt kvöldið og fór með henni á veitingahúsið. Aage var þar ekki. Það var ann- ar sem spilaði í hans stað. Þvilík- ur munur. — Það voru að mestu leikin létt óperettulög, öll með sama hraða og jafn litbrigðalaust. Við næsta borð heyrði hún allt í einu nefnt nafn Aage, og hugur hennar beindist algerlega að þvl, að missa ekki af samtalinu. — Ætli hann sé hættur að spila hérna? T t M I N N - SUNNUDAGSBLAlí — Nei, það held ég ekki. — Hann kvað vera veikur. , — Hann hefði getað náð langt, j ef hann hefði ekki verið svona j drykkfelldur. — Já, það má nú segja. Hann ! stundaði nám við tónlistarskólann og þótti einn af efnilegustu nem- i endunum þar. Hann var kominn j það langt, að hann átti að halda opinbera tónleika, en svo fór það allt einhvern veginn í kaldakol, og hann gerðist venjulegur at- vinnupíanóleikari. — Og hvernig stóð á því? —Það veit enginn. Hún heyrði að það voru tveir karlmenn við borðið fyrir aftan sem ræddust við, en þorði ekki að líta um öxl og missti áhugann á þeim um leið og þeir hófu máls á öðru. Hún afsakaði við Fríðu að hún gæti ekki verið lengur, og • féfck heimilisfang Aage hjá einurn þjóninum. Hún gekk hratt niður Karls Jóhannsgötu, sem hafði ver- ið rudd, en meðfram akbrautinni voru snjóskaflar, glerharðir og mó brúnir á lit. Fjöldi fólks var á ferli og neon-ljósin kviknuðu og slokkn uðu á víxl allt í kringum hana. Hún var svo óþreyjufull, að hún gætti ekki að umferðaljósunum og hafði því nær orðið undir spor- vagni, þegar hún fór yfir götuna. Gatan sem Aage bjó í var ein af aðalgötum borgarinnar, en var þó auðséð þegar innar dró, að fá- tækrahvenfin væru ekki langt undan. Húsin voru gömul og hrör- leg, verzlanir á fyrstu hæð og skrif stofur eða leiguíbúðir á efri hæð- unum. — Auður vafði loðkápunni betur að sér. Frostið var svo mik- ið, að gufu lagði frá vitum hennar. Það tók drjúgan tíma að finna hús númerið, þar sem hann átti að búa. Nafn hans stóð á handrituðum miða undir einni dyrabjöllunni Hún varð að hringja hvað eftir annað, áður en hann lauk upp. Hann liafði megrast og var fölur og tekinn til augnanna. Skyrtan og buxurnar voru svo þvæld, að hann auðsjáanlega hafði legið fyr- ir í fötunum. Hann virtist agndofa. En tók hana svo í faðm sér, og andvarpið sem brauzt fram á var- ir hans, sagði henni að hann haíði þráð hana engu síður en hún hann. Hann fylgdi henni upp brattan, óþrifalegan stiga upp á þriðju hæð. Það var óhugnanlegt i íbúð- inni — og ískalt. Stofan var þvi nær galtóm. Skyrtur og nærfatn- 27

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.