Tíminn Sunnudagsblað - 28.01.1968, Blaðsíða 19
hyggja fyrir henni. Þá datt henni
ástin i hug. Gat það verið, að hon-
um litist vel á hana? Önnur á-
stæða gat ekki verið til þess, að
hann hirti ekki um líðan Gunnu.
En Una var viss um, að þau ættu
eftir að tala mikið um Gunnu og
ráðgast um, hvernig hægt væri að
hjálpa henni.
Allt í einu sagði hann, að nú
væri matmálstími kominn, og hann
ætlaði að sækja mat handa þeim
báðum. „Ætan mat,“ bætti hann
við hróðugur.
Að svo mæltu spratt hann á fæt-
ur og lagði af stað. En hann leit
um öxl og sagði henni að reka
rækilega frá túninu, svo að þau
gætu borðað í friði.
Hann beið undir klettunum, þeg
ar hún kom aftur. Þau settust.
Hann hafði meðferðis hangikjöt,
brauð, smjör og mjólk, sem var
næstum eins og rjómi. Hún spurði,
hvort hún mætti ekki færa Gunnu
eitthvað af þessu. Hann sagði, að
þá kæmist upp um þau. Una sagð-
ist treysta Gunnu, og Gunnu batn-
aði áreiðanlega fyrr, ef hún fengi
svona kræsingar. Þá leyfði hann
henni að fara með það, sem eft-
ir yrði af matnum, en sagði um
leið:
„Við skulum tala um eitthvað
skemmtilegra en Gunnu greyið.“
Svo sagði hann henni skrítlu af
niðursetningi, sem stal sláturkepp.
Það kom kökkur í hálsinn á Unu.
Hún reyndi ekki að hlæja. Þá
breytti hann umtalsefni og fór
að herma eftir Vigdísi í Hrafna-
gjá. Þá hló Una, svo að hún varð
að þurrka sér um augun. Hann
hermdi líka eftir karlinum og
sagði henni sögur af heimsku og
nirfilshætti þeirra skötuhjúanna.
Una var í sjöunda himni. Auð-
vitað fyrirleit hann nirfla og kven-
sköss.
Þau voru lengi að borða. Una
tímdi ekki að gleypa í sig annan
eins mat. En hann — hann horfði
svo mikið á hana, að hann gáði
ekki matarins. Að lokum bjirggu
þau um leifarnar. Það var afgang-
ur af öllu. Meira en nóg handá
Gunnu.
„Minna hafði Krístur handa
fimm þúsundum,“ sagði hann.
„Veiztu hvað,“ sagði hún áköf.
„Ég skil þessa sögu svo, að Jesú
hafi bara gefið fólkinu mestallt
nestið sitt. Svo hafa lærisveinarnir
tekið það eftir honum. Og svo hef-
ur hver tekið það eftir öðrum, að
gefa allt, sem hann gat. Og þá
hafa allir fengið nóg. Þetta væri
vel hægt. Ef allir gæfu öllum, væri
enginn hungraður. Ef allir -
Hún var orðin kafrjóð af mælsk
unni.
„Þú roðnar svo fallega“, sagði
hann.
Hún skammaðist sin fyrir að
vera feimin við að segja það, sem
henni bjó í brjósti.
Honum þótti það víst hlægilegt.
Hún þakkaði honum fyrir matinn
með handabandi.
Hann sleppti ekki hendinni.
„Og svo — og svo gerum við
eins. Við gefum öðrum alltaf með
okkur. Og þá gerum við líka krafta
verk.“ sagði hún.
„Ætlarðu ekki að kyssa mig fyr-
ir matinn“, spurði hann og kyssti
hana.
Hún hfö til þess að leyna þvi,
livað hún var feimin. Það var svo
sem ekki óalgengt að kyssa fyrir
góðgerðir. Og þetta var bara stutt-
ur þakklætiskoss.
Hún leit samt undan, svo að
hann sæi ekki, að hún roðnaði af
því að þakka fyrir sig. Svo hélt
hún áfram að tala.
Nú var hún farin að horfa á
hann, og hún gat ekki annað en
hlegið, meðan hún talaði, hló og
hló, þó að öll veröldin væri svona
sorgbitin og þjáð. En henni fannst
einhvern veginn, að öll mæða væri
bráðum úr sögunni, og að allir
bágstaddir fengju góðar sending-
ar, eins og Gunna átti að fá. „Og
svo taka aðrir það eftir okkur að
gera kraftaverk, fyrst það er svona
lítill vandi“, sagði hún.
Hann sagði, að hún væri falleg.
Þá varð henni orðfall. Hrósyrði
hans létu yndislega í eyrum. En
hvers vegna hlustaði hann ekki á
hana?
Hún kom heim um fótaferðar-
tíma, fagurrjóð og utan við sig af
gleði. Gunna var vakandi. Gunna
horfði á hana stórum augum og
svaraði ekki því, sem hún sagði
um trippastóðið og túnsæknu ærn-
ar. Og þegar Una fékk hennj mat-
inn, brosti hún raunalega. Hún
borðaði brauðið og smjörið. Hangi
kjötinu hafði hún ekki lyst á í
bráðina. Þegar hún spurði ekki,
hvaðan maturinn væri, datt Unu
í hug, að hún héldi, að hann væri
illa fenginn.
„Mér var gefið þetta“, sagði hún.
Gunna sagðist vita það, lét aft-
ur augun og spurði einskis.
Þá fór Una inn og drakk grasar
seyðið sitt. Þegar hún kom inn
aftur, hafði Gunna breitt yfir höf-
uð. Una afklæddi sig. En þegar
hún var að festa svefninn, heyrði
hún, að Gunna grét. Þá hélt hún,
að Gunna væri að hugsa um dauð-
ann og fór líka að gráta, þrátt
fyi'ir gleði sína.
Gunna mátti ekki deyja. Þegar
hún sjálf væri orðin húsmóðir,
gat hún látið Gunnu líða vel. Verst
var, að margir aðrir einstæðingar
áttu bágt, og hversu góðu búi, sem
þau tvö byggju á Breiðabóli, hlaut
henni að verða um megn að hjálpa
öllum. Sveitin var svo stór. ísland
var svo stórt. Veröldin var svo stór.
Og ef þeir nú önzuðu henni ekki,
þegar hún færi að segja þeim að
gera eins og Jesú, þegar hann gaf
af nestinu sínu! Þetta vandamál
var svo stórt og óviðráðanlegt í-
myndunarafli hennar, að hún glað-
vaknaði.
Hún reyndi að hugsa ekki um
það. — Vertu sæl þúsund sinn-
um hafði hún heyrt þessa kveðju.
Vertu sæl! Enginn mátti segja það
framar. Vertu sæl! Svona falleg
kveðja gat ekki verið til i allri
veröldinni.---------
í LINDIGARÐI -
Framhald af bls. 83.
„En auðvitað eru það ýmsir, sem
hverfa héðan og maður sér hvorki
né heyrir aldrei siðar. En við von-
um þó, að einnig þeir hafi hér
fengið nokkurt veganesti, sem
þeim hafi orðið og verð að nokkru
gagpi á ferli þeirra, hvar svo sem
leiðirnar liggja.
Það þýtur í laufi linditrjánna,
þegar við ökum úr hlaði á Lindi-
garði að áliðnum degi. Kliður söng
fugla fyllir loftið og síðdegissólin
fer lækkandi, en skuggar trjánna
lengjast. Sá hópur drengja, sem í
dag er að höggva brenni til eldi-
viðar á komandi vetri, skipar sér
í röð við heimreiðina og hrópar
húrra, þegar við ökum úr hlaði.
Raddir þeirra yfirgnæfa fuglasöng
inn, og nokkrar skógardúfur
fljúga úr trjánum um leið og
húrrahrópin duna. Fáninn á Lindi-
garði blaktir við hún og áður hrjáð
ar drengjasálir eru nú í sólskins-
skapi. Það er vonandi, að þessi
sólskinsblettur eigi lengi eftir að
ylja þeim.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
91