Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 2
Þíjtur í skjðnum Mig minnir, að til sé í ensku orð'tak þess efnis, að ekki stoði að ærast yfir oltinni fötu. Bak við það býr keimlík hugsun og þeg- ar við tölurn um gagnsleysi þess að sakast um orðinn hlut. Þetta eru spekimál hins jafnlynda ger- hyglismanns, sem finnst fráleitt að fárast yfir því, sem ekki verður aft-ur tekíð. SjáJfsagt er þetta góð -lífsregla — svona *að vissu marki. Undanfarin ár hafa oltið tötur. sem vaWið hafa allmiklu fjaðra- foki, ekki einungis meðal þeirra, sem steyptu þeim, heldur einnig annarra, er álengdar stóðu. Og satt að segja er þeim hreint ekki láandi, er krossað hafa sig yfir þessum fötum og valið jjeim köp- uryrði, er með þær fóru. Engin eftirsjón var að sönnu að því, er niður fór, og mátti það vissulega missa sig. En það var hættan, sem af því stafaði, er vakti skelfingu. Nú mun flesta gruna, hvað hér er verið að fara: „Föturnar“, sem við höfum í huga, eru kjarnorku- sprengjurnar, sem bandarískar her flugvélar hafa misst á jörð nið-ur á Spáni og við Týli á Grænlandi. Það hefur eðlilega vakið illan beyg, að flu-gvélar skuli á sveimi yfir löndum og höfum með slíkan farm meira að segja í heimshluta, þar sem allt hefur verið með friði o-g spekt um langt skeið. Þó að full- yrt sé, að kjarnorkusprengj-ur séu með þeim umbúnaði, að þær geti ekki sprungið, hafa þjóðir h'/ms a-f því bitra reynslu, að staðhæf- ingum ríkisstjórna, sem í vanda eru staddar, er ekkj ávallt sem bezt trúandi Það er kannski eftir no-kkuð dúk og disk að vekja máls á þessu nú, því að all-laþgt er s-íðan seinni sprengjufarmurinn lenti á hafísn um við strönd Norður-Grænlands. Þó er það ekki tilefnislaust. Fyrir tæpum hálfum mánuði hrapaði herþota í landj okkar í byggð á Suðurlandi — og var með margar eld-flaugar innan borðs. Hæglega hefði það getað gerzt á þétt-býlli stað, úr þvi að þessar þotur eru á annað borð á flugi yfir landinu — án brýnnar nauðsynar, að þvi er virðast má. En tilefnið er líka annað. Mjög um svipað leyti og þotan hrapaði í Landsveit, var brugðið upp í sjónvarpinu mynd a-f dauðu og dauðvona sauðfé í dal einum vest- ur í Bandaríkjunum. Hauskúpu- dalur var hann nefndur, keimldkt nafn og Golgata, og fylgdi sú skýr- ing myndunum, að þarna hefðu miklar sauðahjarðir tekið ókenni- lega, banvæna sýki. Mörg þúsund kindur voru þegar dauðar. Skepn- urnar h-afa augljóslega komizt í „snertingu við eitthvað miður hollt, sem gá-lauslega hefur verið farið með. Nú væri sauðfjárpest í annarri heimsálfu ekki svo sérlega frétt- næm, ef ekki kæmi fleira til. Það vekur aftur á móti ógn og hryll- ing, að í þessum sama dal eru til- raunastöð á vegum Bandaríkjahers og hvílir yfir henni mikil leynd. Það fer ekki dult, að þessi undar- 1-ega sauðfjársýki er sett í samband við tilraunastöðina. Hvað er það, sem haft er fyrir stafni innan veggja hennar? Menn munu sjálfsagt minnast þess, að Bandaríkjaher hefur ver- ið borinn þeim sökum að nota eit- urefni, skaðvænleg skordýr og jafnvel sýk-la í stríði sínu í Víet Nam. Sjálfir hafa Bandaríkjamenn ekki dulizt þess, að þeir eyði laufi skóga með eiturefnum, svo að bet- ur megi fylgjast með manna-ferð- um í þeim. Hins hafa þeir þver- lega synjað, að eiturefnum.^sem skaðvænleg væru mönnum eða dýr um, hafi ýerið dreift yfir landið. Styrjöldin í Víet Nam er ófagur leikur, og væri gott að mega treysta því, að henni séu einhver takmörk sett. Atburðirnir í Haus- kúpudal koma þó þeirri trú í opna skjöldu. Ofboðslegum grun skýt- ur upp, og orð eins og sýklahern- aður og eiturefnastyrjöld koma fram á varirnar. Samt er tæpast unnt að hugsa þá hugsun til enda, að ein af helztu menningarþjóð- um heims geti sýslað við tilraunir, er stefna að slíku ma-rki. Fyrir nokkru vakti kardínáli einn bandarískur á sér athygli fyr- ■ir það, að hann lagði blessun sína yfir styrjöldina í Víet Nam. Nú virð ist kominn tími til þess að spyrja, til hvers við höfum trúarbrögð og kirkjur, sem láta í veðri vaka, að leiðarstjarnan sé siðgæði og mann- úð, jafnvel kærleikur, ef prestar og kennimenn þegja þunnu hljóði við þeirri a-fsiðun, sem hernaðar- andinn hefur í för með sér. Er ekki komin þeirra stund að tala og vísa hernaðarandanum til þeirra föðurhúsa, sem nú eru sjald nefnd orðin í predikunum? En það er ekki prestastéttin ein, sem ber ábyrgð. Hver einstakling- ur og þjóðirnar í hei-ld gera það lika. ískyggileg vöi-d ha-fa fallið í skaut mönnum, sem virðast meira en lítið1 afvegaleiddir. Það er auðvitað dagsanna, að hugarfar og afstaða okkar hér á þessu landi mun lítil áhrif hafa á örlög heimsins. En það er bæði mannlegt og mannslegt að a-fneita því, sem vekur viðbjóð. Og þegar öllu er á botninn hvolft. er það þó í brjósti einstaklingsins, sem það er útkljáð, á hvaða sveif al- menningsálitið leggst og hversu máttugt það er. Mönnum hefur hætt til þess að líta á afstöðuna til hervæðinga-r- innar sem andúð á Bandaríkjun- um eða meðhald með þeim. En það er sem betur fer rangt. Vax- andi fjöldi Bandaríkjamanna er að minnsta kosti andvígur stríð- inu í Víet-Nam, svo að jafnvel Johnson hefur orðið að beygja sig. Þess vegna er um það að velja, hvorum menn vilji veita siðferð- islegan stuðning, þeim, sem í her- lúðrana blá-sa og bombuna dýrka, eða hinum, sem öndverðir rísa gegn þeim trúarbrögðum. JH. <E0 □ 242 ) XÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.