Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 3
Lungnafiskurinn afríski er furðuskepna. Hann lifir á þeim stöðvum, þar sem regntíminn er þrir mánuð- ir, en þurrkatíminn níu mánuðir. Þegar árnar þorna, grefur hann sig niður í leirinn og leggst í dvala. Vísindamenn komust á snoðir um tilveru þessa fisks á fjórða áratug siðustu aldar. Það varð mikið fjaðrafok: Fundinn var fiskur, sem kafnaði, ef hann gat ekki andað að sér lofti og lá í dvala þrjá fjórðu úr ári. Lungnafiskarnir leita sér ætis I ánum um regntímann, rétt eins og aðrir fiskar. Munurinn er sá, einn, að þeir verða að koma upp á yfir- borðið annað veifið til þess að anda. Eins konar leirpoki myndast utan um fiskinn, þegar vatnið þverr, og í honum sígur dvalinn á hann. Fisk- urinn bíður í dái niðri i þessum poka, en fær loft um rauf, sem helzt opin allan þurrkatimann. Þegar lækkar í ánum, leita þeir til botns og byrja að grafa sér holu. Það gera þelr með þeim hætti, að þeir fylla munn sinn vatni, sem þeir spýta síðan á leirinn. Þessi skrítni fiskur býr afkvæmi sínu líka jarðfylgsni. í þvi heldur hængur inn vörð um þúsund hrogna. Hann ver þau fyrir óvinum, blakar uggum yfir þeim og veitir þannig að þeim súrefn- isríku vatnl. Sænskur vísindamaður, Alf Johneis prófessor, hefur fylgzt nákvæmlega með því, hvernig lungnafiskurinn býr um sig, þegar vatnið þrýtur. Myndin hér að ofan sýnir það. Frá Afríku hafa lungnafiskar verið fluttir til Sviþjóðar í leirkökum, sem likjast móköggli. Þegar þeir voru látnlr í vatnsker, vöknuðu þelr bráðlega af dvalanum og tóku að synda um f hinu nýja umhverfi. T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAfi 243

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.