Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 5
Hvað skyldi margt af fólkinu innan við afgreiðsluborðið í bankanum, á pósthúsinu eða í mjólkurbúðinni, sem afgreiðir okkur dag eftir dag með alvörusvip, hafa hina svokölluðu „listrænu æð"? í dag er rætt við mann, sem mörg ár var kjallaravörður á Hótel Borg og afgreiddi af birgðum hússins til þjónanna, viskí jafnt sem vítisóda, af lofsverðri nákvæmni, en gleymdi þó aldrei, að hann hafði lært að teikna hjá Muggi og yrkja hjá Steini Steinarr. JÓN JÓHANNESSON FRÁ SKÁLEYJUM Árið 1922 var Guðmundur Thor- steinsson, öðru nafni Muggur, á ferð í Breiðafirði og kom við hjá ættingjum sínum. Ungur frændi hans í Skáleyjum, sem hafði föndr- að við að teikna frá barnæsku, kom að máli við hann, og bað um til- sögn í teikningu. Guðmundur bauð honum að vera á kvöldnámskeiði hjá sér í Reykjavík þá um vetur- inn. Það var reyndar fyrsti mynd- listarskólinn hérlendis. Jón þekktist boðið, fór suður og var lítið i Skáleyjum eftir það. Hann tók ástfóstri við teiknilistina og lagði hana aldrei á hilluna, þó að leið hans lægi um ótrúlegustu staði, því langan tíma var hann hjúkrunarmaður á órólegu karla- deildinni á Kleppi, en síðar nætur- vörður og kjallarastjóri á Hótel Borg. En hann hafði ekki aðeins gam an af að teikna, heldur fór hann líka að yrkja. Hann kynntist Steini Steinar og Dósóþeusi Tímóþeus- syni, og margt eitt kvöld fyrir löngu siðan sátu þeir þrír yfir „glösum kornbleiku víni fylltum“, röbbuðu um kveðskap og fóru með Ijóð. í návist Steins varð Dósi skáld og gat ort. Og Jón, ævinlega hlé- drægur, herti upp hugann og sýndi Steini kvæðið: Við sátum tvö og ein að eldi björtum — aftur ég lifi það að gamni mínu — og fiðlan söng í feimnu máli þínu, og fiðlan söng í tveimur bernskum hjörtum. Og allt var ljóð og rauðu rökkri vafið, og rökkrið grúfði djúpt í mínum barmi, og meðan sorgin svaf á þínum armi við sigldum okkar hvíta bát á hafið. Hlusta þú, systir, draumlynd drúp þú enni, dapurt á sundi kveður hæglát bára — þrungin af trega þúsund týndra ára — þjóðvísubrotin, sem við kenndum henni. Steinn „laug því, að þetta væri gott“, kom kvæðinu á prent í Helgafelli og ýtti undir Jón að halda áfram. Loks, 1953, gaf Jón út fallega ljóðabók í anda tímans Hún hét „í fölu grasi.“ En þótt bókin vekti nokkra að- dáun og athygli, þegar hún kom út, var heimurinn fljótur að gleyma Jóni. Og Jón lét sér á sama standa. Hann hélt áfram að teikna og yrkja í sínu horni, sáttur við til- veruna. Ekki festi hann ráð sitt, en ljóðaði blítt á fagrar konur. Loks í fyrra gátu systkini hans tal- ið hann á að gefa út nýja bók, Gangstéttarvísur, mest tækifæris kveðskap til kunningjanna. Ari Guðmund on ritaði um hana fá- ein orð hér í blaðið ekki alls fyrir löngu. Nokkrum dögum síðar bar svo vel í veiði, að Jón frá Skál- eyjurn rakst sjálfur hingað inn í skrifstofu Sunnudagsblaðsins, eig- andi sér einskis ills von, og drif- um við hann niður í stól til yfir- heyrslu. Jón er afskaplega huggulegur, sviphreinn, roskinn maður, sem heldur því statt og stöðugt fram, að hann sé ófróður eins og apa- köttur. — Af hverju hefurðu haft mest gaman um dagana? spyrjum við Jón. — Kveðskap og kvennafari. Og teikningu. — Þú lærðir hjá Muggi. Manstu eitthvað af honum að segja? — Hann var afskaplega elsku- legur maður, skemmtilegur og kvennagull. Gamanvísnasöngvari var hann tóka, söng stundum vís- ur eftir Púlla (þ.e. Pál S'kúlason) í Gúttó. Ég treysti mér ekkj að lýsa kennslunni nákvæmlega, en ég man hann átti fulla kistu af teikningum eftir sig, sem við gát- um gramsað í. Fyrst lét hann okk- ur teikna kubba, síðan frænkur sínar. Við vorum þrír iðnastir, Gunnlaugur Scheving, Sveinn Þór- arinsson og ég. Gunnlaugur og Sveinn fóru báðir utan, til fram- haldsnáms, en til þess hafði ég engin ráð. Það var peningaleysi og atvinnu- leysi og valt á ýmsu, en loks fékk ég vinnu sem hjúkrunarmaður á Kleppi og entist ein tíu ár. Þá var minna um róandi lyf en nú er, og slagsmál allar nætur. Ég var handsterkur eftir róðra á Breiðafirði, og þurftí oft á því að halda. Tvisvar nefbrotnaði ég. Mað- ur var einn á næturvaktinni, en gat hringt í kandidat tLl aðstoðar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 245

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.