Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 19
Guðmundur J. Einarssoai: SKELJASKHÍMSUD Á VARARVEGGNUM Þegar ég var barn, trúði fólk því, að til væru sjávardýir, sem gengju á land og leituðust við að gera fólki tjón. Einkum þótti bera á þessu, ef hafrót var við strönd- ina. Menn þóttust vita þessa mörg dæmi. Þessi dýr voru nefnd skrímsli einu nafni, en af þeim voru marg- ar tegundir, svo sem fjörulallar. Þeir voru þó ekki eins skæðir og skeljaskrímslin, en nógu bölv- aðir samt, og var þess skemmst að minnast, þegar einn slíkur elti hann Kristján á Vaðli alla leið úr Fossfjöru og út á Leira hjá Hauka- bergsvaðli. Var hann miður sin og lá í rúminu hálfan vetur á eftir, en hestinn, sem hann reið, gróf alian út í sárum, og varð að slá hann af. Og var þetta þó stólpa- gripur og töðualinn. Og Kristján á Vaðli var engin þjóðsagnapersóna, heldur einn af starfandi bændum sveitarinnar í mínu ungdæmi. Öll þessi skrímsli áttu sammerkt um aðferðirnar við mannaveiðarn- ar: Þau reyndu að komast upp fyrir manninn og bola hann í sjó- inn, og þó að þau ælu mestan ald- ur sinn i djúpunum, voru þau furðufrá á fæti á landjörðinni. Skrokkur skeljaskrímslanna var þakinn hrúðurkörlum og skeljum, sem hringlaði í, þegar þau hreyfðu sig. Lappaförin eftir þau á sandi eða í snjó voru kringlótt og á stærð við tunnubotn. Það var svo sem engin furða, þótt fólk væri hrætt við þessi kvik- indi. Enda hafði meistari Jón sagt það í einhverri ræðu sinni, að ef menn vissu um allt, sem í sjón- um byggi, myndi enginn þora að „drepa í hann sínum minnsta fingri,“ hvað þá heldur fara á sjó. Það var svo sem ekkert að undra, þótt börn milli vita, væru hrædd við að ganga með sjó eftir að dimma tók. Maður heyrði oft sög- ur af skotmönnum, sem lágu fyrir tófum á veturna í fjörunni og urðu að hrökklast heim undan svona ó- fögnuði — guðs mildi, að þeir komu oftast auga á þau í tæka tíð. Ég ætla nú aö segja ykkur af skrímslinu, sem við bræðurnir sáum einu sinni. Við munum hafa verið 10—11 ára, þó man ég það ekki glöggt. Kannski höfum við ekki verið svo gamlix. Það var siður, þar sem ég átti heima, að farið var 1 kaupstaðinn einhvern tíma seint á hausti. Þá var tekin matbjörg og steinolía á lampann upp á veturinn. Þá var sláturtíð venjulega liðin hjá og vissa fyrir, hve innleggið í verzl- uninni gat orðið mikið á því ári. Svo var það einu sinni sem oft- ar, að faðir okkar fór til eyja í kaupstaðarferð. Karlarnir á bæjun- um fyrir innan okkur á ströndinni voru vanir að sammælast um þess- ar ferðir, og fóru þeir þá venju- lega á tveim bátum, fjögurra- mannafari og sexæringi. Svo var í þetta sinn. Veður gerði óhagstæð eftir að þeir fóru, og nú voru þeir búnir að vera hálfan mánuð í ferð- inni. Kaupstaðurinn var svo sem ekki við bæjarvegginn, heldur í sex danskra mílna fjarlægð frá okkur. Enginn undraðist um mennina, þvi að veður voru einsýn, sögðu þeir, sem vit höfðu á. Svo sló veðrinu niður, og gerði innátt. Að kvöldi þess dags vonuðumst við eftir eyja- mönnum. Þegar vindur gekk að norðrinu, hafði kólnað í veðri, og var frost þennan dag. Þegar líða tók á kvöld- ið og löngu var dimmt orðið, fór- um við bræðurnir niður að naust- um til þess að vita, hvort við sæj- um ekkert til mannanna úr eyj- unum. Bærinn okkar stóð uppi við hlíðina, og var góður spölur niður að sjónum. Nei — við hvorki heyrðum né sáum neitt til bátanna. En við gáf- um okkur góðan tíma og vorum að masa saman þarna undir naust- veggnum og horfðum fram í vör- ina. Allt í einu tók bróðir minn viðbragð, benti fram i vörina og hvíslaði: „Hvað er þetta þarna á syðri vararveggnum?" Glæta var af tungli, en ekki vel bjart. En það máttj nú sjá rnrnna grand í mat sínum en það, sem var á vararveggnum. Ég man ekki hvor okkar var fyrri til að hvísla: „Skrímsli11. Það mátti ekki heldur seinna vera, því að skepnan var auðsjáan- lega búin að hafa veður af okkur og var nú á spretti upp vörina beint til okkar. Það glampaði á skrokkinn á henni, þvi að nú dró frá tungli, og við heyrðum, hvern- ig skrölti i skeljunum á skrokkn- Framhald á 262. síSu. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 259

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.