Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 6
— ef ráðrúm var til að styðja á bjölluna! En sumir sjúklinganna reyndust mestu hjálparhellur. Meðal þeirra var svokallaður Valdi vondi. Þeg- ar ég byrjaði, ætlaði hann allt að drepa. Eina nótt varð ég alveg að ihalda honum í rúminu, og gat ekki einu sinni skotizt frá til að fá mér kaffi. Fyrst var hann óður, en undir morgun var hann farinn að gráta eins og barn. Eftir þessa nótt urðum við perlu vinir, Valdi vondi og ég. Sæi hann aðra sjúklinga abbast upp á mig, kom hann mér strax til liðs með þvílíku offorsi, að ég mátti hafa mig við, að hann ekki hreinlega feálaði andstæðingnum. Annar feaii var þarna, sem marg ir voru dauðhræddir við, því hann var svakalegur ásýndum og þótt- ist ætla að skera alla og drepa. í rauninni var hann hundmeinlaus og ekki hafður í strangri gæzlu. Á morgnana fór hann ævinlega niður að dyrum „labóratorisins11, og bvislaði inn um skráargatið, þar sem hann vissi yfirlækninn fyrir innan: „Er andskotinn heima?“ Sumir voru þunglyndir og sóttu í að fyrirfara sér, aðrir lifðu á- hyggjulausir í sínum einkaheimi. Einn gat ekki borðað öðru vísi en hella matnum fyrst á gólfið og sleikja síðan upp, annar fékkst ekki tl að ganga öðru vísi en á biátánum, þriðji hélt sig vera Ját- varð Englandskonung, rogginn mjög, og sá fjórði var allur í póli- tíkinni og hélt þrumandi ræður með ógurlegum fjórans hávaða gegn Ólafi Tlhors, og var stundum ekki nokkur svefnfriður á hans deild. Það var oft gaman að þeim, og sumir voru bráðgáfaðir að upplagi, en sína vitleysuna hafði hver. — Hvenær fórstu svo á Borg- ina? — Þegar Bretavinnan kom, fór ég í hana, en ekki lengi, því ég kærði mig ekki sérlega um að vera þar. Jóni fannst kynlegt, að blóðug styrjöld úti í heimi skyldi í einni svipan færa okkur það gull, „sem ekkert strit né bænir fengu veitt“, og menn gátu aukinheldur annað keypt sér skó og „gengið beint í fasta vinnu á þeim“. í ljóði um stríðsgróðann setur hann fram efa semdir sínar: Öll lánsæld vor er fleyg og fer sinn veg. Senn falla Berlín, Tokíó og Róm. Erum við bráðum orðnir, þú og ég, atvinnulausir menn á gróðaskóm sem endast skulu á árunum sem bíða, í aðra hungurgöngu mili stríða? Og 1946, þegar stríði var lokið og íslendingar gerðu herverndar- samning, minntist Jón rigningar- innar hinn fyrsta lýðveldisdag og kvað: Nú veit ég hví himinninn grét yfir þjóð minni þá er þingheimur lýsti hana frjálsa hvar Öxará óf myrkur síns foss inn í mann- hafsins dul og vil og myrkur og þögn sinnar kviku á Drekkingarhyl. Því sólskinið danska var mýrar- fölt mánalog — það minnist þess bjartara hraunið við Kópavog, en amerískt stjörnuhaf stafaði svikins lands strendur og heiðar í draumi hvers glæpamanns . .. Um það leyti, sem Jón orti þetta fevæði, var hann orðinn næturvörð ur á Hótel Borg. Honum fannst það ekki afspyrnu skemmtilegt starf, sífellt þras við drukkna menn svo mest líktist eldri tíð á Kleppi nema hvað þarna voru menn þeim mun verri viðureign- 246 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.