Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 11
Frakklandi nefndur sigurvegarinn frá Madagaskar, þótt líklega hafi ekki þurft mikinn garpskap til þess að vinna þá sigra, er honum voru þar eignaðir. Þegar þessir atburðir gerð- ust var Halldór Kr. Friðriksson- menntaskólakennari gamall mað- ur, en yngsta dóttir hans og hinn- ar dönsku konu hans, Þóra, var á þroskaaldri og hafði fest mikla ást á franskri menningu. Var hún iangdvþlum í Frakklandi og hafði mjög a sér hefðarsnið. Komst hún í kynni við margt fyrirfólk franskt og menntamenn. Veturinn 1898 dvaldist hún í Orleans, og bar þá svo til, að henni var boðið á dansleik hjá Duehesne hershöfðingja Hjá hon- um voru auðvitað salarkynni mikil og í einum salnum rak Þóra aug- un í mynd í fullri líkamsstærð af konu nokkurri, sem sýnilega var af blendingskyni Svertingja og Mal aja, þótt klædd værj gulum silki- kjól að tízku Norðurálfumanna. Var Þóru tiáð, að myndin væri af drottningunni herteknu, Ranaval- ónu, og b ir hershöfðingjanum sýnilega fundizt til um það afrek sitt að steypa henni af stóli og flytja hana í útlegð og viljað gleðja augu sín við ásýnd hennar Fleira segir ekki af hofmann- legri íurteisi í danssölum þessa franska hershöfðingja, og er hann úr sögunni. En Þóra undi hag sín- um allvel i Frakklandi og hafði þar langar dvalir. Samt skaut því upp í huga hennar, eftir að hún sá mynd drottningar, að Frakkar hefðu „ef til vill“ verið heldur til harðir“ við Hóvana á Madagask- ar. En afsökunin var sú, að þeir hefðu verið „hræddir við uppþot af þeirra hálfu“ Ranavalóna drottning hirðist aft ur á móti í húsi sínu í Algeirs- borg. Fékkst hún þar við sauma og stautaði á bók sér til skemmt- unar, og var það helzt til merkis um fyrri upphefð hennar, að hún hafði getað náð eignarhaldi á reiðhjóli, sem hún fór á um göt- ur borgarinnar — eða þau hverfi hennar, sem henni voru heimil. Fylgdi hún mjög nákvæmlega fyr- irmælum sigurvegaranna, og syo var hún laus við gremju, að enga ósk átti hún heitari en mega koma til %jálfs Frakklands og sjá land þeirrar þjóðar, sem hafði knésett hana og rænt hana völdum. „Það er gert“, sagði hún af mikili kurt- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ eisi við blaðamenn, sem stundum skutust til hennar. „Ég er ambátt Frakklands.“ III. Árið 1900 var sýning mikil í Paris og mjög lofuð um öll lönd, ekki sízt þar sem Frakkar réðu. Ranavalóna fékk spurnir af þessari sýningu og langaði hana tii þess að kynna sér hana. Sendi hún þvi frönskum stjórnarvöldum bænar- skrá. En valdamenn í Norðurálfu voru harðir í horn að taka á þess- um árum. Margar Norðurálfuþjóð- ir stefndu her sínum gegn Kín- verjum. Bretar bjuggu sig undir að knésetja Búa, en dunduðu við það í hjáverkum a,ð flytja afsetta kónga í Ashantí í útlegð á eyjar úti í hafsauga. Rússakeisari herti ólina að hálsi Finna. Sjálfir höfðu Frakkar kveðið upp nýjan refsi- dóm yfir Alfreð Dreyfusi, þótt sannað væri á Esterhazy greifa, að^ hann hafði falsað þau gögn, sem í upphufi höfðu verið talin vitna um sekt Dreyfusar. í svona ver- öld var ekki mikið veðuX gert út af bænarskrá útlægðrar, hörunds- dökkrar konu, enda þótt eitt sinn hefði verið drottning. Bón hennar var þverlega neitað. Árið eftir. 1901, efndu Frakkar til nýrrar. sýningar, S’vokallaðrar barnasýningar, í minni sýningar- höllinni af tveim. Þar var sýnt fjöl- margt, sem varðaði bernsku frægra Frakka og nokkurra ann- arra — vagga konungsins í Róm, barnagull Napóleons prins og ann- að fleira. Líklega hefur þessi sýn- ing haft mannbætandi áhrif á frönsk stjórnarvöld, því að nú minntist stjórnin drottningarinnar útlægu í i'ýgeirsborg og sýndi af sér þá rausn að bjóða henni til stuttrar dvalar í Parísarborg. Alls hófs var þó gætt um til- kostnað. Henni var fenginn bú- staður í litlu húsi í fremur óálit legu stræti, Rue Panquel, og voru í íbúðinni sex herbergi lítil og hús- gögn síður en svo af betri endan- um. Drottningin setti þetta þó ekki fyrir sig. Hún tók þessu boði alls hugar fegin, lét niður í ferðatösk- urnar sínar og hélt af stað til Parísar með föðursystur sína roskna og systurdóttur sína fimm ára gamla. Kom i ljós, að fránska stjórnin þurfti ekki að leggja meira í kostnað en hún gerði, því að hrifning drottningar á franskri menningu og franskri kmleisi átti sér engin takmörk. Hafði hún lært fáein hrósyrði frönsk áður en hún lagði af stað og notaði þau ó- spart. Eins og lög gera ráð fyrir hafði drottningin haldið fast við kristna trú. Kynni hennar af kristnu sið- gæði höfðu als ekki haggað við henni. Sótti hún því kirkju í París, og varð Heilagsandakirkja, ein af höfuðkirkjum mótmælenda þar í borg, fyrir valinu. En þetta var einmitt sú kirkja, þar sem Þóra Friðriksson leitaði sér hugsvölun- ar á helgum dögum. Ekki er að orðlengja það, að þær Þóra og Ranavalóna sóttu messu í Heilagsandakirkju sama sunnudag- inn, og þannig atvikaðisf’ það, að Reykjavíkurstúlkan stóð allt í einu andspænis þeirri konu, sem hún hafði áður séð af myndina í dans- sölum Duchesne hershöfðingja. Henni varð auðvitað starsýnt á Framhald á 262. siSu. Af þessu verða afrískar konur hnar- reistar og tígulegar. 25'

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.