Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 9
'r- V, V -V > .v4 >*« v’ i’ - ‘0 •> ) »' > ;> *‘A •;> • ) >\ i. ) > i > * ’} ■ ' • ! •» 'l ; \ i • m Póstkort Gái hver að sjáifum sér þá sækir fjándi hvatur; á bringuna hlaut ég býsnahögg og brandurinn ekki flatur. Þetta hjarta er maurum kjörinn matur. Skortir lið og flestöll föng og furðulöng er biðin; roðar skansinn rómubál en rædd eru engin griðin. Og dérvisarnir dansandi við hliðin. Margur hlóð sér háa borg með hrokagullnum turnum og offraði í hennar undirstöður yngsta og kærsta burnum þótt veikari múrinn yrði eggja- skurnum. Jeríkó er ógnað enn af auðnarguðsins vendi; bræðrum og vinum bestu kveðjur á bréfkorti ég senjji- Blóðmörsiðrinu hinsta strax svo hendi. Mannlýsing Þótt ölvunar keyri ólma dróg um öngstræti blind frá Heljarslóð undan brekkunni onað Stýx til einskis rennur hans letiblóð. Þá umhverfið fyrir augum hans undir stirðnaðri hraunskán dylst á áttunum fjórum hefur hann með harmkvælum fyrir löngu villst. Hann sem ætlaði áður fyrr með Alexandri til Pakistan orðið hefur með engri gerð örlaga sinna Gengiskan. Morgunbæn Búin er Nóttu hvíldin hæg höggdofa treður marvaðann kerling sú blökkum blánkuskóm: bliknar af Degi um skýjarann. Innan skamms hann með engri dul yfir oss slettir gráum væng; koma hans reiðir rjómagul rekkjutjöld fyrir himinsæng. Brettir við dögun grönum grár gangvari niðrá mýrarflá; alla nóttina hefur hann helfrosin gnagað sinustrá. Ennþá mér býður gnegg hans geig og gægur Ijótur í auga hans; í barkanum stundum örlar á andvarpi helvæns berklamanns. Hornauga flögrar flárátt hans að furðu vegarins: jagúar sem stólpa vors lands í morgunmund mörvaðan dólg að heiman bar. Aldrei trúi ég gullið gott glói með sæmd í tönnum hans. Auga míns hests í fenjaflá fargaðu stilling þessa manns. T í M I N N - SUNNUDAGSBLAB 249

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.