Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 8
ins og gott skáld var Sveinn Gunn- laugsson, farkennari þá. Hann var potturinn og pannan i félagslífinu, setti upp leiksýningar hvað þá annað'. Ég man eftir Henrik og Pernillu, Neiinu og köflum úr Pilti og stúlku. Kvenfélag var líka á staðnum og hafði að baráttumáli að hirða kirkj'Ugarðinn. Á vetrarkvöldum, þegar sundin milii Vestureyja voru frosin fór unga fólkið nokkrum sinnum með ljósker yfir slétta ísa til að dansa bvert heima hjá öðru. Þá var ekki haldið heim fyrr en í morgunsár- ið. Ástafar í eyjum stóð með all- góðum blóma, þótt fá yrðu af pví slysin, enda var þá tími jörfagleð- innar langt að baki öllum til stórra leiðinda. Karlarnir voru hættir að halda framhjá með vinnukonunum sínum og nánast sagt orðnir nátt- úrulausir. Ástir unglinga áttu sér erfiða aðstöðu. Það var helzt úti á skautasvellum, að haldið var uppi einhverslags flangsi, eða í þröng- um bæjargöngum í miklu myrkri meðan fullorðið fólk og gamalt svaf rökkurblundinn eða skemmti sér við að ræða um Hallgerði og Bergþóru og svoleiðis fól’k úr ís- lendingasögunum. Þessar unglinga ástir, þær voru nánast eins og þeg- ar fuglar eru að reka saman nef- in í eggjatíðinni, en ósköp eru þær nú samt hlýlegar ennþá í vitund gamals manns. Því eitt sinn voru kvöldin hljóð og hlý, himinninn blár og engra storma ský, ást mín og stúlka ung og heit og kysst svo aldrei varð mér fært að gleyma því. Ég man, ég ma-n mér eitt var aldrei veitt, en óskaplega gat ég beðið heitt, er veslings syndin sat hjá mér og grét en sakleysið hjá henni og glotti breitt. Til hennar skjólis í nótt, ef burt þig ber, blær, sem í fölu grasi niðar hér, þá anda henni vinar kossi á vör, — og viltu skila því hann sé frá mér? DAGUR ÞORLEIFSSON: Fjögur kvæbi Um eldinn og kentárinn Það glittir á rauðan eld í kuldaloppnu djúpi tjarnarinnar; kannski nærist hann á sefrótunum. Mig furðar á nálægð himinsins og blygðunarleysi jarðarinnar sem opnar hon- um óhreinan faðm sinn. Húmið er gruggugt og jafnvel stjörnurnar eru voteygar af ást. Ég verð oft lérhagna af skelfingu þegar ég hugsa um vonsku kentársins míns; í ánaskap sínum treð- ur hann sundur blómabeð elskunnar minnar og bryður í sig kálið úr garði nágrannans í stað þess að fara útá almenninginn með öðrum skepnum. Það hryggir mig sáran en ég á ekkert haft handa honum. Vinur minn hjálpar mér heldur aldrei til að handsama hann; hinsvegar hef ég oft staðið hann að því að kitla hann í nárana. Þeir blása fjörefnum í nasir hvor annars. í gærkvöldi tók ég eftir sótugum froskmönnum sem mokuðu í óðaönn á eldinn. Ég var að vona að þeir kæmu uppúr tilað þvo sér úr dögginni; ég hefði þá stungið uppí þá sykurmola. Mér var nauðugt að sofna því mig langaði að sjá morguainn og rósir f svaðinu, saltar af tárum. Einnig kom mér í hug að skreppa til heimilis- læknisins og fá eitthvað í staðinn fyrir hjartað. Þá þyrði ég kannski að kafa nakinn niðrí sefið og slökkva eldlnn. Inga. 248 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.