Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 15
nú gleymt og skömm þeirra fyrnd, er þar voru að verki. Ekki hafa þó allir misgerðarmennirnir verið svo heppnir. Það er til dæmis í minnum haft, að einu sinni kom hann á bæ nokkurn í Kolbeins- staðahreppi, þar sem bjó burða- mikill bóndi og kær að húslestr- um. Honum þóttu firn mikil, að stafkarlinn skyldi ekki sitja undir lestrum eins og annað og merki- legra fólk, og hugðist annað tveggja betra hann með því að láta hann hlýða lestri nauðugan eða refsa honum með því að" kúga upp á hann guðsorðinu. Þegar poí<tillan var tekin af hillunni og Jóhann gerði sig líklegan til þess að forða sér, stökk bóndi á baðstofuhler- ann og ætlaði að varna bonum út- 'göngu. En hér urðu leikslok önn- ur en týhraustur bóndinn hafði bú- izt við. Jóhann þreif til hans, varla einhamur, hóf hann á loft óviðbúinn og lagði hann kyrfilega upp í rúm án þess að mæla orð frá vörum. í næstu andrá var hann horfinn. (Hér er felldur úr kafli, þar sem segir frá svipuðum atvikum í heimabyggð Jóhanns og víðar.) XIV. Fáir munu þeir hafa verið, og ekki nema verstu hrottar, sem reyndu að hrekja Jóhann brott, þótt hann lægi í kofum þeirra eina nótt eða tvær. Annað gat orðið uppi á tenmgnum, ef hann settist upp til langframa, og meira vor- kunnarmál, þótt þá væri reynt að stiaka honum burt Enginn gat vit- að. hversu langa dvöl hann kynni að skammta sér, ef hann settist urn kyrrt á annað borð Frásaga er af þvi, að einhvern tíma á árunum kringum 1880 gerð ist hann þaulsætinn að Lækjar- skógi í Laxárdal. Þar bjó þá Björg Grímsdóttir frá Hvammsdal og var ekkja. Þegar Jóhann hafði verið viku á bænum, fór Björg að ó- kyrrast, og loks afréð hún að segja honum hægum orðum, að nú væru liðnar gestanæturnar. Jó- hann anzaði því engu og sat sem fastast. Var að lokum sent til hreppstjórans, sem brátt kom á vettvang, galvaskur að verja sveit- ina átroðningi. En Jóhánn hafði nú einu sinni tekið í sig, að í Lækj- arskógi vildi hann vera og varð hreppstjóra ekki auðunninn sigur- inn. Fyrst í stað bærði Jóhann hvorki á sér né anzaði honum aukateknu orði, hvernig sem hann byrsti sig. Eftir langt stímabark tók þrásetumaður samt að þreyt- ast á þeim ófriði, sem honum var gerður, og flúði hann þá til fjár- húsa, þar sem hann mun hafa átt ból sitt. Horfði fyrst svo, að hann myndi ætla að verjast þar eins og Gunnar í skálanum, og þótti hrepp stjóranum, er kinokaði sér við að rjúfa húsið, sem hann myndi þar torsóttur. En þær urðu þó lyktir langvinns þófs og umsáturs, að Jó- hann gekk úr vígi sínu og hélt burt og kom aldrei framar að Lækj arskógi. XV. Þegar leið á ævi Jóhanns, breytt- ist framkoma hans nokkuð. Gerð ist hann málreitnari en hann var framan af og heldur léttari í bragði en áður í návist þeirra, sem hann taldi sér góðviljaða. Fór þá líka að bóla á þvi, að raunar var h;*nn á sinn hátt þakklátur því fólki, er var honum vel\ ogykom sú þakk- látssemi miklu fremur fram í gerð- um en orðum. Þegar hann hafði setið um tíma á bæjum, þar sem viðmót fólksins slævði tortryggni hans, leysti hann stundum fyrirböndin af skjóðum sínum og tók upp skræður sínar og rollur og ritföng þau, sem hann bar með sér — pappír, penna og blek. Dundaði hann við lestur og skriftir, þegar hann þóttist fá tóm til þess, en sat þess á milli flötum beinum með hendur undir rasskinnum sér, reri fram i gráð- ið og raulaði stökur, tíðum fyrstu vísurnar í Hugarfundi séra Magn- úsar Einarssonar á Tjörn í Svarf- aðardal, er hann virtist hafa mæt- ur á: Margt kann buga heims um höllu hyggjuranna megnið klént. Að stilla hugann eins i öllu ekki er manni hverjum lént. Hvað sem amar, hvað á bjátar, hvað sem rænir gleðisjóð, er mitt gaman út að láta óðum spræna Kvásis blóð. Bækur hans voru kver um grasa lækningar og ef til vill einnig rímnaskræður og guðsorðabækur. Var honum ekki ótamt að tala um trúmál, þegar sá gállinn var á hon- um, og varð því ekki hnikað, er hann aðhylltist i þeim efnum frem ur en öðru. Sýslaði hann og við að skrifa varnarrit fyrir trúna, sem honum virtist eiga í vök að verj- ast í landinu, og notaði hann jafn- an til þess sérstakan penna og annað blek en við veraldlega skjala gerð. Annað, sem hann festi á blöð, voru atriði ýms um mótgang þann, er hann hafði sætt, læknisráð, sem hann hafði komizt yfir eða reynt á sjálfum sér og vísur, sem rifj- uðust upp fyrir honum eða hann hafði sjálfur ort á reiki sinu. Stöku sinnum skrifaði hann sendibréf, helzt sonum sínum eða þeim, sem hann átti við að skipta um málefni sín. Allt, sem hann skrifaði, vand- aði hann mjög, og margskrifaði iðulega hið sama, ef honum sýnd- ust missmíðj á. Undir bréf sín skrifaði hann sjaldnast nema skírn arnafn sitt eitt, Jóhann, og loddi það ætíð við hann, að hann vildi helzt ekki. segja til föðurnafns sins. Stafaði það þó ekki af þvi. að hann bæri neinn kala til föð- ur síns, og enga dul dró hann á.1 að hann værj af góðu og gegnu fólki kominn, ef hann opnaði svo hugskot sitt á annað borð. að hann hefði orð á slíku. Við bar líka, að hann fengi menn, sem hann hafði verulegí traust á, til þess að rita fyrir sig skjöl. er honum fannst mikið við liggja. að vel væru úr garðj gerð En það varð þó helzt að gerast 'með penna og bleki hans sjálfs á pappír, sem hann átti í fórum sínum, venjulega stórar og breið ar arkir. Var hann mjög eftir- gangssamur um það, að hvergi yrði nein misfella hjá þeim, ,sem hann sýndi þennan trúnað og kost uðu sérhver pennaglöp það. að allt varð að skrifast að nýju. Veiktist einhver á bæium, þar sem hann taldj sig hafa átt góðu að mæta, eða þættist hann sjálfur krenktur, var ekki dæmalaust, að hann vildi grípa til kunnáttu þeirr- ar, sem hann hafði heyjað sér i kverum sínum. Átti hann þá til að seyða grös, sem hann hafði tínt á fjöllum eða einhverjum öðrum völdum stöðum á ferðum sínum og stungið í skjóður sínar, eða sjóða þau til smyrsla. Var það trú hans, að náttúran ætti lyfgrös við öllum meinum manna. Leituðu yfirvöld frétta af hon- um og högum hans, svaraði hann því oftast af hógværð, er um var spurt, væri mjúklega að honum farið, leyndi þvi ekki, að hann taldi sig hrakinn og rændan, en T í M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ 255

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.