Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 16
hafSi þó ekki um það verri orð en svo, að hann hefði sætt ofríki. Á efri árum bar það ósjaldan við, að hann sagði kunnugum mönn- um, sem honum gazt vel að, ýmis- legt um hrakning sinn, enda urðu margir til þess að inna orðum að æviferli hans. Þó var það oftar, að hann svaraði fáu eða engu, þeg- ar þetta var fyrst borið í tal, en tók svo sjálfur upp þráðinn ein- hvern tíma síðar, þegar tóm var gott. Sá Ijóður mun þó jafnan hafa verið á frásögum hans, að hann duldist kynna þeirra Soffíu og hinna fyrstu upptaka að ógæfu hans og annarlegum háttum. Lét hann í veðri vaka, að Guðfinna hefði brugðizt sér eða verið ginnt frá sér og þvertók jafnvel fyrir, að hann hefði neitt af sér brotið við hana. Flakk sitt kallaði hann nauðvörn manns, sem sviptur hefði verið heimili sínu og staðfestu og biði þess að ná rétti sínum, og geð sitt mun hann því aðeins hafa tal- ið veilt, að hann þyrfti að bregða því fyrir sig sem skildi, svo að hann yrði síðar beittur harðræð- um eða ferðir hans heftar. Það sagði hann þá afleiðingu hrakn- inga þeiirra, sem lífið hafði fært honum að höndum. XVI. Það liggur í augum uppi, að í marga mannraun rataði Jöhann beri þá áratugi, sem hann tróð staf karlsstigu. Hann var lengi fram- an af á ferli sumar og vetur um byggðir og fjallvegu, brauzt lands- fjórðunga á milli um heiðar og öræfi, streittist gegn veðri um flest grindaskörð og leggjabrjóta landsins, kafaði fönn og óð krapa, hrepptl stórhríðar og grimmdar- frost óg lá aftur og aftur úti, mar- arlaus og hlífarvana í tötrum sín- um, en komst þó alltaf lifs af. Oft nærðist hann dögum saman á rót- um einum, sem hann gróf upp, og grösum óg berjum, sem hann tíndj sér, og margsinnis kom hann í sveit ofán á þerum og blóðrisa kjúkunum. Hann .stóð af sér straum þunga beljandi yatnsfalla og reif sig upp úr hverri krapablá, sem hann lenti í, og hvernig sem vind- urinn næddi-í gegnum larfa hans og hve svalar nætur se'm hann átti í sköflum og skútum, virtist hann lengi vel vart geta ofboðið heilsu sinni. Sjálfur þakkaði hann þetta böðunum og lífgrösum þeim, er hann safnaði sér á heiðum, sem og þxrri heilsubót, er það væri að fasta duglega annað veifið. Öll- um öðrum var hreysti þessa manns sönn ráðgáta. Eitt var þó sem beit á hann: Svo heitfengur sem hann var, gat hann ekki alltaf varizt kali, þegar hann hafðist við á bersvæði í hörkufrosti, kannski blautur úr ám og lækjum, berhentur og illa skæddur. Enginn getur um það sagt, hve o£(; slíkt hefur komið fyrir, þvi að hvergi hefur verið skráð, þótt skinn flagnaði af skrokki Jóhanns bera eða kalpoll- ur kæmi á kjúkur hans, ef hann gat haft ófan af fyrir sér eftir sem áður. Það var því aðeins, að kal- sárin væru svo mikil, að af hilytist stórlega, sem til meiri útláta dró en hann gæti sjálfur sléttað yfir, að til bréfagerðar kom. Eina slíka legu lá Jóhann upp úr miðjum vetri 1873. Þennan vetur urðu margir menn úti í hríðarárhlaupum, og ýmsir komust í harða raun. Einn þeirra var Jóhann. Það var þó ekki á fjöll um uppi, heldur á flátneskiu 4lfta í nágrenni við Álftanes á Mýrum: Á þessum slóðum kól Jóáann bera tH skemmda, er hann lá úti I hríð og frosti veturinn 1873. 256 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.