Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 7
ar, að það varð að koma fram við þá eins og heilbrigðir væru. Hann var feginn, þegar liann var færð- ur niður í birgðageymslurn- ar. Með tímanum var hann fenginn til að hafa yfirumsjón með forða hússins af tóbaki, víni og hrein- lætisvöru. Hann varð að færa ná- kvæma skrá yfir allar úttektir, og hafa stranga reglu á 'hlutunum. En hversu mjög sem Jón Jó- hannesson, kjallarakarl á Borg- inni, þurfti að festa huga sinn við pantanir á þvottalegi og sígarett- - um, og ýmsan dag að leita týndr- ar flösku á pappírum sínum eins og bankagjaldkeri fimmeyrings, og margt væri argið og ragaríið á starísdegi hans, þá hvarf ljóðadis- in aldrei með öllu úr vitund hans. Sem hann blaðaði í kvittuðum afhendingarseðlum, stigu ljóðræn- ir hættir kliðmjúkan dans um brjóst hans . . . ' Nóttin hefur söðlað hvítan hest draums þíns í vorfölu túni, andað þurrum kulda á sefgrænt flos sólmánaðar, hljóðu djúpu angri á lýrustreng vatnsins, við rætur hins gneypa halls í dali dimmra blóma. — Hafði þér aldrei dottið í hug að yrkja, áður en þú hittir Stein? — Jú, í Skáleyjum fékkst hver kerling við vísnagerð. Þessa vísu kvað amma mín í svefni: Friðkeypta, fróma önd, far þú á dýrðar lönd. í Drottins dýrðarljóma Drottins orð lát þú hljóma. Og eftirfarandi vísu veit ég ekki betur en hún hafi kveðið sjáLf, en hún var hennar kvöldleg bæn all- an seinni hluta ævi hennar: Gott er að treysta Guð á þig, gleður það mitt hjarta. Yfirgef þú aidrei mig englaljósið bjarta. Eftir því sem Jón lýsir Skáleyj- um, mætti kalla þær Feneyjar *s- lenzkra sveita. Því þegar stór- streymt er, skiptast þær í ótal hólma, og eru sund á milii. Kúa og kinda varð einungis vitjað á fjöru. — í Skáleyjum bjuggu um fjöru tíu manns — í tvíbýli — þegar ég var að alast upp. f vetur vefða þær í eyði. Bróðir minn, Gísli, verður að hœtta sökum aldurs. Sonur hans, ungur maður og dug- iegur, vildi gjarna taka við, en Skáleyjar verða efcki setnar af ein- yrkja. — Hvenær voru þær fyrst byggðar? — í Landnámu er Þrándur mjó- beinn sagður hafa numið Flatey, en Skáleyjar eru mér vitanlega fyrst nefndar á Sturlungaöld í eigu Sturlu Þórðarsonar. í hallær- um seinni alda var hvergi talið byggilegra. Vemjulega eru Skáieyjar, Svefn- eyjar, Hvallátur, Sviðnur, Hergils- ey og Flatey til samans kallaðar Vestureyjar, og teljum við Vestur- eyingar okkur menningarlíf ann- arra eyja algerlega óviðkomandi. í Flatey stofnaði Olafur prófastur Sívertsen bókasafn fyrir miðja síð- ustu öld, og þar dansaði Þuríður Kúid, tengdadóttir hans, svo brotn uðu borð og stólar. Enda lá bóka-ást og dansgleði í loftinu. Við krakkarnir ortum og gáfum út blöð, eftir því sem and- inn inngaf. Andrés bróðir minn varð forgöngumaður í fyrsta bók- menntafélagi, sem ég man eftir í hreppnum. Það hét Arblik og gaf út handritað blað, Gest, sem. að vísu varð skammlíft. Skáld blaðs- 247 i T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.