Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 18
skráði á búnað hans veturinn 1886, er Tungnamenn tóku upp á sinn eyk. Jóhann hafði áður farið um Tungurnar og víða gist þar á bæj- um. Að þessu sinni skaut honum upp um veturnætur, og var þá klæðnaði hans þannig háttað, að hann var allsnakinn að ofan, en buxnaslitur skýldu honum um neðrurnar: „Hálfur líkaminn var alveg klæðlaus og enginn hluti líkamans svo klæddur, að klæðn- að mætti kalla“. Svo hittist á, að tíð var mild, oft heldur hlýtt í veðri, eftir því sem við var að búast svo síðla hausts, og snjókoma lítil. Fór Jóhann um sveitina svo búinn sem hann var í heilan mánuð eða jafnvel nokkr- um dögum betur. Gisti hann eina til fimm nætur á bæ, falaði sums staðar vetrarvist, en þrammadi af stað á aðra bæi, er dauflega var tekið í það. Þó að margir vildu gefa honum fatnað, var ekki við það komandi, að hann þekktist neinar gjafir. Undir lok nóvembermánaðar tók að kólna til muna, og einn af síðustu dögum mánaðarins gekk strípalingur í bæ á því höfuðsetri fornu, þar sem fleiri menn höfðu leitað sér líknar í nauðum en á nokkrum öðrum stað á íslandi. Jó hann var kominn að Skáiiolti á þeim degi, sem í senn var helgað- ur Soffíu Magðalenu Danadrottn- ingu og Gunnari Gjúkasyni Búr- gundakonungi, til þess að þiggja hjálp eða deyja ella í kalfæri við grafir biskupanna. Bar hann það upp við Grím bónda Eiríksson, að hann „með engu móti treysti sér til að halda áfram að fara á milli manna“, og neyddist þess vegna til þess að biðja hann að leita fyrir sig ásjár hjá hreppsnefndinni. Mun og mála sannast, að þá var hann nær dauða en lífi af kulda og vosbúð. Grímur gerði sem hann var beð- inn, „og þó að nefndin ætti að sjá við ærnum vandræðum af innan- sveitarmönnum, þótti henni ófært að neita þessari áskorun, því svo aumlegt var ástand Jóhanns, að ef honum hefði verið vísað burt, það- an sem hann var kominn, þá var eigi annað sýnna en hann myndi deyja bæja á milli“. Hreppsnefndarmennirnir báru nokkurn kvíðboga fyrir því, að hann myndi ekki fást til þess að vera kyrr á sama stað til lengdar, því að sú trú var almen'n, að hann gæti hvergi hamizt nema stuttan tíma. Þó sömdu þeir um það við Grím, að hann hýsti þennan nauð- leitarmann og veitti honum þá að- hlynningu, sem hann vildi þiggja. Þegar til kom, virtist Jóhann þekkjast þessa ráðstöfun fúslega, og var honum þá fenginn „klæðn- aður, sem hann fór þegar í, er hann fékk leyfi til þess að vera kyrr“. Er skemmst af því að segja, að hann sat tíu vikur um kyrrt í Skálholti, enda sagðist hann vera hvíldar þurfi, hrakhólamaður á vergangi í fjórðung aldar. Þetta var í fyrsta skipti, að Jó- hann settist upp á sveitarframfæri, ósjúkur að kalla. T f M I N* N — SUNNUDAGSBLÁÐ 258

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.