Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 14
við hana. Öðrum stuggaði hann frá, ófrýnilegur á svip, ef þeir gerðu sig líklega til þess að taka frá honum ílátin Annars sáust sjaldan á honum svipbrigði. Tíð- ast var sem allt líf væri fjarað út í andliti hans. Á engan mann yrti hann að fyrra bragði á þessum árum, og mjög oft var það, að hann anzaði engu, þótt til hans væri talað. Jafnan var hann mjög á verði, líkt og hann ætti sífellt von einhverra svikráða. Fengist hann til þess að tala, beindi hann orðum sinum ætíð að einhverjum einum, sem honum leizt einlægastur, en hundsaði aðra,' ef þeir lögðu orð í belg. Orðum sinum hagaði hann ávallt mjög stillilega, talaði að jafnaði lágum rómi og var fremur sein- mæltur. Blótsyrði lét hann aldrei um munn fara né nein önn- ur grófyrði. Aldrei urðu fréttir af honum hafðar úr öðrum byggðarlögum, þar sem hann hafði komið, og mjög tregur var hann til þess að ræða um aðra menn, hvort held- ur var til góðs eða ills Nöfn nefndi hann trauðia, og gegndj_ þar svip- uðu máli um nöfn fólks og bæja og jafnvel sveita, og var þá löng um sem gáta að ráða í, hvað orð hans táknuðu. Stundum átti hann til að steinþagna i miðjum klíðum, og fengust þá ekki fleiri orð af honum í það skiptið. Líkt og Jóhann var varkár í orð- um, svo var hann einnig grandvar i gerðum. Enginn vissi til þess, að hann snerti nokkurn tíma hlut sem hann átti ekkj sjálfui^, nema honum væri fenginn hann í hend- ur. Þetta var ófrávíkjanleg lífs- regla, og ekkert gat freistað harts til þess að ganga á svig við hana. Kippti honum þar í kynið um grandvara breytni. í áratugi svaf hann aldrei nokkra nótt í bæ inni. Þegar á kvöldið leið eða vökuna, reis hann snögglega á fætur, snaraðist þegj- andi út með föggur sínar og leit- aði sér náttbóls í skemmu eða gripahúsi eða öðrum útihúsum, ef hann lá þá ekki undi? berum himni. Hvorki sumar né vetur hafði hann neitt til þess að skýla sér með, þar sem hann hvíldi, nema tötra þá, er hann var í. Nokk- uð var það misjafnt, hve snemma hann leitaði náttstaðar, en sæi hann nokkur merki þess að lesa ætti húslestur, forðaði hann sér 254 samstundis út, á hvaða tíma sem var. Húslestri hlýddi hann aldrei og spratt upp sem fjöður, þegar seilzt var upp á hilluna eftir post- illunni. Sálmasöng forðaðist hann líka. Samt sem áður var hann " strangtrúaður á næsta fornlega vísu. Háifu verra var þó öllum húslestr um, ef hann heyrði Soffíu nefnda á nafn. Þá var nær því sem æði rynni á hann, og mátti hann aldrei það nafn heyra. Kom það sér oft illa fyrir hann, að víða vorú á bæj- um konur, sem svo hétu, Að morgni var hann löngum snemma á fótum og gekk þá til ár eða lækjar, ef í námunda var, fór þar úr görmum sínum og bað- aði sig vandlega. Skipti engu máli, hvernig á árstímum stóð. Um hæst an vetur renndi hann sér niður á milli skara, ef hann fann einhvers staðar vök, hversu sem veðri var háttað, en væri hjarn slíkt og ísa- lög, að hann gæti hvergi gert á polli eða komizt í vatn, velti hann sér nöktum upp úr fönn eins og hross, sem sleppt hefur verið lausu undan reiðingi, og bar ekki á, að hroll setti að honum. Þegar lokið var morgunbaði, gekk hann til bæjar, settist á hið sama rúm og hann hafði áður kos- ið sér og beið þar árbíts ef veitt- ur kynni að verða. Var síðan ann- að tveggja, að hann hefðist þar við daglangt, ef hann ætlaði að staldra nokkuð, ellegar hann hvarf snögg- lega á braut án þess að hafa áð- ur sýnt á sér nokkurt fararsnið. Vissi fólk þá eigi fyrr en hann hafði axlað byrði síná og skálmað af stað, því að ekki hirti hann um að kveðja þá, sem höfðu unnið honum beina. Stundum var hann jafnvel horfinn, þegar við var lit- ið. Byrði hans var iðulega allmik il. Var einn bagginn miklu mestur, poki eða hærusekkur, margnjörv- aður snærum á ótal vegu. Utan á honum dingluðu svo skjóður og smábögglar, sem bundið var um skinnslitrum, í mislöngum spott- um, hnýttum í böndin á pokanum. Gátu þessir aukapinklar eða ábagg- ar, sem sveifluðust sitt á hvað við hvert fótmál mannsins, stundum skipt tugum. f þeim varðveitti hann það, er eigi mátti vökna — kver ýmis, ritföng, lækningagrös og annað fleira, er hann lét sér annt um. Um hálsinn hafði hann ullartrefil góðan, er ekki virtist ofurseldur sömu ósköpum og ann- að, sem á líkama hans kom. End- ana lét hann lafa fram á bringu sér, og voru á þeim hnúðar, líkir vænum bandhnyklum, og var al- mannarómur, að í þeim geymdi hann annaðhvort peninga eða smíð isgripi, sem honum væru kærir frá fyrri tíð. Þetta vissi þó enginn með sanni. XIII. Þó að Jóhann beri gerði aldrei af við neinn mann, nema hann ætti hendur sínar að verja, né brygði að sjálfráðu fyrir sig neinu, sem miðaði að því að skjóta fólki skelk í bringu, vakti hann samt víða ótta og jafnvel skelfingu. Mörgum varð ekkj um sel, þegar hann birtist. Konur og börn, sem vissu lítil eða engin deili á honum, gripu andann á lofti, er þessum stóra og þrekvaxna skeggkarli skaut skyndilega upp, ýrðum á svip og, svaðalega leiknum í sundurflak- andi lörfum sínum Krakkar á bæj um lögðu á flótta, ef þau áttu sér nokkra umkomuleið. og jafnvel mörgum manninum. sem þó bótt- ist nokkuð, var um og ó að hitta hann á förnum vegi Var því löng um sem farg legðist á heimilin, þegar hann bar að garði. einkum á meðan hann var lítt kenndur, og hvergi var hann aufúsugestur, þótt margir miskunnuðu sig vfir hann. Hitt var líka til, að menn, sem treystu sér til við hann fyrir afls sakir eða atfylgis, hefðu í frammi við hann tilbekkni og leituðust við að níðast á honum Kom þar til geðstirfni sumra, er þótti sér kross lagður á herðar, ef hann vitiaði húsa þeirra. eðlislæg árátta snn- arra að troða á þeim, sem lítils máttu sín og skemmta sér við bián ingu þeirra og varnarleysi, og af- vegaleidd vandlæting nokkorra, er þoldu honum illa. að hann veitti því ekki lotningu, er þeir höfðu sjálfir í hávegum, Flóttasv'nur- inn, sem oft kom á Jóhann. þegar hann steig inn í ókunna baðstofu, þar sem hann vissi ekki nema ó- vinir sætu á fletjum fyrir, höfðu þessir og þvílíkir menn gert svo átakanlegan sem hann gat stund- um orðið. og þeir voru það, sem kennt hafði honum að vera iafn- an á verði. Nærfellt allt, sem Jóhanni var til miska gert á ferðum hans. er T f M I N N — SUNNVDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.