Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 12
 Hér eru noKkrir kaflar felldir úr sögu Jóhanns bera. Þar seg- ir a, því, hvernig hann fer halloka fyrir mágum sínum á Vig- dfsarstöSum, Andrési og Teiti Gíslasonum, sem einnig stríddu við sitthvað mótdrægt, og gerist æ undarlegri í háttum, liggur úti og flikkar um, en lokar sig þess á milli inni í skemmu á Vig- dísH-staðahl?ði. Þá er Ivst upptöku eigna hans, sem fór fram an þc*^>á að hann væri sviptur fjárforræði eða nokkur lagarök leidd að récmæti þen.'s aðgerða, tilraun hans til þess að ná sátt’im við Guðfinnu, konu sína, og endanlegum skilnaði þeirra hjóna. í kjolfar þess var hann fluttur nauðugur að Hnausum til Jó«efs Skaftasonar, sem átti að leitast við að lækna hann, og hrökkiaðist loks að fullu og öllu úr hinu síðasta vígi sínu, skemmunni, sumarið 1871. í þessum köflum getur einnig afdrifa Gíslasona, nýrra ábúenda á Vigdisarstöðum, Sveir.s Markússonar, sem átti að konu móður- syst r Arnbiarnar á Stóra-Ósi, og Finns Finnssonar, dauða Helgu, móður róhanns. og nýs tbónabands Guðfinnu, sem nú giftist ung- um manni, Jóhanni Árnasyni að nafni, bróður Sólrúnar, bústýru og barnsmóður Arnbjarnar á Stóra-Ósi. Loks er þar vikið að skairimæju hjónabandi Soffíu Jónatansdóttur, barneign hennar og endaloknm. Frásagan hefst að nýju á 12. kafla, er Jóhann Bjarnason er orðinn athvarfslaus förumaður. XII. Líkur hafa áður verið leiddar að þvú, að hinn langi förumannsferill Jóbanns Bjarnasonar hafi hafizt síðla árs 1862. Hann lagði leið sína fyrst vestur á bóginn, um Strandir og Vesturland, hafði til reiðar tvo hesta graa, sem hann átti eða þau mæðgin, og líktist í fljótu bragði meira sérlunduðum og dyntóttum ferðamanni en flakk ara að flestu öðru en því, að hann átti sér það markmið eitt að dvelja um fyrir sér. Framan af hafði hann útivistir ekki ýkjalangar og sneri jafnan heim að Vigdísarstöð- um eins og lýst hefur verið. En þegar árin liðu, urðu ferðir hans æ lengri og háttalag hans af- brigðilegra, unz hann varð það við- undur meðal stafkarla, sem enga hliðstæðu átti á hans öld að minnsta kosti. í þann farveg mun líf hans hafa fallið til fulls upp úr 1865, er farið var að leggja hald á eigur hans og uppi var öll von um það, að Guðfinna þýddist hann og forráð á Vigdísarstöðum féllu honum í hendur að nýju. Seldi hann þá hesta sína, ef til vill með- fram af hræðslu við, að þeir yrðu teknir af honum heima í sveit hans, og hóf gönguna miklu. Sótt- ust honum eftir það ferðir sínar miklu seinna en áður. Eigi að síð- ur vannst honum tími til þess áð- ur en lauk að þramma fram og aftur um gervallt ísland, að und- anteknum Skaftafellssýslum og Austfjörðum og hinum nyrðri byggðarlögum Vestfjarða, þar sem ekki finnast þess dæmj, að hann hafi komið. Það, sem fyrst vakti athygli hvers manns, sem Jóhann sá, var klæðaburður hans. Að jafnaði var hann ekki í öðru en nærbrókum, skyrturæksni, úlpugopa og háleist- um og skein í bert á milli. llt yf- ir tók þó, að tæpast var heií brú í leppum þeim, sem kalla átti, að hann skýldi með nekt sinni. Föt hans voru jafnan rifin, tætt og tá- in, svo að hvarvetna sá i hann ber- an gegnum götin, og þó að vorkunnlátt fólk vildi gefa honum skárri fatnað, þekktist hann það sjaldnast. Tæki hann við flík, sem stundum bar við, var hann að skömmum tíma liðnum búinn að rífa hana í hengla. Vissi enginn, hversu það bar til, því að aldrei sást hann níðast á görmum sínum. Aðeins eitt plagg, er skjól sýnd- ist að, var á líkama hans. Mikill og góður ullartrefill, er hann hafði um háls sér bæði sumar og vetur. Með því að hann var oft tregur til. þess að segja til nafns, þar sem hann kom ókunnugur, var fljótt tekið að nefna hann bera J.H. rekur pisíarsögu bera mannsinsIII 252 T í M I N N — SUNNliDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.