Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 22
„Ambátt Frakklands U Framhald af, 251. síðu. drottninguna, smávaxna konu og granna, svarthærða og hrokkin- hærða, allvaraþykka og kyssilega og móbrúna á hörund. Hún var enn í gulum kjól, ofnum rósum, og með hvítan hatt með svörtum fjöðr um í. Það er eins og sá grunur hafi læðzt að Þóru, að ef til vill væri þetta samj kjóllinn og hún var í á myndinni hjá hershöfð- ingjanum, eini sparikjóllinn: „Drottningin er ávallt eins klædd, því að sagt er, að hún eigi ekki mjög mikinn klæðnað til skipt- anna.“ Franskur almenningur var ekki nándarnærri eins sínkur og franska stjórnin, enda kom fram í blöðum sú tillaga, að hún fengi á ríkiskostnað „svo mikið af kjólum og höttum sem henni geðjaðist“, og mun mörgum hafa fundizt, að það væri ekki ofverð ríkisins, sem af henni hafði verið tekið. Yfirleitt gerðu Parísarbúar sér mjög títt um hana og þyrptust að húsi hennar í Rue Panquel, til þess að sjá hana og biðu tímunum saman við kirkj- ur og leikhús, þar sem þeir héldu, að hennar væri vonf Ranavalóna kom auðvitað á barnasýninguna til þess að' sjá vöggu konungsins í Róm, og frá því var sagt sem hverjum öðrum stórtíðindum, að hún tók þar í fangið átta ára gamla stúlku og kyssti hana nauðuga. En þó að hún sækti leikhúsin, fór það nokk- uð fyrir ofan garð og neðan hjá henni, er þar var sýnt á sviðinu. Henni fannst þetta bara allt ljóm- andi fgjlegt. Einhver, sem vissi, að hún hafði verið í leikhúsi kvöldið áður, spurði hana: „Hvaða leik sá yðar hátign“. En Ranavalóna drottning spennti greipar brosandi og svar- aði: „Veit ekki.“ SKELJASKRÍMSLIÐ - Framhald af 259. síðu. um á henni. Ég ætla ekkert að reyna að lýsa þeim hljómleikum. Við hentumst af stað heim á leið og létum ekki krimta í okkur, dauðhræddir við að þá herti dýr- ið eftirförina enn meir Þvílíkur sprettur. Og ekki þorðum við að líta við fyrr en við vorum komn- ir upp fyrir svonefndan Hákarla- poll, sem er miðja vegu milli naustsins og bæjarins. Þá litum við aftur, enda þurftum við að blása mæðinni, hálfsprungnir á hlaup- unum. Ekki gátum við merkt það, að dýrið væri á eftir okkur. En við vorum víst bæði fölir og framúr- legir, þegar við komum heim, þvi að mamma spurði, hvort okkur væri illt. Nei, ekki var það. En svo sögðum við henni, hvers við hefð- um orðið varir niður við sjóinn. Hún gaf lítið út á það, en sagði, að það væri bezt að loka vel bæn- um. Og það svikumst við víst ekki um. Morguninn eftir fórum við á vettvang, þó talsvert hikandi. En það sáust ekki einu sinni spor eft- ir dýrið, og hefðu þau þó átt að . sjást í sandinum fyrir ofan sjómál. 'En á syðri vararveggnum sáum við stóran stein, sem var allur svellað- ur, og talsvert meiri ummáls en venjulega vegna klakans, sem hafði hlaðizt utan um hann. Þetta var í það eina skiptið, sem ég sá skeljaskrímsli Lausn 10. krössgátu Þvílíkri drottningu hrósuðu allir fyrir barnslegt lítillæti, blíðu og eftirlátssemi. „Ambátt Frakk- lands“ varð harla vinsæl. Franska stjórnin lét samt ekki vorkunnsemina hlaupa með sig í gönur. Þegar drottningin fór þess auðmjúklega á leit, að hún mætti setjast að í þessu dásamlega landi, var því tafarlaust visað á bug. Hún mátti vera svo sem sex vikna tima í Paríis og síðan var henni heimil stutt dvöl á baðstað í grennd við Bordeaux. En þá skellti líka gest- gjafinn hurðum í lás og skipaði Ranavalónu að hafa sig til Algeirs- borgar. Og er þá úti sagan af því, er Þóra Friðriksson og síðasta drottn- ingin í Antananarívó hittust í höf- uðborg Frakkaveldis. 262 Il« > N N - SUNVUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.