Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1968, Blaðsíða 10
Drotfningin hír'ðist í smáhúsi í Algeirsborg, fjarri þvi mannlífi, sem henni var samgróiS, en suöur í sveitaþorpunum dönsuðu svörtu stúlkurnar undir pálmatrjám á s'ðkvöldum. „Ambátt Frakklands" og Reykjavíkurstúlkan i. Madagaskar ein af stærstu eyjum Iheims, hin fimmta í röðinni, og þar búa upp undir fimm milljón- ir manna. Þetta fúik er þó ekki af einum og sama uppruna, heldur mjög blandað að ætterni og ekki einu sinni af blökkumannakyni nema að nokkru leyti. Taiið er, að frumibyggjarnir hafi komið frá Aiustur-Afríku, en seinna barst (þangað hvað eftir annað fólk af kyni Malaja og Pólýnesa ftrá eyj- um í Suðunhöfum. Stærsti þjóð- fiokkur eyjarinnar, svonefndir Hó- var, eru af þeim uppruna, og fleiri hinna fjölmennustu þjóðflokka eru af eyjakyni. Só þjóðflokkur- inn, Sakalavar, sem af hreinustu blökkumannakyni er, á heima á vesturströndinni, en hann er frem- ur fámennur— líklega nokkuð innan við fjögur hundruð þúsund. Á seytjándu öld náði þessi þjóð- flokkur yfirráðum á vesturhluta eyjarinnar, þótt fámennur væri, og hafði þar mest völd, þar til upp úr 1800, að konungur Hóva lagði ná- lega alla eyna undir veldi sitt. Byggðir þeirra eru á hálendinu um miðbik eyjarinnar, og höfuðsetur þeirra, bærinn Antananarívó, hefur síðan verið höfuðborg landsins. Hóvar tortryggðu ekki Norður- álfumenn eins og gert höfðu hin- ir fyrri valdhafar, sem hvað eftir annað brutu á bak aftur tilraun- ir þeirra til nýlendumyndun- ar. Leyfðu þeir bæði kaupmönn- um og trúboðum mjög að fara sínu fram, þó að stundum slægi í bakseglin, og loks var enskum liðsforingjum eftirlátið að koma nýju skipulagi á her Hóva. Alit virtist benda til þess, að Englend- ingar myndu hreiðra um sig á Madagaskar og færa sig smám sam- an upp á skaftið, unz þeir gætu lagt landið undir sig eins og syo marga aðra hluta Afríku. Þetta fór þó á annan veg. Frakk- ar höfðu einnig augastað á Mada- gaskar. Um og upp úr 1800 tóku þeir að hernema lönd víða um Asíu og Afríku, og árið 1883 kom röðin að Madagaskar. Þá drottnaði yfir ríki Hóva drottning sú, sem hét Ranavalóna II. og hafði meðal annars tekið sér fyrir hend- ur að kristna landsmenn. Það var KaMnstrú, sem hún aðhyiltist. Frakka? bundu enda á valdaferil þessarar kristnu drottningar og settu á stofn franskt verndarríki og tóku í sínar hendur öl utan- ríkismál þess. Önnur drottning, Ranavanóla III. naut þó um sinn þjóðhöfðingja tignar, og var um hríð deilt um það í Frakklandi, hvort henni skyldi eftirlátin forysta leppstjórn- ar eða landið gert að franskri ný- lendu. Nýlendusinnarnir urðu yf- irsterkari, og árið 1895 ruddist franskur her inn í Antananarívó, og tveim árum síðar var drottn- ingin tekin höndum og svipt völd- um og flutt nauðug til Algeirs- borgar, þar sem henni var búin vist við heldur lítinn veg í smáhýsi, • sem franska stjórnin lét reisa handa henni. II. Við þessa sögu, sem öll var held- ur ósnotur, kom mjög hershöfð- ingi einn af frægum ættum, Duc- hesne að nafni. Hann stjórnaði her- förinni til höfuðborgarinnar á Madagaskar og handtöku drottn- ingarinnar, og var hann heima á 250 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.